Það teygðist á hugsana fríinu. Það er samt planið að byrja aftur að hugsa á morgun. Enda orðin heltönuð og massamössuð. Orðin ljóshærð af allri útiverunni og eyeliner línan orðin ískyggilega þykk og nær næstum aftur að eyrum. Ég er farin að þekkja alla í Grey's Anatomy með nafni og veit upp á hár hver hefur sofið hvenær hjá hverjum. Þetta lið er allt saman farið að fara í taugarnar á mér. Vælandi vinnualkar með brókarsótt upp til hópa. Á morgun á að byrja að rigna og ég ætla að hanga allan daginn í tölvuverinu og hugsa og skrifa. Ætla nú að lesa Tolstoy fyrir háttin. Hripa kannski niður eina ferskeytlu fyrst.
No comments:
Post a Comment