Thursday, July 17, 2008
Sumarið er tíminn
Í gær fór ég í göngu og baðaði mig í heitum læk. Rauluðum Sigurrósar lög á leiðinni og hlupum um nakin. Það var mjög gaman. Í dag fór ég í Seltjarnarneslaugina og synti þúsund í saltvatni. Orðin rosa brún og massinn er allur að koma. Var svo í sakleysi mínu að labba í Bankastrætinu áðan þegar ég mætti Óla Stef með nýtt barn á handleggnum og konuna sér við hlið. Ég fékk sting í hjartað og tár í augun. Ég get bara ekki skilið af hverju ég er ekki konan hans. Annars er bara gott stuð á Íslandi. Ég er samt ansi hrædd um að sumarið líði án þess að ég komist nokkuð á almennilegt djamm, reyni blindfull við einhvern 23 ára rauðbirkinn kaffibarsstrák og drekki viskí í morgunsárið. Nei það gengur auðvitað ekki. Ég þarf að plana vinnulausa helgi í bænum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já þú þarft að gera það ... Hvað með næsu helgi?
Post a Comment