Wednesday, February 20, 2008

The matrix

Nei ég hef ekki verið dugleg að blogga. Hékk svo lítið heima í tölvunni meðan Barynja var í bænum. Við gengum borgina þvera og endilanga eða kannski frekar borgina hringlaga. Við ræddum mikið um meiköpp, föt og sæta leikara. Drukkum bjór og borðuðum rjómakökur.
Ég fjárfesti í salernispappír með lotion. Hann reynist ágætlega.
Í fyrrinótt fékk ég bókstaflega martröð um barneignir. Ungabarn breyttist í skrímsli þegar ég ætlaði að taka það upp. Í nótt dreymdi mig hinsvegar að ég væri með barn í maganum. Það var bara þessi fína líka tilfinning þó að ég væri alls ekki viss um hver faðirinn væri.
Í dag gerði ég tölfræðiverkefni þar sem ég var mikið að pæla í allskonar svona matrixes. Vantar reyndar aðeins aftan á þessa en þetta er nú bara birt hér svona í gamni.

Σ = ΛΨΛ’ + Θ =
λ12 σ2η1 + σ2ε1
λ1 λ2 σ2η1 λ22 σ2η1 + σ2ε2
λ1 λ3 σ2η1 λ2 λ3 σ2η1 λ32 σ2η1 + σ2ε3
λ1 λ4 σ2η1 λ2 λ4 σ2η1 λ3 λ4 σ2η1 λ42 σ2η1 + σ2ε4
λ1 λ5 ση1η2 λ2 λ5 ση1η2 λ3 λ5 ση1η2 λ4 λ5 ση1η2
λ1 λ6 ση1η2 λ2 λ6 ση1η2 λ3 λ6 ση1η2 λ4 λ6 ση1η2

Fun fun fun.

3 comments:

Anonymous said...

Dísús Gunnhildur - martixan er geðveik. Hvað fær fólk til að fara útísvonalagað?? Dáist að þér, helv. ertu seig.
Ása Björk

Anonymous said...

Matrixa er í mínu starfi tusku- bútur sem settur er inn í hulsu sem settur er upp á stúfinn á aflimuðu fólki sem notar gerfifót.

Þín útgáfa virðist aðeins óskiljanlegri.

knús Dísa

Anonymous said...

Mig langar pínu að skilja svona matrixur en miklu meira að skála við þig í Amsterdam. Sit hér með bjór í vinnunni og á leið í dans í Laugum. Föstudagsfjör, það heitir einmitt tíminn.

Fúttkveðjur,
Fanney