Thursday, November 02, 2006

Make over

Fjórtán ára yngismær bauðst til eða öllu heldur grátbað mig í dag að gerast stílistinn minn. Hún sagðist myndi byrja á því að plokka á mér augabrúnirnar og slétta á mér hárið. Lita það síðan ljóst og taka toppinn frá andlitinu með spennu. Svo ætlaði hún að setja mig í push-up brjóstahaldara og fleginn bol. Því næst kaupa á mig þröngar gallabuxur og stígvél með pinnahæl utanyfir. Senda mig svo í ljós og púðra mig loks með sólarpúðri.
Hún lofaði því að fengi hún að gera þessa yfirhalningu á mér gæti hún reddað mér steaming hot gæja á no time.
Ætti ég að slá til?

5 comments:

Anonymous said...

Scooter-Gunnhildur Ibiza style, drífðu í því, ég skal giftast þér ef þetta klikkar.

Anonymous said...

Geturðu verið á reiðhjólinu í skinnyjeans og hælastígvélum?

Anonymous said...

Ég er að hugsa umað slá til bara líka. Líst vel á þetta meik-over.
Luvs.

Anonymous said...

Hvernig gæjar heldurðu að séu í boði fyrir konuna sem þú ert að spá í að verða?

Dýrið said...

nei!