Ég gleymdi nördaskapnum um stund á föstudaginn. Þambaði rauðvín eftir prófið mitt sem gekk bara vel held ég vona ég. Bauð fólki heim í kósíheitin, þambaði meira rauðvín og bauð upp á dansiball með nýjasta nýju í íslensku tölvupoppi, FM Belfast og Motion boys, bauð upp á Opalvodka. Hann fór misvel í fólk. Hafði ekki svo mikil áhrif á mig, læknaði suma af kvefi, hálsbólgu, magaverk og hausverk, aðrir höndluðu mjöðinn ekki vel og voru pikkaðir upp af löggunni á heimleiðinni. Bannað að hjóla fullur í Hollandi og við því eru ströng viðurlög. Samt hjóla hér allir fullir. Alltaf allir að hjóla. Nema ég sem er enn ekki búin að kaupa mér nýtt hjól. Sárvantar hjól.
Annars er bara ágætis stuð og stemmning. Búið að vera sól og blíða og sýkin enn á sínum stað, bátarnir, blómin og hjólin auðvitað. Ekki rekist á neina asna undanfarið. En kettirnir eru enn jafn spes. Var næstum búin að skjóta þann stóra í morgun þegar hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að vekja mig klukkan hálf sjö. Ja allt nema mjálma. Hvorugur þeirra kann að mjálma. Gera sig líklega til að mjálma eru með það á vörunum en svo pípir bara svona rétt í þeim. Sérstakt.
Þessir voru ekki í partýinu en virðast fíla Opal.
1 comment:
Fallegir samstúdentar. Greinilegt að ópalið bætir, hressir, kætir.
Post a Comment