Ég er búin að vera á massívu bíómyndafyllerí undanfarið. Hef setið og legið og horft og horft. Enda búin að vera endalaust lasin og þunn. Stundum bæði í einu. Stundum bara löt og melankólísk. Vorið bíður fyrir utan og bankar á dyrnar en ég er ekki tilbúin að fara til dyra alveg strax. Enda ekkert svo hlýtt úti þó að sólin skíni. Þetta fer samt að koma. Kannski hættir að snjóa á skeri einhvertíman og ég verð tilbúin að taka á móti vorinu á meginladinu. Hlusti á fuglana, vorboðana ljúfu sem góla að ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Sem er satt. En.
Ég horfði á The Straight Story í dag og Reservoir Dogs. Mikið hvað ég elska hann Steve Buscemi. Það er bara varla eðlilegt. Horfði á Blue Velvet í fyrsta skipti um daginn og Mystery Train. Mr. Buscemi leikur líka í Mystery Train. Góð mynd leikstýrt af Jim Jarmusch. Svo horfði ég á Vertigo Hitchcoks. Langar mikið að horfa á meiri Hitchcock. Svo horfði ég á Shanghai dreams fyrir smá Kína fíling. Og Crimes and Misdemeanors. Ég hafði aldrei séð hana áður og held svei mér þá að það séu fleiri Woody Allen myndir sem ég hef aldrei séð. Jess! Svo horfði ég á Godard myndirnar Vivre sa vie og A bout de souffle. Godard er voða smart. Sá The Wrestler í bíó um daginn og fannst hún góð. Næstum eins góð og Rocky.
En nú er ný vika byrjuð og ég ætla að vera dugleg að læra. Je je.
No comments:
Post a Comment