Thursday, November 06, 2008
Betra líf
Mér þykir fólk ekki vera sérstaklega áhugasamt um ástarlífið mitt. Það er kannski ekki nógu krassandi. Hversdagslífið er það hinsvegar. Í dag til dæmis vaknaði ég klukkan 10:00. Snúsaði til 10:30. Fór þá fram úr og bjó mér til espressó kaffi, eldaði hafragraut og hrærð egg. Horfði á euronews meðan ég borðaði þetta. Í fréttum var Obama. Nú svo settist ég í kósíhornið klukkan 12:00 og las grein um need to belong. Smabýliskonan kom fram klukkan 13:00. Ég spjallið við hana, hitaði vatn og fékk mér grænt te og las áfram. Klukkan 15:00 fór ég á barinn hinum meginn við kanalinn og drakk kaffi með þýska hommanum og serbnesku sambýliskonunni. Við ræddum skólann, óléttur, kynskiptiaðgerðir,síðustu helgi og komandi helgi. Kósí stund með krökkunum. Nú svo hjálpaði ég sambýliskonunni að setja keðjuna á hjólinu hennar aftur á sinn stað. Fór svo í búðina og keypti í matinn, ost, mandarínur, tvær gerðir af ávaxtasafa, rósavínsflösku, ferska basilíku, tómata, hafrakex, bíólógíska mjólk og jógúrt, túnfisk, ger. Fór heim og fékk mér heimabakaðar brauðbollur með osti og berjasafa. Tvær mandarínur í eftirrétt. Kveikti á kerti og setti Sonic Youth á fóninn. Las tvær vísindagreinar. Klukkan orðin 20:00. Út að skokka með Pál Óskar í eyrunum. Hann er alltaf jafn hress. Hljóp í Vondelpark. Hvaða fræga söngkona bjó aftur þar sem dópisti og útigangskona? Heim aftur. Lyfti handlóðum og gerði magaæfingar og teygði á. Hitaði upp pastaréttinn síðan í gær, bætti við ferskri basilíku og parmesanosti. Settist við tölvuna og skrifaði þessa æsispennandi lýsingu á deginum. Klukkan er nú 21:30. Þarf að lesa einn kafla um social identity motives in evolutionary perspective fyrir morgundaginn. Ætla að gera það og fá mér jógúrt í eftirmat. Svo þarf ég að baða mig, prjóna kannski smá fyrir háttin eða lesa mér til yndis. Hefði þurft að lesa miklu miklu meira í dag. En svona gengur þetta
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Mig langar út að skokka núna og hugsa bara svona um sjálfa mig í nokkra daga :)
Sigrún
þú ert alveg ferlega bissý, brjálað að gera. Spurning hvað þú þurftir að borga margar evrur fyrir matinn og hvað ætli það geri síðan umreiknað í handónýtir ISK.
Ég skoða síðuna þína oft á dag af miklum áhuga í von um ferskar fréttir. Gaman að lesa um hversdaginn. Sá fyrir mér fínu súpermarkaðina. Ég sakna þín.
Post a Comment