Sunday, February 24, 2008

Mig langar svo að lesa sjúklega góða ástarsögu. Með hverju mæla lesendur mínir?

9 comments:

Anonymous said...

Ég er svo langt frá því að geta svarað þessari spurningu en líst vel á þetta ákall.
FANNEY

Anonymous said...

Er ekki,Ástin á tímum kólerunnar, klassík. Fjallar um þráhyggju sem skapast af sterkum ástríðum og tilfinningar sem flæða hömlulaust. Gæti ekki verið betra.
kveðja Áshildur

Hölt og hálfblind said...

Ég var einmitt á myndinni og það rifjaðist upp hvað ég hafði helvíti gaman af bókinni. Langar í eitthvað álíka meistaraverk.

Anonymous said...

Ástríðan eftir Jeanette Winterson er góð.

Tinna said...

Svartfugl e. Gunn.Gunn. (spennusaga líka), Ástin fiskanna og Hjartastaður e. Steinunni Sig.

Hölt og hálfblind said...

Athyglisvert. Ég hef hvorki lesið Svartfugl né Ástríðuna. Kannski ég skelli mér í bókabúð. Svartfugl þarf kannski að bíða. Steinunni hef ég lesið.

Anonymous said...

Teresa Charles - var alltaf til uppi á lofti í Eskiholti... klikkaði ekki.

Kveðja
Ása Björk

Tinna said...

Hvernig læt ég! "Karitas án titils" og "Óreiða á striga" e. Kristínu M. Baldursdóttur eru bestu sögur sem ég hef lesið lengi.

Kristján said...

Princess Daisy og Scruples eftir Judith Kranz.

Jóhanna c.