Thursday, January 29, 2009
Wednesday, January 28, 2009
Tuesday, January 27, 2009
Framtíðin er lesbískur forsætisráðherra
Það er allt að gerast hjá mér. En líka ekkert. Ég hugsa og hugsa og plana en geri svo ekkert. Horfi á sjónvarpið og hekla. Er nú að rembast við að vinna í mastersverkefninu mínu. Sit í labinu og hekla á meðan ég læt þátttakendur sitja við tölvu í klefa og svara spurningum. Svona eru sálfræðirannsóknir. Áhugaverðar! Ég er að skoða það í hundraðasta en síðasta sinn hvort ég geti farið og gert rannsókn í Hong Kong. Góðar líkur á því en áhuginn hjá mér hefur eitthvað dalað. Peningar setja strik í reikninginn. Væri líka gott að eyða bara vorinu á hjóli við sýkin í Amsterdam. Vinna í að finna mér phd stöðu og hollenskan kærasta. Hafa upp á skáldinu. Eða bara einhverju skáldi. Kaupa blóm og drekka Heineken. Bhaaaaa!
Monday, January 26, 2009
Skáldið
Nei ég ætla ekki að skrifa um pólitík. Ég er samt hress með þetta og vil fá Jóhönnu Sig sem forsætisráðherra fram að kosningum. Og bara eftir kosningar líka. Hún er töffari kellingin sem ég fíla. En já ég semsagt (var að komast að því 32 ára konan, nei óh bara 31 ennþá, að semsagt er skrifað í einu orði, svo lengi lærir sem lifir eða eitthvað, whasssupp!) fór og hlustaði á sætt hollenskt skáld í flauelisbuxum blaðra í útvarpsviðtali á borgarbókasafninu í kvöld. Hann talaði mikið og á hollensku. Ég skildi ekki neitt. Ég er að pæla í að skella mér á hollenskunámskeið. Ætla svo að leita skáldið uppi, giftast honum og prjóna á hann lopapeysu. Flytjast til Groningen eða Gouda. Mikið geta Hollendingar annars verið þreytandi málóðir dónar.
Thursday, January 22, 2009
Byltingin og ég
Og á meðan Ísland brennur þá horfi ég á sjónvarpið og brenni ilmkerti. Fæ mér piparmyntute. Mér finnst pínulítið eins og ég sé að missa af einhverju. Byltingu. En það kemur önnur bylting eftir þessa. Eða ekki.
Sunday, January 18, 2009
Svona er lífið.
Á meðan vinir mínir gifta sig og skilja, spýta út úr sér börnum, fá draumastörfin og missa, kaupa íbúðir og missa, þá dett ég bara í það og missi það. Dansa fram á morgun. Vona að ég verði ekki ólétt og eigi fyrir leigunni um næstu mánaðarmót.
Friday, January 16, 2009
Thursday, January 15, 2009
Monday, January 12, 2009
Viðkvæmt blóm
Ég eyddi síðustu tveimur dögunum á Íslandi í drama og grátkasti. Ég er viðkvæmt blóm. Töffarinn sjálfur. Finnst svo erfitt að fara frá fólkinu mínu. En nú er ég komin "heim" til Hollands. Þar sem fólk skautar um á sýkjunum og hjólar eins og það eigi lífið að leysa. Skreytir húsin sín með túlípönum og dregur ekki fyrir gluggana af því það hefur ekkert að fela. Hér er gott að vera. Búin að kveikja á kertum og svona. Fara í freyðibað og drekka te. Datt í hug að efna áramótaheit og eyða kvöldinu á barnum við hinn enda brúarinnar. Átti það skilið eftir að hafa massað fyrsta daginn í labinu. Pínu streitt en ekkert svo. Ekkert sveitt. En nei nei tedrykkja og tiltekt og bað hafði yfirhöndina. Kelling. Ég fer á barinn í vikunni. Ég lofa. Kannski bara oft. Þá verð ég full kelling. Mikið var annars gott að koma heim og hitta fólk. Fannst ég þó einhvernveginn sjá alla í mýflugumynd. Suma sá ég ekkert. Aðra á hlaupum. Bari bæjarins skoðaði ég lítið. Kúreka sá ég ekki. Enda eru þeir bara heima að daðra á facebook. Börn sá ég mörg. Krúttin.
Mynd. Ég í bleikum náttbuxum með nýja uppáhalds. Gunnhildibrand Sigrúnarson.
Mynd. Ég í bleikum náttbuxum með nýja uppáhalds. Gunnhildibrand Sigrúnarson.
Monday, January 05, 2009
2009
Árið leggst bara vel í mig. Það er samt talsverð óvissa í gangi. Sörpræs sörpræs. Ekki er ég á leiðinni heim eftir útskrift. Hvenær sem ég á svo eftir að útskrifast. Ég held ég sé ekkert á leiðinni til Hong Kong. Á samt erfitt með að afskrifa það algerlega. Kannski fer ég bara í haust. Það er samt freystandi að drífa í útskrift og fara að vinna fyrir alvörupeníngum, evrum. Vera bara í Hollandinu. Fara í doktorsnám. Nei þessi færsla lofar ekki góðu fyrir þetta blogg. Annað áramóta heitið mitt er einmitt að fara að taka hlutina pínulítið alvarlega. Vinna í náms og starfsframanum. Ég verð samt trúlega búin að gleyma þessu fljótlega. Farin að hanga bara heimsk og skrifa um strákana, partýstandið, kettina. Hitt áramótaheitið er að hanga svolítið meira á barnum hinum megin við sýkið. Sjitt ég trúi því varla að ég búi við sýki í Amsterdam eftir tveggja vikna dvöl á skeri. Finnst eins og ég hafi aldrei farið. Allt við það sama.
Friday, January 02, 2009
Ég stend við það sem ég skrifa
Gleðilegt nýtt ár
Subscribe to:
Posts (Atom)