Friday, May 08, 2009

URSUS ROTER - THE SURPRISE FROM ICELAND

Í Grikklandi drekka menn Úrsus roter vodka, the surprise from Iceland. Allir halda að vodkinn sé ekta íslenskur. Að partýið sé nonstop á Íslandi og allir drekki Úrsus. Vodkinn er í raun framleiddur í Skotlandi þó að á flöskunni standi að hann sé framleiddur úr "sloe berries" eftir íslenskri fjölskylduuppskrift.
Ég drakk nú þennan rauða mjöð heilt kvöld til að sýna það og sanna fyrir liðinu að Íslendingar kunna sko að drekka og djamma þó að við höfum aldrei heyrt um Úrsus. Ja nema auðvitað Hjalta Úrsus. Mjöðurinn smakkaðist ágætlega og ég var í góðu stuði.

2 comments:

Sigrún sys said...

bíddu bíddu hvaða rugl er þetta?

Linda said...

Hahahaha ekkert smá fín auglýsing ...