Saturday, September 06, 2008

Gunnhildibrandur Ari Timberlake

Jú ég byrjaði í skólanum á mánudaginn. Í fyrsta tíma er venjan að fólk kynni sig, segi til nafns og stuttlega frá bakgrunni sínum. Það er nú orðinn fastur liður að fólk fái lítið skemmtiatriði í þessum tíma. Það bíða sem sagt allir spenntir efitir að ég segi til nafns. Fólk horfir á mig með bros á vör og svo er beðið eftir viðbrögðum kennarans. Hann setur upp undarlegan svip, skellir létt upp úr og biður mig að endurtaka nafnið og stafa það loks. Allir hrista höfuðið og flissa mikið, þeir sem þekkja mig senda mér samúðarblik en þeir sem ekki þekkja mig horfa á mig eins og ég komi frá annari plánetu. Ef ég eignast einhverntíman son ætla ég vissulega að skíra hann Gunnhildibrand en ég er að hugsa um að gera honum greiða og skíra hann kannski Gunnhildibrand Ara eða jafnvel bara Gunnhildibrand Svein. Gunnhildibrandur Ari Petterson. Gunnhildibrandur Sveinn Timberlake. Gunnhildibrandur Benjamín Del Toro. Drengurinn getur þá kannski bara kallað sig Ara, Sven eða Ben í útlöndum. Þetta er svolítið þreytandi til lengdar.
Annars sit ég nú kvefuð heima hjá Hrafnhildi og horfi á eurovision dance festival. Stórkostlegt sjónvarpsefni og undarlegt að Ísland eigi þar ekki þátttakendur. Við sem erum næst best í handbolta í heimi. Það er sameignilegt þema með söngvakeppninni að rífa sig úr fötunum. Fíla það og einhvernvegin er það öllu eðlilegra í þessari keppni. Ég held að sjálfsögðu með Danmörku. Finnarnir voru líka góðir og frændur vorir og vinir Pólverjar sjarmerandi mjög. Hollendingar skilja bara engan veginn svona keppnir. Alltaf allt off og svolítið mikið glatað hjá þeim. En eins og einhver sagði gott silfur er jú gulli betra.
Á morgun þarf ég að læra helvíti mikið. Gaman að þessu.

2 comments:

Anonymous said...

Það eru nú ekki allir sem heita það sama og tignarlegt fjall sem er næg ástæða til að vera stoltur af nafninu sínu. Ekki segja mér svo að Rússar hafi unnið þessa keppni líka, skautadans kannski líka undir fiðluleik og eipkötti? Þessi keppni var reyndar líka í sjónvarpinu hér en ég var of bissí að horfa á diskó- og pönksýningu í Þjóðleikhúsinu.

Anonymous said...

Gunnhildibrandur Geir Waage?