Wednesday, May 31, 2006

Enn af kosningum

Ég var ekki ein um að kvarta undan því að enginn barðist fyrir málefnum okkar barnlausa fólksins í kosnigunum. Helsti stjórnmálaspekúlant landsins Ólafur Þ. Haraðarson AKA Óli Harði benti á það í viðtali í blaðinu í gær að ein hugsanleg skýring lélegrar kosningaþátttöku gæti verið að málefni barnlauss fólks hefðu algjörlega setið á hakanum. Me and Óli we think alike. Jú jú það voru þarna slagorð eins og "heilbrigðan leigumarkað" "bættar almenningssamgöngur" og "lifi Laugavegurinn" en þetta ljúfa hvísl kafnaði gjörsamlega í herópum um lóðaúthlutun, umferðaræðar í stokka, gjaldfrjálsan leikskóla og flugvöllinn á Löngusker. Like I care hvaða ríka pakk fær úthlutað lóðum í hvaða úthverfum eða hvort fólk keyri börnin sín á jeppunum eftir stokkum, mislægum gatanmótum eða good old fashin götum. En nóg um það. Nú er bara að krossleggja fingur og biðja til Búdda að kaupmennirnir sem náðu völdum í borginni kæfi okkur ekki í hrossaskít.
Mikið er annars gott að það er farið að rigna. Gott fyrir gróðurinn.

Saturday, May 27, 2006

Kosningar og kynþokki

Góðan og blessaðan kosningadag gott fólk. Tími til kominn að skella sér í betri fötin, rölta á kjörstað og kjósa Samfylkinguna. Enda er Samfylkingin eini listinn í Rvk.city með oddvita sem hefur einhvern snefil af kynþokka. Ég er á þeirri skoðun að kynþokki sé stórlega vanmetið fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Erlendis er alþekkt að stjórmálamenn nýti sér þetta frábæra fyrirbæri út í ystu æsar og nægir þar að nefna tvo valdameiri menn heimsins síðustu ár eða Tony Blair og Bill Clinton. Báðir eru sérlega kynþokkafullir og svo sjarmerandi að maður fyrirgefur þeim næstum hvað sem er (brunda í pilsfaldinn hjá siðprúðum ungum konum og að sleikja rassinn á Bush).




Fyrir utan kynþokkann er heldur bara ekkert vit í öðru en að kjósa Samfylkinguna. Ekki fer maður að kjósa íhaldið eða kommana. Ef fólk vill slá þessu öllu upp í létt grín er auðvitað hægt að kjósa framsókn og frjálslynda.
Lifið heil

Thursday, May 25, 2006

Fréttir

Það var mikið um að vera hjá fleirum en mér um síðustu helgi. Eitthvað virtist ganga á hjá dópdílernum á móti. Allavegana sá lögreglan ástæðu til að heilsa upp á kauða á laugardaginn. Vini okkar fannst nú ekkert sjálfgefið að vera að opna eitthvað einn tveir og þrír fyrir vörðum laganna og lét bíða lengi eftir sér. Hann hefur trúlega bara verið sofandi, elsku vinurinn. Staulaðist seint og um síðir út á svalir til að gá hvað gengi á, konan hans birtist svo á mjög dularfullan hátt úr kjallaranum og opnaði. Verðirnir fóru þá inn í íbúðina en komu fljótlega aftur út, ekki búnir að handtaka dílerinn eða neitt. Ég er reyndar farinn að efast um að maðurinn sé að selja eiturlyf. Hann virðist of mikil fyllibytta til að geta haldið einhverjum bissness að ráði gangandi og dularfullar gestkomur hafa engar verið undanfarið. Í dag var hann hress, ber að ofan í gallastuttbuxum að drekka bjór á svölunum. Skellti sér svo á hlírabolnum og stuttbuxunum út að hjóla um níuleitið í kvöld (á mbl.is kemur fram að það var 7.stiga hiti í Reykjavík kl.21). Virkaði ekkert mjög fullur þá.
Annars hefur einstæði faðirinn ekkert sést í háa herrans tíð. Við sambýliskonurnar erum að sjálfsögðu með kenningar um það hvað orðið hefur um manninn. Jónína heldur því fram að hann sé kominn á sjóinn, fari á svona mánaðartúra. Mér finnst þetta góð kenning. Mér finnst einnig trúlegt að hann sé bara hættur að reykja. Hann hefur því litla sem enga ástæðu til að fara út fyrir hússins dyr. Hann getur bara setið við tölvuna óáreittur daginn út og inn. Önnur kenning er að hann sé svo hræddur við dópdílerinn eftir að þeim lenti saman um daginn. Hann sé því farinn að reykja inni bara. Og laumist óséður bakdyrameginn út í Krambúð til að kaupa sígó. Annars sá ég hann svona í návígi eftir áramótin einhverntíman og leist eiginlega ekkert á hann. Hann er pínulítill og asnalegur. En hei, allt er hey í harðindum!


Lögreglumennirnir ráða ráðum sínum eftir að hafa staðið eins og aular fyrir utan hjá nágrannanum í u.þ.b. 30 mínútur.

Monday, May 22, 2006

The way icelandic princesses have fun

Við stelpurnar fórum út að borða á föstudaginn. Fórum í kjóla, settum á okkur mikinn augnskugga og varalit og í háhælaða skó. Borðuðum humar, lamb, sólkola og súkkulaði. Drukkum Pinot Grigio 2001, Cabernet Sauvignon 2003, Bordeaux 2001, portvín og cosmopolitan. Mikið gott og við vorum mikið sætar.


The girls

Brynja kom eftir matinn og heiðraði okkur með nærveru sinni. Húnn fékk rauðvínsglas og leit að vanda út eins og grísk gyðja.


Breezer

Mér fannst ég nú líka bara nokkuð sæt!


La bombe sexuelle

Við erum mjög kúltíveraðar ungar konur og ræddum heimsmálin af mikilli alvöru. Æskulýðsstarfsmaðurinn, tóbaksvarnarfulltrúinn og vinnusálfræðingurinn höfðu mikið um stöðu vímuvarna á Ísland að segja, í ljósi nýrrar könnunar sem gefur til kynna að vímuefnaneysla unglinga hefur minnkað. Niðurstöður sem eru þvert á það sem fólk í meðferðargeiranum upplifir. Komandi kosningar báru vitaskuld einnig á góma og vorum við barnlausar konurnar sammála um að gjaldfrjáls leikskóli ætti ekki að vera forgangsverkefni í borginni eins og staðan er núna. Listahátíð, ástandið í Súdan, sauðburður, ítölskunámskeið og veðrið voru einnig á meðal umræðuefna. Eins og sjá má á myndunum voru málin rædd af mikilli alvöru.


The things that matter


Kosningarnar ræddar

Nei svona í alvöru þá vorum við svona nokkuð dannaðar mestallan tímann og ræddum málin í alvöru. Við erum mjög klárar sko.
Eftir dinnerinn kíktum við á djammið. Lentum allar á sjéns. Lýsandi fyrir þann föngulega hóp karlmanna sem gerðu hosur sínar grænar fyrir okkur er 21 árs bólugrafni guttinn sem hékk utan í mér á Kaffibarnum og elti mig svo heim og nörra útlendingurinn sem vildi bara tala um óhollustu flúors og msg við heilsusálfræðinginn. Hvernig stendur á þessu? Ég er alveg hætt að skilja!
En allavegana gaman þá sjaldan sem maður lyftir sér upp :=)
Sem minnir mig einmitt á það að Marian bauð í Júrovisjón dinner á laugardaginn.


Marian

Þar borðaði ég humar, túnfisk og nautalundir í góðum félagsskap við dúndrandi undirleik eðal júróteknótrashhevímetalballöðumjúúúsikkk. Gott partý.

Loksins loksins gerðist eitthvað (af viti) í Lost

Wednesday, May 17, 2006

Gaman



Ég hef nú aldrei verið við kvenmann kennd. En sjitt hvað ég skil lessur. Ég var að koma af tónleikunum með Cocorosie og þvílíkur kynþokki. Afar hressandi tónleikar. Sætar stelpur og tónlistin afbragð. Bestu tónleikar sem ég hef farið á lengi.



Systurnar sætu

Bumba

Ég hafði talsverðar áhyggjur af því að vera of feit þegar ég var tíu ára. Ég hafði þá einhverja hvolpafitu, enda vel alin af lambakjeti, rjómamjólk og sykruðum pönnukökum. Ég var stuttklippt og gestkomandi héldu iðulega að ég væri strákur þar sem ég hljóp sjálfala um túnin með bumbuna út í loftið, í heimasaumuðum smekkbuxum með hundana á hælunum. Af þessum sökum hugsaði ég í fyrsta og trúlega eina skiptið alvarlega um það að fara í megrun. Megrunin fór út um þúfur sem gerði þó ekkert til þar sem pönnukökurnar fóru allar að fara í lengdina fljótlega eftir tíu ára aldurinn. Fjórtán ára var ég orðin tæpir tveir metrar (180 cm) og tæp fimmtíu kíló með hár niður á mitt bak. Þá hélt enginn að ég væri strákur en guð einn veit hvað fólk hefur haldið um horrengluna síbrosandi með spangirnar og rauðu kinnarnar! Síðan þá hef ég alltaf verið frekar grönn án þess að hafa þurft að hafa mikið fyrir því. Reyni bara að hreyfa mig nóg og sleppa svona einstaka snickersstykki. Ég tek það nú samt fram að ég hef þyngst heilan helling síðan ég var fjórtán ára og kílóin eru nú talsvert nær 100 en 0, alltílagi með það. Bumban mín góða sem ég hafði hvað mestar áhyggjur af um tíu ára aldurinn hefur þó eiginlega alltaf verið til staðar. Þessi bumba hefur oft og tíðum farið ansi mikið í taugarnar á mér. Sérstaklega þegar hún lafir upp yfir buxnastrenginn og þegar fólk spyr mig hvort ég sé ólétt, sem gerðist síðast í gær. Nú velti ég því fyrir mér hvort ekki sé nóg komið af pirring út í bumbuna góðu. Á ég kannski að fara að borða kellogs special k í öll mál í þrjár vikur og mæta þannig bumbulaus á Austurvöllinn í sumar. Ég get líka reynt að gera þrjúhundrum sit ups á hverju kvöldi í mánuð og mætt þannig með þvottabretti í laugarnar. Trúlega ekkert óyfirstíganlegt verkefni. Eða á ég ekki bara að sætta mig við mitt vaxtarlag og (van)kanta. Kaupa mér gallabuxur sem ná upp að brjóstum (sem mér finnst reyndar hroðalega smart) og hætta að ganga í óléttukjólum.
Jahérna hvað ég hlýt að lifa áhyggjulausu lífi ef þetta er mitt helsta áhyggjuefni í dag!

Tuesday, May 16, 2006

Crazy fish

Brynja er komin heim, jibbí!


Og fjörfiskurinn er farinn, jeih!

Og Bubbi rockar.

Thursday, May 11, 2006

Oh so fresh

Ég vaknaði fyrir hádegi í gær og dreif mig út að hjóla á heiðbláu gírahjóli. Ég skellti mér í stuttbuxur og sólgula íþróttatreyju, tók hárið frá andlitinu með appelsínurauðri hárspöng og setti hressandi tónlist í eyrun. Hjólaði svo um vesturbæinn eins og ég ætti lífið að leysa. Stoppaði við og við og horfði út á hafið og hugsaði: Lífið er yndislegt. Fór svo í ræktina seinnipartinn, lyfti lóðum og gerði magaæfingar. Stemmningin: She´s fresh, she´s so fresh and exciting to me!
Í dag drattaðaist ég á fætur eftir hádegið einhverntíman og klæddi mig í gráan alklæðnað. Rölti svo með hárið ofan í augum á dimmasta og reykmettaðasta kaffihúsið í Reykjavík. Hlammaði mér niður ein út í horni með sterkan latte og möffins og heklaði úr ferskjulitu útsölugarni. Fannst ég verða að vega upp (já eða niður) á móti öllum ferskleikanum í gær. Stemmningin: You´ve been lying in bed for a week now, wondering how long it´ll take, you haven´t spoke or looked at her in all that time...........tiny tears make up an ocean, tiny tears make up a sea........how can you hurt someone so much youre suppose to care for, someone you said you´d always bee there for. Þvílík dramantík, þvílík snilld. (Tiny tears m. tindersticks, næstflottasta lag í heimi)
Gvöð einn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En hitt veit ég að í sauðburð ætla ég um helgina. Jibbí jóh jibbí jeih!


Stuart Staples söngvari Tindersticks, fáránlega kynþokkafullur

Monday, May 08, 2006

Ekki ráð nema i tima se tekið

Nú eru tæpir 11 mánuðir í daginn stóra og ekki annað að gera fyrir vini mína og vandamenn en að fara að undirbúa sig. Ég hef hér útbúið lítinn tossalista sem gott gæti verið að fylgja.
1. Safna hári
2. Mastera kransakökugerðina
3. Passa að verða ekki ólétt/ur (margar og fjölbreyttar getnaðarvarnir í boði. Ég persónulega mæli með skýrlífi, það hefur reynst mér afar vel í gegnum árin)
4. Plana að vera á landinu (ekkert bóhema, ég þoli ekki Ísland og verð að fara til Kóreu kjaftæði, tekið til greina)
5. Finna hið fullkomna partýdress (gott að bíða samt aðeins með þetta, þar til þema teitisins verður tilkynnt)
6. Safna freknum (um að gera að nýta yfirstandandi hitabylgju til hins ítrasta. Ég hef nú þegar safnað tugum ef ekki hundruðum eða þúsundum)
7. Finna viðeigandi umræðuefni til að hefja samræður við alla hina bóhemana, menntamennina og ónytjungana sem vonandi sjá sér fært að mæta
8. Taka hákarlalýsi og gera armbeygjur til að halda heilsunni í lagi
9. Æfa twist sporin, Dolly P taktana og slammið
10. Safna fyrir afmælisgöfinni!!!
11. Halda stuðinu gangandi

Gangi ykkur vel

Friday, May 05, 2006

OOH MÆ LORD!

Ég ætla til Martinique og Guadeloupe í febrúar 2007. Kannski fer ég eitthvað annað líka og kannski fer ég í janúar eða mars, en til Martinique ætla ég. Jeminn eini ég fæ í magann.
Stefnir allt í að 2007 verði fjandi gott ár. Og árið 2006 líka, hvernig er annað hægt þegar ég hef þetta til að hlakka til:



Hver vill memm?

Mæli með að þú hlustir á Joline með Dolly núna, besta lag í heimi.

Eg sagði osatt

Ég laug þegar ég sagði að mér hafi liðið eins og the next karate kid í gær. Ég hef aldrei séð þessa mynd og tengi bara alls ekkert við típuna. Ég hugsa hinsvegar iðulega til Rocky þegar ég fer út að hlaupa og Sarah Connor úr Terminator II er ein svalasta kona sögunnar (já ég veit hún er ekki til í raunveruleikanum) ásamt Trinity úr Matrix og Dolly Parton (og já ég veit þær eru líka feik).
Ég sagði líka ekki alveg satt þegar ég sagði að mér hafi liðið eins og Whitney Houston eftir ljósatímann. Mér leið vissulega örlítið eins og blökkukonu en þá meira kannski bara eins og hvaða blökkukonu sem er, kannski Beyoncé eða Missy Elliott. En ef ég á að vera alveg heiðarleg þá leið mér mest bara eins og Ósk Norðfjörð! en bara í smástund. Mér fór aftur að líða eins og Rocky um leið og ég hljóp af stað.
Rétt skal vera rétt

Thursday, May 04, 2006

Running wild

Ég fór út að hlaupa í rigningunni áðan og gerði 5 armbeygjur á eftir og nokkrar magaæfingar. Mér leið svolítið eins og Rocky í Rocky III eða Lindu Hamilton í Terminator 2 já eða The Next Karate Kid (Sem Hilary Swank lét einmitt í upphafi ferilsins, þetta vissirðu ekki fíflið þitt). Sérlega hressandi að finna rigninguna lemja á sér meðan maður fann svitann spretta fram, spekið leka, vöðvana vaxa og þolið aukast. Ég kom að vísu við á sólbaðsstofu og skellti mér í einn 10 mínútna túrbótíma. Þá leið mér meira eins og Whitney Houston, eftir tímann það er að segja, samt áður en hún varð krakkfíkill. Ég er náttúrlega að safna freknum fyrir afmælið þannig að ég hef ágæta afsökun fyrir heimsóknum á ræktunarstöðvar heila- og húðkrabbameins.
Dópsalinn á móti fór uppáklæddur í leigubíl áðan með sambýliskonunni. Einhversstaðar hlýtur því að vera gott partý í kvöld.
Annars er það helst af honum að frétta að hann er afar duglegur við að bregða sér ber að ofan út á svalir með bjór í hendi þá daga sem sól er á lofti. Kauði verður því trúlega heltanaður á börum bæjarins í sumar. Gott fyrir bissnessinn að vera með gott tan geri ég ráð fyrir.


Rocky running


The next karate kid að gera æfingar


Linda Hamilton að vera svöl


Frú Houston að vera hún sjálf