Friday, March 27, 2009
Síðasta blogg við Looiersgracht
Ég flyt á morgun. Ég hlakka til að búa á nýjum stað. Alltaf svolítið spennandi að flytja. Byrjun. En mikið svakalega er samt erfitt og streituvaldandi að flytja. Og mikið svakalega á ég mikið dót. Fjall af fötum og skóm. Nokkrar bækur og geisladiskar. Ég sanka að mér dóti þó ég eigi ekki neitt. Ég er allavegana það heppin að eiga engin húsgögn. Djöfulsins bömmer væri það. Ég myndi deyja núna strax ef ég vissi að ég þyrfti að bera sófa og heimilistæki upp á fjórðu hæð á morgun. Best að forðast það eins lengi og mögulegt er að eignast hluti. Ja nema auðvitað fleiri skó og skartgripi. Amen og hallelúja, ef guðirnir lofa mun ég eignast fleiri fleiri pör af fínum skóm það sem eftir lifir. Góða nótt, þarf að vakna snemma til að þrífa klósett.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Gangi þér vel á nýjum stað Gunnhildur mín. Það er alltaf gott og hressandi að flytja öðru hvoru, spurðu bara Áshildi... :-)
Þú ert dugleg.
Kveðja
Ása Björk
Gangi þér vel í flutningunum!
Góða skemmtun í nýju hverfi! Alltaf hægt að hjóla aftur til Jordan og hafa það huggulegt þar líka öðru hvoru.
Já við Ása Björk erum sérfræðingar í flutningum. Ég held ég hafi búið á 17 stöðum um æfina án gríns. Það er kominn tími á að hitta þig og sjá nýjar vistarverur. Er pláss fyrir gesti og gistingu?
kveðja Áshildur
Jaha tad er plass fyrir gesti! Skella ser i heimsokn?
ummm...vor í Amsterdam hljómar vel.
Væri gaman að skella sér í kreppuferð:-)
Gangi þér vel að koma skónum þínum fyrir á nýja staðnum.
Hvernig er á nýja staðnum?
Post a Comment