Thursday, September 11, 2008

Soldið gaman að nördast

Ég sit núna og drekk myntute.
Er að hugsa um að kveikja á kertum.
Ætla að setja Chet Baker á fóninn eða kannski hlust á nýja Sigur Rósar diskinn.
Keypti mér 500 GB harðan disk í dag.
Sótti hjólið á Amstel station.
Önnur kisan ældi á gólfið þegar ég var að borða hádegismatinn.
Mig langaði í allt í ritfangaversluninni í gær. Keypti mér tréliti og skrifborðsmottu með mynd af jörðinni í pastellitunum.
Ég er soldið hrædd um að þetta blogg verði bara um tedrykkju, kisur og lestur sálfræðigreina í vetur.
Ég verð að muna eftir rokkinu. Drekka bjór og tjékka á strákunum. Skrifa það í minnisbókina mína.
Bæ ðe vei var að klára Minnisbók Sigurðar Pálssonar. Úrvalslesning þar á ferð.

3 comments:

Hrólfur S. said...

Hann Sigurður er svo yndislegur.

Anonymous said...

já ég vissi ekki að þú værir svona mikið fyrir te, ertu farin að sulla í þig svona Hollensku te? Súna

Hölt og hálfblind said...

Já hann minnir mig alltaf á þig Hrólfur hann Sigurður eða kannski minnir þú mig á hann.
Jú ég er mikið fyrir te. Það er mikið svona stemmnings. Er mest fyrir einhverskonar yoga grænt kryddað austurlenskt te. Myntute er líka rosa gott.