Saturday, July 19, 2008

Dansaði á diskóbar frá sirka tólf til sjö, bara ef það væri svo gott!

Nei ég fór ekkert í sund í dag. En ég tók hinsvegar strætó úr Grafarvoginum í morgun og aftur íann í kvöld. Lá svo í svefnmóki í sólbaði á svölunum og hlustaði á Pál Óskar syngja um ástina með teknó takti því ástin er international úú jeeee. Já ég lifi æsispennandi lífi in da city. Stefni á sveitina eftir helgina. Langar að fara í göngutúr með mömmu minni, baka kanilsnúða, drekka mikið kaffi og hlusta á rás 1.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ sæta. Hvernig væri að við færum að hittast? Ég verð að fara sjá framan í þig :)