Ég er bara ekkert að standa mig í því að lifa hinu villta og spennandi lífi sem við er að búast af La bombe sexuelle. Var bara heima mest alla helgina að baka, elda og prjóna!!! Fór reyndar á generalprufu á leiðinlegasta leikriti ever á föstudagskvöldið. Mæli ekki með óperettunni Gestur í Iðnó, ekki nema fólk sé haldið nettri sjálfspíningarhvöt. Á laugardaginn bauð ég svo Súnu brúnu og fjölskyldu í bröns, amerískar pönnukökur og læti. Voða næs. Bauð svo Jógu spógu og Smáralingnum í mat um kvöldið. Myndaskapurinn alveg að fara með mig. Svo sátum við sambýliskonan fram á nótt og prjónuðum og drukkum hvítvín. Við vorum nú alveg opnar fyrir því að kíkja út á djammið en vorum svo brjálæðislega spenntar yfir prjónaskapnum að við bara komumst ekkert út. Já já við erum svalar vinkonurnar! Annars gerðist það meðan við sátum þarna í sakleysi okkar og prjónuðum, skvettum í okkur hvítvíni og grétum yfir The Green Mile að það kastaði einhver tómötum í eldhúsgluggan hjá okkur!!! Við vorum og erum alveg gapandi hissa yfir þessu. Ég veit nú svo sem alveg að ég er enginn engill og hef auðvitað skilið eftir sviðna jörð af hryggbrotnum ungum sveinum og það hafa jafnvel alveg ein og ein stelpa ástæðu til að vera svekkt út í mig en ég meina kommóón, tómatar! Ég veit svei mér ekki hvað maður á að halda. Held að heppilegast sé að kenna bara fullum unglingum um ósköpin. Blessaðir unglingarnir eru alltaf afar heppilegur blóraböggull.
Já já og svo vaknaði ég bara eldsnemma á sunnudagsmorguninn (fyrir hádegi svona) og skellti mér í morgunmat á Gráa köttinn með Svíanum mínum. Það var afar notalegt. Og þá komst ég að því að bærinn var auðvitað troðinn af sætum útlenskum úlpustrákum um helgina. Allir komnir á Iceland airwaves. Og ég var bara heima að prjóna. Ég sem er sjúk í tónleika og sæta stráka. Veit ekki alveg hvað er að gerast með mig. Veit svo sem alveg að blankheit og endalaust kvef (sem að er nú bara loksins alveg farið en hip hop meiðslin eru enn að pirra mig) hafa sitt að segja. Helvítis þynnkan fælir mig líka frá drykkju þessa dagana. En örvæntið ekki, ég get alveg lofað því að þetta er tímabundið ástand hjá mér. Ég er ekki EKKI hætt að djamma.
Jæja best að fara úr brjóstahaldaranum og þrífa af mér meiköppið áður en ég skunda í kröfugönguna.
Já ég þori, get og vil
4 comments:
I'm glad you havent stopped djamming. I'll see you in the Kaffibar soon
Love
Damon
Já við þorum, viljum og getum ... setið einar heima á laugardagskvöldi, sötrað hvítvín og prjónað ;-) Það er sko ekki leiðinlegt hérna hjá okkur á Baldursgötunni.
Sæl eskan, ég notaði messt allann kvennarfídaginn í eldhúsinu. Fékk eldamennsku æði og eldaði og eldaði mat af krafti.
Já staða konunnar er í eldhúsinu...
Bara ad kvitta vid og senda ther grein fra heimspressunni sem var mjog hrifin af ataki islenskra kvenna!!
Post a Comment