Amsterdam er svo mikið krútt. Ég fór út að labba áðan og mætti manni með asna. Já já hann var bara svona að labba með hann eins og ekkert væri eðlilegra. Heyrð elskan ég er farin út að labba með asnan. Svo sá ég voða krúttlega búð með notað dót. Fyrir utan voru meðal annars mjög sætar hálsfestar á eina evru. Þegar ég fór inn til að borga fyrir þær þá kom í ljós að búllan var ekki bara búð heldur líka coffee shop. Eina hálsfesti og jónu takk. Á heimleiðinni ákvað ég að fá mér kaffi á barnum hinum megin við kanalinn minn. Í stólnum við hliðina á mér lá þessi líka feiti og fíni köttur. Flestir barir hér hafa kött í vinnu. Það virtist hafa verið nóg að gera hjá þessum. Nóg að éta.
4 comments:
mig langar til Amsterdam...............
...og ég væri sko alveg til í að fá þig í húsmæðraorlof hingað. Geturðu ekki hringt í einhverja útvarpsstöð og látið sponsora þig? :)
Mmmmm þetta hljómar svo vel, þetta líf í Amsterdam með öllunum köttunum, kaffihúsum, jónum og ösnum! Væri alveg til í að búa þarna í smá tíma. Gangi þér vel í skólanum og að fá þér nýtt hjól :)
xx
Ágústa
Klukk Klukk..
kíktu á bloggið mitt
Post a Comment