Það gerist ekki margt mjög spennandi hjá mér þessa dagana. Lífið snýst um að læra, læra og læra meira. Ég tók þó þátt í áhættuatriði um helgina. Þannig var mál með vexti að á sunnudaginn var ákaflega gott veður, sól og blíða. Ég ákvað að nota tækifærið, líta upp frá lestri fræðigreina og koma mér fyrir úti í garði með bók til yndislestrar. Ég plantaði mér niður með kaffibolla, kexköku og íslenska spennusögu undir gríðarstóru kasatníuhnetutré sem príðir garðinn miðjann. Hóf lesturinn og sötraði kaffið. Fékk mér bita af ljúffengri lífrænni kexkökunni. Og þá búmm! og aftur búmm! búmm! búmm! Yfir mig rigndi kastaníuhnetum og það af miklum krafti. þær þurfa nefninlega mikinn sprengikrafti til að sprengja utan af sér hýðið þegar þær koma til jarðar. Og þeim virðist vera nett sama um á hverju þær lenda. Mér leist ekki á blikuna. Fannst eins og þetta gæti verið hálfgert drápstól. En ég ákvað að taka sjensinn. Taka áhættu í annars tilbreytingasnauðu lífi mínu. Sitja undir trénu og halda áfram að lesa. Ég slapp með skrekkinn, ég er hér enn, engin þeirra lenti á höfði mínu, stútfullu af bulli og vitleysu um félagssálfræði, huldu grásprengdu hári. Já maður verður víst að taka einhverja sjensa í þessu lífi, annars hefur maður ekkert að blogga um.
9 comments:
sniðugt, þetta hlægir mig. En eru þær ekki líka flottar svona nýsprungnar? Mig langar að hafa svona hnetur hér heima...Sigrún
Taktu nokkrar og glóðaðu yfir opnum eldi...ekki verra ef elskuhugi er þér við hlið á meðan á því stendur.
Kveðja -Ása Björk
Jú þær eru mjög smart en eru víst óætar.
Nei nei, það má rista þær!
Ég man að sígaunarnir voru óðir í að tína kastaníuhnetur á haustin í Ungverjalandi, í harðri samkeppni við íkornanna.
Já ok ég þarf að skella þessu á pönnuna bara
Eru kastaníuhnetur þá sem sé hin hollenska, lífræna útgáfa damóklesarsverðsins?
-Kardinálinn
Nú, ég hef sem sagt lesið mér til um kastaníuhnetur og hvort þær séu ætar. Í einhverjum tilfellum eru þær ætar en þessi tiltekna tegund, Hesta kastaníuhnetan (Horse chestnut) skils mér að sé ekki æt. Úr henni má þó útbúa lyf gegn einhverju sem ég man ekki hvað er. En þær eru ennþá voða smart.
Já já lömbin mín.
Post a Comment