Friday, May 01, 2009
Appelsínugult teknó
Þjóðhátíðardagur Hollendinga var í gær, drottningardagurinn. Það er merkilegur dagur, mjög merkilegur. Og skemmtilegur. Amsterdam breytist á einum degi í eitt allsherjar appelsínugult teknóreif. Allir glaðir, allir fullir, allir í miðborg Amsterdam. Það var bongóblíða og ég var líka glöð. Brjálæðingurinn þarna í Apeldoorn náði ekki að spilla gleði minni þar sem ég frétti ekki af þessu fyrr en eftir að heim var komið. Dagurinn byrjar á því að fólk fer út á göturnar og selur dótið sitt. Allskyns skran, föt og drasl. Mestu pæjurnar mæta snemma og versla eins og vindurinn. Ég er ekki ein af þeim og fór ekki út fyrr en á hádeg. En markaðsstemmningin er fram eftir degi og ég náði að kaupa mér rosa fína tösku á eina evru. Seinnipartinn hélt ég svo ásamt fjöldanum niður í miðbæ. Mesta fjörið er meðfram sýkjunum sem eru troðfull af bátum. Bátarnir eru svo troðfullir af fullu appelsínugulu fólki. Og allir spila teknó og dansa og eru glaðir. Teknóinu er blastað úr massívum græjum á bátunum. Fólkið sem býr við sýkin er svo margt með partý fyrir utan hjá sér. Spilar tónlist og selur drykki. Barir eru líka með partý fyrir utan hjá sér. Það er eitthvað magnað við þennan dag. Almenn gleði og geðveiki. Mæli með því að fólk leggi leið sína til Amsterdam einhverntíman 30.apríl. En maður þarf auðvitað að vera svolítið fullur og hress til að meika allt þetta appelsínugula, allt teknóið, allan bjórinn, allt fólkið. Teknó teknó teknó.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sællar minningar! Mæli líka eindregið með ´essu. Umpfa-umpfa, gleði, gleði.
Post a Comment