Sunday, April 27, 2008

Moi et Marianne Faithfull


Jú svei mér þá ef lífið er ekki bara betra eftir nýju buxurnar. Nú treð ég bolum og skyrtum óhikað ofaní buxnastrenginn og hífi buxurnar eins langt upp og ég mögulega get. Gott að vera vel girtur. Það er yndisleg tilfinning að geta sest án þess að hafa áhyggjur af því að rassaskoran mín fín sé til sýnis fyrir mann og annan. Gott að geta staðið án þess að hafa áhyggjur af því að síðuspekið leki út fyrir buxnastrenginn ef ég er ekki í óléttukjól utan yfir. Og mér finnst ég algjör pæja.
Marianne Faithfull var líka með skyrtuna girta ofan í gallabuxurnar sínar. Kannski er það þroskamerki að fara að girða sig. Fólkið í salnum, sem flest var á milli fimmtugs og sjötugs, var líka yfirleitt vel girt. Nema þeir sem voru í hippamussum og lessurnar sem voru flestar í einhverskonar veiðivestum utan yfir stuttermabolina. Tónleikarnir voru ansi hreint góðir. Það verður ekki af konunni tekið að hún er kúlisti. Flottari viskírödd heyrir maður ekki og hún varalitaði sig oft á sviðinu, yfirleitt í miðjum lögum. Söng lög sem skrifuð hafa verið fyrir hana af Tom Waits, Mick Jagger, Polly Jean Harvey og Nick Cave svo einhverjir séu nefndir. Hennar eigin lög ekki síðri.

Thursday, April 24, 2008

Hong Kong here I come

Jahérna hér það virðast bara allar líkur á að ég verði í Hong Kong að ári.

Wednesday, April 23, 2008

Marianne Faithfull Interview (Part 1)

Já ég er að fara að sjá Marianne Faithfull á laugardaginn. Ansi merkileg kona þar á ferð, töffari, vísnasöngkona, rokkari, dópisti, leikkona, fegurðardrottning, kærasta, dramadrottning, tónlistarmaður, töffari. Mæli með að fólk taki sér 15 mínútur í að horfa á þetta viðtal við Marianne.

Marianne Faithfull (Part 2)

Monday, April 21, 2008

Nýtt líf

Ég var svo glöð að fá loksins penínga frá helv djö LÍN að ég fór og keypti mér rándýrar útvíðar gallabuxur sem ná upp á mitt bak og að brjóstum. Ég held að líf mitt taki nýja og betri stefnu með þessum buxum. Skinny jeans niðrá miðjan rass og skapahárum, nei takk, ekki lengur (nema kannski þegar ég nenni ekki að vera dama í útvíðum pæjubuxum eða pilsi). Og svo kom sumarið í gær. Ég er með andlit eins og epli núna, rautt ekki grænt.

Saturday, April 19, 2008

Thursday, April 17, 2008

Í fréttum er þetta helst

Það er ýmislegt að frétta. Ég er að vinna að mastersverkefninu mínu þessa dagana. Upphaflega átti þetta "bara" að vera internship en þar sem metnaðurinn er svo gífurlegur hjá mér (eða ekki!) tók ég þá ákvörðun með leiðbeinendum mínum að gera þetta bara að alvöru rannsókn og láta hana gilda sem mastersverkefnið mitt. Núna vinn ég að undirbúiningi. Er að skrifa research proposal sem fer fyrir nefnd prófessora sem metur verkefnið. Þessu propósali ætla ég að skila í næstu viku. Þetta þarf að fara fyrir siðanefnd og ég þarf að láta lesa þetta margoft yfir og vesen. Svo þarf ég að búa til heljarinnar tölvuforrit til að nota til að framkvæma tilraunina sem er um að ef fólk heldur að það sé slúðrað um það þá hemji það hegðun sína. Tilraunina ætla ég að framkvæma í haust og hef því núna tvo og hálfan mánuð til að undirbúa dæmið. Ég varð því óvænt mjög afslöppuð eftir að þessi ákvörðun var tekin því að þetta gefur mér mun meiri tíma til undirbúnings. Ég fór allt í einu að hugsa um allskyns hluti sem að ég hef barasta ekki haft tíma eða orku til að huga að hingað til. Svona praktísk mál allskonar og er farin að hlaupa og lyfta lóðum og hanga á kaffihúsum og svo er ég að skoða hvort ég komist ekki til Hong Kong sem research intern á næsta ári. Bíð nú spennt eftir svari frá tveimur prófessorum þar sem ég skrifaði til varðandi þetta. Djöfull væri ég til í Hong Kong, en ég kann auðvitað ekki mikið í kínversku!
Serbinn er týndur og tröllum gefinn. Veit ekki enn hvort hann á kærustu þar sem ég hef ekkert heyrt í honum til að komast að því. Ansans lúðinn. Næsti gjörið svo vel.
Ég hef verið nokkuð dugleg við að skokka og lyfta lóðunum undanfarnar tvær vikur. Held ég eigi samt nokkuð langt í land til að ná Madonnu. Hún er svo djöfulli mössuð og skorin kellingin. Ég er öll svona mýkri eitthvað. Enda mikið fyrir að borða bakkelsi í Hollandi. Hollenskar smjörkökur allskyns eru daglegt brauð á diskinn minn. Mmmm bláberjamöffins, og marsipan crossaint og belgískt súkkulaði og mjólkurkaffi, ristað brauð með hnetusmjöri og súkkulaði, samlokur með miklum osti og sultu, eplapæ, ostakökur og súkkulaðikökur. Ég grennist nú varla. Fitna ekki heldur enda labba ég og labba, skokka og hjóla.
Nú heim á sker ætla ég í sumar. Er í skólanum út júní og þá þarf maður að dröslast heim í kuldann og vinna af sér eitthvað af yfirdrættinum. Ég hef fengið ákaflega rausnarlegt boð um að gista í mínu gamla herbergi á Skólavörðustígnum og trúlega verð ég að vinna með unglingunum blessuðum. Það er þó enn ekki alveg víst. Ég tek enn glöð á móti atvinnutilboðum. En ég er nú bara farin að hlakka til að koma heim, drekka rándýrt kaffi í miðbænum og dást að öllum hip og kúl listaspírunum sem vappa eflaust enn um bæinn í rándýrum designerfötum í bland við Kolaportsflíkur, knúsa börnin, jesúss minn góður hvað verður ljúft að fá knús og koss frá þeim, drekka kaffi með mömmu sín, kíkja í kaffi og koníak á Klapparstíginn og mat í Vesturbæinn, Árbæinn, Grafarholtið, Kópavoginn. Já ég býst við að fá mikið af matar og kaffiboðum. En þangað til ætla ég að halda áfram að njóta þess að vera í Amsterdaminni minni, reyna að vera dugleg að læra, taka á móti gestum, fara á tónleika og skreppa kannski til Parísar eða Barcelona, Istanbúl jafnvel. Vorið er loksins komið.

Wednesday, April 16, 2008

Konan er komin með vinnu og húsnæði. Fólk getur því hætt að láta rigna yfir mig atvinnutilboðum, hætt að biðja mig um að sofa hjá sér.

Monday, April 14, 2008

Íturvaxin kona, eiturhress og harðdugleg

Unga og íturvaxna konu vantar vinnu og húsnæði á Íslandinu góða í sumar. Viðkomandi getur hugsað sér hvaða starf sem er og hvaða sófa sem er. Hún hyggst vinna myrkranna á milli enda kreppa og í kreppunni vinna konur. Prjóna þess á milli og baka lummur úr grjónagrautnum síðan í gær. Konan hyggst ekki borga neina leigu að ráði en getur vel hugsað sér að hafa auga með flatskjám, jeppum og gasgrillum á meðan fólk skreppur í sumarleyfi til heitu landanna. Hún getur líka vökvað blóm, gengið með hunda og knúsað ketti. Jafnvel litið eftir börnum ef einhver treystir henni í það. Konan er ákaflega dugleg og laghent, hefur tekið á móti lömbum, þjónað forseta vorum til borðs, lamið lyklaborð í gríð og erg með varalit og leyst ótal krísur unga fólksins. Hljómar of gott til að vera satt? Eini gallinn á gjöf Njarðar er að hún á það til að rasa út í áfengisvímu, verða klámfengin og hlusta hátt á rokktónlist, en í kreppunni hefur kona ekki efni á svoleiðis vitleysu. Það er þó möguleiki á að galsi hlaupi í konuna þegar nóttin er björt og að hún skili sér ekki heim fyrr en næsti dagur er að kveldi kominn. Konan telur ekki líklegt að hún muni sletta af slíkum krafti úr klaufum sínum oftar en tvisvar á því tímabili sem um ræðir. Áhugasamir geta haft samband við konu þessa í gegnum internetið og boðið henni gull og græna skóga, viku á sófa sínum eða bent henni á fyrirtæki frænda síns.

Thursday, April 10, 2008

Ekki skór

Gvöð minn góður ég mátaði svo fína skó í gær. Þeir voru allt að því fullkomnir. Er það þess virði að vera í námi ef maður þarf að neita sér um kaup á fullkomnum skóm? Svei mér þá ég veit það ekki!

Tuesday, April 08, 2008

Falleinkunn

Nei ég get ekki sagt að Nouvelle Vague tónleikarnir hafi verið góðir. Bjóst nú ekki við sérstaklega miklu, þetta er ekki beint ferskt hjá þeim. Eitt og eitt lag var þó sæmilega hressandi og önnur söngkonan var í mjög flottum kjól.

Monday, April 07, 2008

Massi

Ég keypti mér nýja hlaupaskó og handlóð í dag. Stefni á að vera orðin mössuð eins og Madonna í maí.

Sunday, April 06, 2008

Lífið er svo gott

Ég er að fara að sjá Nouvelle Vague á þriðjudaginn

Marianne Faithfull 26.apríl

og Tindersticks 1.maí.

Saturday, April 05, 2008

Wemalo?

Afmælispartýið var ákaflega vel heppnað. Dansað og drukkið fram á morgun í blöðruskreyttu eldhúsinu. Blastaði Amr Diab og Bubba upp úr öllu valdi, sambýliskonum mínum til mikillar armæðu og svefnleysis, en gestunum til mikillar gleði. Íslensku stelpunum fannst strákarnir allir svo sætir og hvöttu mig óspart til að reyna við þá. Gerðu ekkert í því sjálfar samt. Fannst ég eiga forkaupsrétt. Ég nýtti mér hann ekki. En mikið skemmti ég mér vel. Vinir mínir eru svo skemmtilegir og jú margir eru bara ansi hreint myndarlegir.
En núna langar mig bara að fara til Egyptalands og finna hann Amr og fá hann til að syngja væmin ástarlög á arabísku fyrir mig. Amr rúlar.
Var ég búin að þakka fyrir afmæliskveðjurnar. Ef svo er þá geri ég það bara aftur. Mér þykir ákaflega vænt um að fá kveðjur, sérstaklega á afmælinu mínu. Takk og milljón blautir kossar og næstum því óþægilega þétt og löng faðmlög.

Thursday, April 03, 2008

hyper hyper úmpfa úmpfha!


Jú jú gott að vera 31. Full í dag og trúlega full í afmælispartý á morgun. Drykkur í skólanum og ég tók ákvörðun um, með hnút í maganum eftir nokkurra daga umhugsun, að ég sé að gera mastersverkefnið mitt um þessar stundir. Stór ákvörðun en góð. Ætla að taka mér frí í skólanum á morgun. Það er líka stór ákvörðun. Sef út, kaupi salernispappír, snakk og bjór fyrir partýið og sé svo til. Gæti jafnvel keypt mér afmælisgjöf fyrir 20 evrur eða svo. Spennandi að sjá. Strákarnir eru jafnvel að undirbúa að mæta með varlit. Úmpfa úmpfa hyper hyper (þori ekki að segja til með serbann kannski á hann kærustu kannski ekki, hann er á Ítalílu núna kannski er þar kærasta kannski ekki hvað veit ég af hverju lendi ég alltaf í þessu ég ætti auðvitað bara að gefa þetta upp á bátinn en svona gengur þetta bara takk fyrir afmæliskveðjurnar)

Wednesday, April 02, 2008

Vorubílstjóri

Mig langadi ad verda flugmadur tegar ég var barn. Meira langadi mig samt ad verda vorubílstjóri. Vorubílstjórar eru toff.

Tennan trukk fékk ég í afmaelisgjof fyrir nákvaemlega 28 árum sídan.