Stuttu eftir stúdentspróf fékk ég vinnu í nærfataverslun. Þá setti ég markið hátt og einsetti mér að vera ávallt í samstæðum nærfötum. Það gekk vel í þessa 3 mánuði sem ég entist í búðinni enda tók ég kaupið mitt að mestu út í dýrindis nærfatasettum. Nú tveimur háskólagráðum síðar hef ég fengið vinnu á leikskóla og set nú markið enn hærra. Ég hef einsett mér að vera alltaf í samstæðum sokkum OG ég hef einnig sett mér það markmið að nota meiri eyliner, oftar.
No comments:
Post a Comment