Það hefur verið óvenju rólegt hjá mér undanfarið. Verið prjóna þema hjá mér. Kertaljós og rólegheit. Horft á stórslysamyndir í sjónvarpinu. Ísöld og eldgos. Lært það sem ég hef þurft að læra. Sleppt því að djamma. Bakað brauð, farið á markaðinn, borðað ost og súkkulaði. Stundum út að hlaupa. Ætli þetta verði ekki bara svona fram að jólum. Gott. Mikið hlakka ég annars til jólanna.
3 comments:
Þú ert flink í að lifa, vinkona. Hvenær kemur þú svo til landsins?
Var að elda kjúklingaréttinn þinn, mikið ótrúlega var hann góður!
hlakka til að fá þig heim um jólin.
Knús
Post a Comment