Takk fyrir, takk fyrir elsku fólk. Ánægð með ykkur elsku konur og Einar og Stevie Wonder. Takk fyrir elskuleg komment og skemmtilegheit. Ég var búin að ákveða að setja ekkert inn fyrr en að það væru allavegana komin 20 komment og núna eru komin 20 svo að hér sit ég og skrifa. Jónína situr reyndar við hliðina á mér núna í sinni tölvu og les bloggið og lofar að kommenta þannig að þá verða komin 20. Við erum svo miklir lúðar, vinkonurnar, sitjum heilu kvöldin saman í sitthvorri tölvunni. Með kertaljós og gúffum í okkur súkkulaði (ekki berar að neðan samt, Jónína bannar það! stundum berar að ofan bara!!!) . Ekki núna reyndar, núna sitjum við bara með hvítvín og kertaljós í tölvunum okkar (allsberar). Gott að fá sér hvítvín, það verður að segjasta. Ég bauð Áshildi sys og Sigurjóni og Gyðu í mat og við Joe9 þurftum auðvitað að opna flösku yfir eldamennskunni og svo kom þetta elskulega fólk með aðra flösku með sér og þessu sturtuðum við sambýliskonurnar í okkur með smá aðstoð frá Árbæjarfólkinu. Gaman að bjóða góðu fólki heim, borða góðan mat (ég er náttúrlega listakokkur ofan á alltsaman) og drekka gott vín. Æ djöst lovv itt.
Annars nenni ég ekkert að blogga núna. Áskorunin er enn í gangi. Só kíp onn kommentíng.
Hver er Stevie Wonder?
Kommentakerfið er í einhverju rugli svo að Jónínan getur ekki skilið eftir komment. Ég hef því svikið loforð við sjálfa mig og biðst bara innilegrar afsökunar á því elsku Gunnhildur mín. Ég lofa að svíkja þig ekki aftur.
5 comments:
halló
lufja
Eg lika, ogesslega mikid :)
Love you darling!
Kiss! Robbie.
Ég kíki nú alltaf á bloggið þitt, svo asskoti hressandi, og hef nú alveg kvittað fyrir mig sko! Ég er ekki Stevie Wonder, en mig langar að vera Stevie Wonder. Gaman að sjá að Robbie Williams skoðar bloggið þitt.
Hæ hó
ansi sniðugt svona naked hvítvínskvöld, þið kunnið greinilega að drekka hvítvín með stæl. Af hverju höfðum við aldrei svona kvöld þegar við bjuggum saman, men það var nú allavega nóg af hvítvíni ef ég man rétt :)
knus
Agú
Post a Comment