Friday, January 22, 2010

Ég vil nú samt ekki kvarta!

Ég veit ekki hvað gerðist. Ég var svalur lífskúnstner og alheimsborgari fyrir svo stuttu síðan. Ég mældi götur milljónaborgar í Asíu. Borðaði núðlur, hrísgrjón og sushi með prjónum og drakk rauðar baunir með kókosmjólk og mangósafa með. Ég dáðist að litskrúðugum fiðrildum og drakk kaffið mitt undir pálmatrjám. Ég ferðaðist neðanjarðar með fjöldanum og gekk loftgöng. Ég vann að rannsókn í mikils metnum háskóla. Þar áður lærði ég við annan mikils metinn háskóla og hjólaði slök um stræti á meginlandi Evrópu. Ég sat á terrössum við canala og sötraði öl og vín. Keypti ávexti og blóm á markaðinum og borðaði ost og döðlur í garðinum. Nú bý ég í barnaherbergi, vinn á leikskóla og tala um börn og barneignir við vini og fjölskyldu. Ég bý í Vesturbænum og nenni ekki einu sinni niður í bæ. Ég er of þreytt eftir vinnuna og tími hvort sem er ekki að kaupa mér rauðvín á barnum. Kannski flyt ég bara aftur til útlanda. En ég gef þessu nú sjéns. Hér hefur maður alltaf þraukað og vel það. Ég þarf kannski bara að yngja aðeins upp í vinahópnum, finna mér húsnæði niður í bæ og banna barna samræður utan vinnu. Þá verður þetta kannski bara fínt, stórfínt.

6 comments:

Unknown said...

Smá stökk hjá þér gæska en njóttu skersins og það sem það hefur upp á að bjóða. Örugglega fín tilhugsun að þú getur alltaf flogið út aftur á vit nýrra ævintýra.

Hrólfur S. said...

Ég lofa að tala aldrei um börn við þig, Gunnhildur.

Hölt og hálfblind said...

Ekki taka mig of bókstaflega Hrólfur minn. Þú mátt að sjálfsögðu alltaf tala um son þinn við mig. Hann er svo interesant keis, drengurinn þó að hann teljist nú varla barn lengur.

Dedda hennar Lólóar said...

Jú kvartadu bara, en veistu, nú langar mig heim, veturinn hér er alltof langur og ég er ordin leid á thessum barningi...
Vildi ég vaeri med ther á barnum, thad vaeri sko ekki leidó!
Luv,
R

Hölt og hálfblind said...

Nei það væri ekki leiðinlegt Ragna mín. Ég kem nú til Amsterdam í sumar og þá skulum við fara á barinn ;)

Unknown said...

Ha ha ég á eftir ad tala mikið um börn við þig en aðallega þó um mitt eigið. En við getum alveg talað saman á barnum.