Tuesday, June 23, 2009

Póstburðarpían ég

Ég get nú stolt bætt störfunum postbezorger (póstburðarpía) og keuken medewerker (eldabuska) á glæsilega ferilskrá mína. Þessi störf munu þar vera í hópi virðulegra starfa eins og sörvetrína, skrifstofublók, ráðskona og heimasæta í sveit. Ég geri allt fyrir ferilskránna mína. Hún er mér allt. Ég byrjaði að bera út póst í dag. Mér líst svona líka ljómandi vel á djobbið. Fyrstu dagana mun ég fylgja þrautreyndum póstburaðarmanni og læra listina. Í dag fylgdi ég hressum grískum homma. Hann er með sítt hár og byrjaður að fá smá skalla. Pínu þybbinn, í útvíðum gallabuxum og í snjóþvegnu gallavesti utan yfir póstburðarbolinn. Góð týpa. Hann kenndi mér ýmis trikk varðandi póstútburð. Hvernig sé best að komast yfir sem mest á sem stystum tíma. Ég er undir það búin að það muni taka mig svona fimm sex tíma fyrstu dagana að bera út póst sem á að vera hægt að bera út á þremur tímum. Þetta er viss kúnst sko. Ég er farin að hlakka til að mæta í vinnuna á morgun.

3 comments:

Jóhanna said...

hehe he Gangi þér vel í póstburðinum gæskan. Nú er ég búin að þvo í allan dag og taka til, maður er að komast í vanalegan gír eftir sældarlífið á hótel Gunnhild í Amsterdam.

Brynja said...

Ég er ekkert smá ámægð með þig!

Sigrún sys said...

:) já og þú setur svona ljómandi fína mynd með færslunni. Já þetta verður bara gaman, þú verður væntanlega útitekin og sælleg eftir þetta...og þrælsjóuð í Amsterdam!