Jaaháh ég átti sko góða helgi hér í vorstemmningunni í Amsterdam. Sólin skein skært og allir hressir. Fólk úti að drekka kaffið sitt, en í úlpunum sínum þó. Ég fór í afmælisboð hjá serbneskri vinkonu minni. Þar var nördalegur serbneskur stjörnueðlisfræðingur sem bað um emailið mitt. Ég veitti honum það með glöðu geði. Hann er grænmetisæta og var í Stranglers bol. Hann ferðast heimshorna á milli til að fylgjast með sólmyrkvum. Þarna var líka annar enn nördalegri Serbi sem dáðist mikið að mér. Kallaði mig valkyrju og faðmaði mig og kyssti. Hann er tölvunörd, með gleraugu og mikið krullað hár. Hann er giftur.
Brynja kemur á morgun.
Við unnum einu sinni saman í bakaríi. Það var mjög gaman. Við vorum tvítugar og metnaður okkar lá í því að fara sem oftast á barinn. Fórum stundum eftir vaktina á Grand rokk með ostaslaufur í poka. Í vinnunni afgreiddum við allar kellingarnar með hálfum hug og biðum spenntar eftir sætu strákunum sem voru fastagestir í bakaríinu. Afgreiddum þá svo stjarfar og flissuðum mikið á eftir. Sæti gaurinn með hvolpaaugun, Frank Hall og fleiri fjallmyndarlegir. Bagettumaðurinn var líka fastagestur. Það er maður sem vinnur í Þjóðarbókhlöðunni og kom annanhvorn dag við í bakaríinu með gamlar bækur undir handleggnum og pípuna í munnvikinu, angandi af rauðvíni og keypti hálfa bagettu.Við hættum báðar eftir stutta viðveru í bakaríinu. Við máttum ekki hlusta á tónlist og svo fengum við bara leið á að hafa bara metnað fyrir flissi og barferðum. Ég fór að vinna í nærfataverslun eftir að ég hætti í bakaríinu. Lagði þá metnað minn í að vera alltaf í samstæðum og kynþokkafullum nærfötum. Ég vann þar í 5 mánuði.
Já það er gaman að vera ungur og leika sér.
2 comments:
Góðar minningar.
Stjörnueðlisfræðingur! Hljómar nú bara soldið spennandi ha... þú verður að leyfa okkur að fylgjast með ef hann mannar sig upp í að senda póst! :o)
xx Ágústa
Post a Comment