Nei þessi leti gengur auðvitað ekki. Ég ætla að blogga þegar ég er í borginni. Fræða fróðleiksfúsa lesendur mína um hvað drífur á daga mína on the ice island. Ekki það að ég sé sérlega stolt af því að vera frá eyjunni góðu um þessar mundir. Mér finnst svolítið eins og fólk sé að missa vitið hér, tapa sér, fríka út. Byggja bara álver og olíuhreinsunarstöðvar svo að allir geti nú haldið áfram að keyra um á jeppum og kaupa hjólhýsi. Reka svarta fólkið bara úr landi því að ekki viljum við deila þessu stórkostlega skeri með því aumingjans fólki sem er tilbúið að húka hér í rokinu með okkur. Svo hakka bara allir í sig nammi og drekka kók, henda rusli um borg og bara út um allt, allt í drasli, unglingarnir kolruglaðir, svo er kvartað undan kreppu. Ég held í alvöru talað að við hefðum bara nokkuð gott af smá kreppu. Þurfum að komast aftur niður á jörðina. Drekka vatnið úr krananum og taka strætó. Grilla á kolagrilli og spyrja útlendingana hvernig þeim líki við Ísland. Ef einhver missir vinnuna er ég sannfærð um að það vantar allstaðar fólk í umönnunarstörf, á elliheimili, sambýli og leikskóla. Það ætti að skylda allt nýríka nú gjaldþrota pakkið til að vinna í ár á geðdeild. Ég er ekki að grínast.
En hvað um það, í dag fór ég í sund og synti áttahundruð, fór í gufuna og var lengi í sturtu. Við getum allavegana verið ánægð með vatnið okkar. Ég tel það vera einn helsta kost þessa lands. Það er svo mikið og gott og heitt vatn hérna. Kannski eitthvað sem maður áttar sig ekki almennilega á hvað er mikill lúxus fyrr en maður hefur búið í úglöndum.
4 comments:
Til hamingju með Ögmund!
Ögmundur er töff. Og mér hefur alltaf þótt hann kynþokkafullur.
Amen,
kreppa 'i dag er skylgreind sem "oh shit getum ekki keypt plasma sj'onvarp idag"
Va hvad eg er sammala ther... vinkonur minar listu kreppunni sem "madur sleppir balsamic oliunni thegar madur verslar i matinn".
Ja heitt vatn (og kallt of ferskt vatn) sem og upphitud hun er thvilikur luxus ...
Goda skemmtun a landinu goda,
Linda
Post a Comment