Sjitt ég hef mig ekki í að læra fyrir þetta blessaða GRE próf. Þetta hangir yfir mér en ég hangi bara á kaffihúsi. Doðrantarnir liggja á svefnherbergisgólfinu og ég ligg bara í rúminu eða sófanum. Meiri vitleysan. Var í fríi í gær, þá hékk ég í 5 klukkutíma á kaffihúsi. Er í fríi í dag og bara svaf út og hékk svo á kaffihúsi og hangi núna á netinu. Fylgist líka mikið með nágrönnum mínum útum eldhús gluggan. Núna er einstæði faðirinn sem býr beint á móti úti á tröppum að reykja. Hann reykir nokkuð mikið blessaður. En mér er samt farið að lítast ansi vel á hann. Held að hann sé að fylgjast með mér í gegnum gluggan líka. Honum hlýtur að lítast vel á mig líka. Fjallmyndarleg konan að pikka á nýja eplið sitt með kertaljós í glugganum (grínlaust) og sötrandi kaffi. Hvernig getur hann verið annað en ástfanginn af mér. Jæja nú fór hann inn að sinna syninum, krúttið. Neih sko nú fór hann út aftur. Hmmm hvert ætli hann sé að fara. Held í búðina að kaupa einhvern dýrindis mat til að elda fyrir glókollinn son sinn. Sjitt hvað ég er ánægð með nýju nágrannana. Var samt á tímabili farin að halda að þetta væri kommúna, það er svo mikið af fólki á öllum aldri að koma of fara, alltaf. Var svo komin yfir á það að verið væri að selja dóp þarna. En núna held ég að þetta sé bara s..... sko kominn aftur með fisk í poka sýndist mér :) My future husband hvorki meira né minna þakka þér fyrir!
Hitti reyndar annan future husband á kaffihúsi áðan. Nokkuð sætan spánverja sem ég þjónaði um daginn. Náði að klúðra pöntuninni þeirra þannig að einn á borðinu fékk vitlausan rétt. Ég var alveg miður mín yfir þessu, sérstaklega af því að kokkurinn var ekkert of ánægður með mig. Nei heyrðu mig nú, nú fer hann aftur út. Pottþétt að sýna sig fyrir mér!!! Já allavegana fór að spjalla við þennan spánverja áðan á kaffihúsi og hann sagðist nú bara ætla að mæta niðureftir og segja kokkinum að vera ekki með neina stæla því að ég sé svo súpernæs :) Að reyna við mig augljóslega!!!
Já já maður á eftir að gifta sig margoft og eignast börn með hinum og þessum verðandi barnsfeðrum.
Að lokum, djöfulsins eindæmis helvítis snilld er það að geta sótt tónlist á netið. Ég er ekki tæknivæddasta típan í bænum og er því bara nýbyrjuð á þessum fjanda og fuck hvað þetta gleður mig andskoti mikið. Nei nútíminn er sko engin helvítis trunta.
4 comments:
Já blessaðir nágrannarnir.
Þú ert svo skemmtilegur penni elsku vinkona ! Mér líst annars vel á your future husband :)
tu hefur nu alltaf verid voda skaldleg,
skemmtilegt blogg
Já mér verður oft hugsað til þeirra félaga í fóstbræðrum þegar aðdáun karlpeningingsins er orðin yfirþyrmandi. Þetta tekur á en svona er lífið hjá la bombe sexuelle bara, ég verð bara að sætta mig við þetta
Post a Comment