Thursday, May 28, 2009

The good manners of gossiping: Prohibiting self serving behavior

Ég kláraði masters verkefnið mitt áðan. Jeih. Fagnaði því með því að taka með mér heim döner og kippu af bjór. Hlusta á The Smiths. Taka smá kojara a la Bukowski á þetta. Nema hvað hann hefði líka splæst í viskíflösku. En hann hefði fengið sér döner í tilefni dagsins ég er alveg viss um það. Ég væri nú að öllu jöfnu á barnum að fagna þessu. En ég er eitthvað hálf slöpp. Hor og hausverkur. Og pínu dofin. Það er búið að vera langur prósess að klára þetta verkefni og ég var komin með leið á þessu. En nú er skýrslan tilbúin og ég á bara eftir að halda fyrirlestur um snilldina. Rúlla því upp 29. júní. En nei nei ég er ekki búin. Ég þarf að gera aðra rannsókn. Og jú planið er enn að fara til Hong Kong í haust. Í tvo mánuði. Stefni á útskrift í nóvember. Og svo. Og svo?

10 comments:

Fanney said...

Til hamingju med sludrid! Skal! Astralskt raudvin herna megin.

Anonymous said...

Til hamingju með þetta ljúfan :-)

Jónína

Linda said...

Til hamingju með þetta Gunnhildur mín!!! Þvílíkt afrek ...

disa said...

til hamingju með verkefnalok systir kær:-)

Hölt og hálfblind said...

Takk takk :)

Kristján said...

Til hamingju!

Hrefna said...

Innilega til hamingju elsku vinkona!

Anonymous said...

Til hamingju með áfangann mín kæra.
Knús og koss frá Öldu

Anonymous said...

Til hamingju með þetta. Verst að geta ekki skálað í kampavíni með þér. Við gerum það bara í sumar í staðinn. kveðja Áshildur

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir hamingjuóskirnar :)