Ég er eins og jójó. Fyrir þremur vikum ætlaði ég að flytja til Svíþjóðar. Fyrir tveimur vikum ætlaði ég að flytja til Víetnam. Í síðustu viku ætlaði ég að flytja til Íslands. Í dag ætla ég aftur til Svíþjóðar. Er að safna liði í hópflutning. Fyrir viku var draumastarfið mitt í sumar póstútburður. Í dag er ég að spá í að gefa það upp á bátinn fyrir barnapössun. Stundum sef ég ekki fyrir áhyggjum, er niðurdregin og fúllynd. Aðra daga truflar ekkert svefninn. Er sjúklega hamingjusöm og áhyggjulaus. Finnst lífið ekki geta verið betra. Í dag er ég mitt á milli. Ég er sátt og það kemur í ljós hvað verður.
No comments:
Post a Comment