Thursday, November 29, 2007
Internship
Já já hróin mín það er mikið um kúreka hér og ég er rosa spennt yfir því! En ég er líka rosa spennt fyrir náminu. Á næstu önn á ég að gera það sem kallað er internship. Í þessum rannsóknarmaster er það falið í því að gera eða taka þátt í rannsókn með leiðbeinanda. Ég var að redda mér leiðbeinanda og er súperglöð yfir því. Og það besta er að hann virðist ekki síður glaður að "fá" að vera leiðbeinandinn minn. Ég gerði sem sagt research proposal í síðasta kúrsi sem ég var í og honum leist svona líka rosa vel á hugmyndina og vill ólmur að ég framkvæmi þessa rannókn. Gaman gaman. Það spillir auðvitað ekkert fyrir heldur að þessi gaur er mjög myndarlegur og jafngamall og ég! Ekki mín típa samt. Of strokinn og snyrtilegur. Já og hugmyndin er semsagt um slúður, orðstír og tjáningu tilfinninga.
Monday, November 26, 2007
Í skólanum er skemmtilegt
Dagurinn var tíðindalaus fram yfir hádegi. Tölfræðitími milli 11 og 13. Hádegisverður á nálægu kaffihúsi. Fékk mér klúbbsamloku og diet pepsí með sítrónu. Ræddi nýliðna helgi og plön komandi helgar við nokkra skólafélaga (aðallega Þjóðverja, Þjóðverjar eru ágætisfólk verð ég að segja). Fór svo í tíma í social decision making milli 14.30 og 17. Á leiðinni í lyftuna mætti ég hunk of a man sem ég hef séð á vappi áður í skólanum. Held að hann sé kennari. Hann tjékkaði á mér. Ég er 100% viss (með 5% skekkjumörkum). Hann minnir mig á Stuart Staples. Úllala. Í lyftunni upp á 10 hæð var ég samferða fáránlega myndarlegum ungum manni. 1.92 mundi ég segja, með gott hár og í mjög flottum skóm. Tók sérstaklega eftir skónum þar sem ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að horfa annað en á gólfið! Var tilneydd til að halda í tímanum lítinn fyrirlestur. Hann gekk vel. Fannst kennarinn óvenju aðlaðandi. En samt ekki jafn sætur og gríski strákurinn sem er með mér í tíma. Er ekki frá því að ég sé pínu skotin í honum. Held samt að skotið sé frekar að dala en hitt. En sætur er hann. Fór eftir tímann á skrifstofuna til Ed. Ed er svo sætur og svo mikill gæi að ég roðna bara við að horfa á hann, hvað þá tala við hann. Allar stelpurnar eru skotnar í honum og hann á kærustu en mér er alveg sama. Hann er alveg jafn sætur fyrir því og daðrar grimmt. Fór því næst á kaffihús með þeim gríska og hinum úr tímanum. Ágætt. Fór svo aftur í skólann að prenta út lesefni vikunnar. Prentarinn var eitthvað að stríða mér. Ég vissi að ég þyrfti að bæta á pappír og grunaði að svo þyrfti ég bara að restarta jobbinu. En það var svo sætur gaur sem stóð þarna hjá að ég bara varð að biðja hann um aðstoð. Honum fannst ég sæt. Hann sagði það að sjálfsögðu ekki en ég veit það. Fór svo heim og borðaði indverskan mat sem ég eldaði í gær og drakk glas af rósavíni með. Sátt. Kúrekar, kúrekar, kúrekar.
Sunday, November 25, 2007
Rokk og fokkíng ról, prjónaskapur og te
Ég "skrapp" til Rotterdam á föstudaginn til að horfa á Heima og hlusta á Reykjavík! spila á íslenskri menningarhátíð. Þetta var ævintýraleg ferð og skemmtileg. Ég og grísk vinkona mín ákváðum að taka lestina um hádegið og eyða seinniparti dagsins í Rotterdam. Skoða háhýsi og hafnarsvæðið. Rotterdam var sprengd í tætlur í seinni heimstyrjöldinni og borgin er því ný og afar ólík Amsterdam. Glerhýsi og nýstárlegur arkitektúr einkenna hana. Lestarferðin varð að löng og leiðinleg. Einhverjar ansdkotans tafir í gangi og lestin stopp í Haag í ég veit ekki hvað langan tíma. Og allir vildu taka þessa lest þannig að hún var troðin af fólki. Ekki hægt að komast á salernið einu sinni. En ég er heimsvön kona og við öllu búin. Hef lagt það í vana minn að vera alltaf með bleiju á ferðalögum. Mjög sniðugt. Þá getur maður bara pissað í búxurnar án þess að hugsa sig um. Mæli með þessu. Kannski ég ætti að sækja um einkaleyfi á svona traveldiapers. Það verður örugglega brjálæðislega vinsælt. Þarfaþing fyrir ferðalanginn.
Já en ég og gríska vinkonan sem sagt komumst loks til Rotterdam og rokkuðum mikið þar. Byrjuðum á frozen margaritas og mexíkóskum mat og enduðum í ruglinu í brennivíni. Afar hressandi. Nei nei það var nú svo sem ekki mikið rugl á okkur en ég náði þó að koma niður tveimur brennivínsstaupum sem mér þykir nú bara ansi góður árangur.
Fyrir utan bjór og brennivínsdrykkju er ég svo bara svona eitthað að dúlla mér. Drekka te og lesa og kveikja á kertum og kaupa blóm og svona. Er frekar löt við lærdóminn þessa dagana. Bæði ég og námið er afslappaðra núna en á fyrri önninni. En ég les þó mitt og skila verkefnum. En hugsa ekki mikið. Svo er mikið framundan í félagslífinu. Sífellt verið að drekka bjór saman og endalaust af spennandi tónleikum og svo er ég að fara í lasertag og til Antverpen og á grískt menningarkvöld og í matarboð. Þannig að ég hef varla tíma fyrir prjónaskapinn. En ég verð þó að vera dugleg að sinna náminu líka í desmeber því þá er próf og ég þarf að skila rannsóknarhugmynd og flytja fyrirlestur. Nóg að gera þangað til ég kem heim þann 22. Beint í kampavínspartý á Klapparstígnum. Jeih!
Rokk og fokkíng ról
Já en ég og gríska vinkonan sem sagt komumst loks til Rotterdam og rokkuðum mikið þar. Byrjuðum á frozen margaritas og mexíkóskum mat og enduðum í ruglinu í brennivíni. Afar hressandi. Nei nei það var nú svo sem ekki mikið rugl á okkur en ég náði þó að koma niður tveimur brennivínsstaupum sem mér þykir nú bara ansi góður árangur.
Fyrir utan bjór og brennivínsdrykkju er ég svo bara svona eitthað að dúlla mér. Drekka te og lesa og kveikja á kertum og kaupa blóm og svona. Er frekar löt við lærdóminn þessa dagana. Bæði ég og námið er afslappaðra núna en á fyrri önninni. En ég les þó mitt og skila verkefnum. En hugsa ekki mikið. Svo er mikið framundan í félagslífinu. Sífellt verið að drekka bjór saman og endalaust af spennandi tónleikum og svo er ég að fara í lasertag og til Antverpen og á grískt menningarkvöld og í matarboð. Þannig að ég hef varla tíma fyrir prjónaskapinn. En ég verð þó að vera dugleg að sinna náminu líka í desmeber því þá er próf og ég þarf að skila rannsóknarhugmynd og flytja fyrirlestur. Nóg að gera þangað til ég kem heim þann 22. Beint í kampavínspartý á Klapparstígnum. Jeih!
Rokk og fokkíng ról
Wednesday, November 21, 2007
Svona gengur þetta hróin mín
Ég er að hlusta á Led Zeppelin. Djöfull er það gott stuð. Er að fara á barinn á eftir að hitta skólafélagana. Nenni því ekkert. Langar miklu frekar að vera heima með kerti og te að prjóna og lesa Gestaboð Babette. Ég er ekki 21 lengur. Það er alveg ljóst. En maður verður nú að standa sig, fara út, drekka bjór, vera hress. Djöfull.
Monday, November 19, 2007
Í skólanum í dag
German girl: How old are you?
Gunnhildur: I'm 21
German girl: Ok, I'm 23
Gunnhildur: No, ha ha I'm 30
German girl: Ha ha ha ha! (eins og þetta væri virkilega sniðugt hjá mér) No seriously how old are you?
Indonesian girl: Dude, she is actually 30!
German girl: Seriously, no! no! How do you do that?!
Ég verð að viðurkenna að það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því þegar fólk heldur að ég sé mun yngri en ég er. Ég veit ég á að taka því sem hrósi, voða ungleg, en hvað með alla lífsreynsluna og þroskann? Vil ég virkilega að fólk haldi að ég hafi bara lifað í 21 ár? Hvað er svona jákvætt við það? Já jú jú ég veit hvað þið eruð að hugsa "sjéns í 21 árs kúrekana líka". Jú jú það er kostur.
Gunnhildur: I'm 21
German girl: Ok, I'm 23
Gunnhildur: No, ha ha I'm 30
German girl: Ha ha ha ha! (eins og þetta væri virkilega sniðugt hjá mér) No seriously how old are you?
Indonesian girl: Dude, she is actually 30!
German girl: Seriously, no! no! How do you do that?!
Ég verð að viðurkenna að það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því þegar fólk heldur að ég sé mun yngri en ég er. Ég veit ég á að taka því sem hrósi, voða ungleg, en hvað með alla lífsreynsluna og þroskann? Vil ég virkilega að fólk haldi að ég hafi bara lifað í 21 ár? Hvað er svona jákvætt við það? Já jú jú ég veit hvað þið eruð að hugsa "sjéns í 21 árs kúrekana líka". Jú jú það er kostur.
Sunday, November 18, 2007
Ho ho ho we say hey hey hey
Sinter Klaas kom í bæinn í dag með Svarta Pétur í hundraða tali. Sumir segja að Svarti Pétur sé þrællinn hans Sinter Klaas. Hvað um það, þeir gáfu mér piparkökur og eru hressir. Svo fór í ég á kaffihús og drakk besta cappucino sem ég hef hingað til fengið í Hollandi og borðaði tertu með. Góður dagur.
Við Hrafnhildur erum líka komnar í jólastuð.
Hrafnhildur í jólastuði
Ég í jólastuði
Garðar til Belgrad, ekki spurning
Við Hrafnhildur erum líka komnar í jólastuð.
Hrafnhildur í jólastuði
Ég í jólastuði
Garðar til Belgrad, ekki spurning
Friday, November 16, 2007
Thursday, November 15, 2007
Nantes - BEIRUT
Ég var að koma heim af Beirut tónleikunum. Frábær hljómsveit. Svo krúttleg og einlæg. En líka kraftmikil og fersk. Og ég er að sjálfsögðu skotin í söngavaranum, ungur og sætur. Pínu lasinn í kvöld (eins og ég) og drakk mikið viskí til að slá á verk í brjóstinu, töff. Mér er alveg sama þó hann sé bara 21.
Wednesday, November 14, 2007
Skólinn minn er líka huggulegur
Vinkona mín sem hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla í haust sendi mér pistil um daginn og lýsti því hversu yndislegt væri að sækja tíma í skólanum. Byggingarnar væru gömul falleg hús með sjarmerandi görðum inn á milli þar sem gott væri að drekka kaffið sitt. Þar væri sko engin Odda stemmning. Í mínum skóla er Odda stemmningin algjör. Sálfræðibyggingin er steinsteypukubbur á tíu hæðum. Þar æða um ganga vel tilhafðar píur á fyrsta ári, lúðalegir táningsstrákar og prófessorar í t-shirts með sniðugum áletrunum eða snjáðum jakkafötum. Ég drekk kaffið mitt í dapurlegri kaffistofu eða bara tölvustofunni og kaupi mér stundum pizzusneið í mötuneytinu. En á laugardaginn gerðust undur og stórmerki. Skólinn fagnaði þá 100 ára afmæli sálfræðinnar við skólann. Að því tilefni var boðið til afmælisveislu. Og skólanum var á einni nóttu breytt úr þessum gráa steinsteypukubbi í klúbb. Maður gekk rauðan dregil inn í húsið og þar tók á móti manni kampavín og fínheit. Lesstofunni var umturnað í lounge, með pálmatrjám og bleikum pullum, í holinu niðri var dansgólf, í einum salnum spilaði hljómsveit, gólfin voru teppalögð og lýsingin var eins og í rauða hverfinu, húsgögnum skipt út, reykvél magnaði stemmninguna og matur og drykkur var í boði. Um gangana óð svo skemmtileg blanda af fólki á öllum aldri. Jafnvel nokkrir kúrekar líka. Og ég skemmti mér alveg frábærlega. Hló held ég stanslaust í 4 tíma og dansaði eins og brjálæðingur. Fór svo á barinn á móti skólanum og dróg loks nokkra félaga heim í höllina mína og hló fram á morgun.
Skólinn minn
Skólinn minn
Ég og félagar í höllinni þegar líða tók á morguninn (trúlega um fimm leitið).
Í dag er í mér einhver helvítis pest. Verð vonandi hressari á morgun því þá er ég að fara á tónleika með hljómsveitinni Beirut. Hlakkka til.
Skólinn minn
Skólinn minn
Ég og félagar í höllinni þegar líða tók á morguninn (trúlega um fimm leitið).
Í dag er í mér einhver helvítis pest. Verð vonandi hressari á morgun því þá er ég að fara á tónleika með hljómsveitinni Beirut. Hlakkka til.
Tuesday, November 13, 2007
Martröð
Mig dreymdi í nótt að ég væri búin að fá mér lokka í báða nasavængina, tunguna og báðar geirvörturnar. Jessúss minn ég held ég hafi aldrei verið jafn fegin að vakna.
Wednesday, November 07, 2007
Austurstræti eða Amsterdam?
Æh stundum skil ég ekki af hverju ég er ekki að vinna í tískubúð eða skóbúð eða plötubúð eða jafnvel bókabúð eða videoleigu. Hef allavegana meiri áhuga á fötum, skóm, tónlist, skáldsögum og kvikmyndum en tölfræði. Finnst stundum eins og það sé meiri bölvun en blessun að geta lært. Maður þarf einhvernvegin að nota þennan heila eins mikið og hægt er. Verð að læra úr því ég hef örlítið vit í kollinum. En kannski væri ég bara að vinna í Mótor í Kringlunni eða í vínbúðinni í Austurstræti (hef líka mikinn áhuga á bjór) eða bókabúðinni í Mjódd. Hmmm nei þá kýs ég nú frekar Amsterdam. Mikið er hún yndisleg.
Tuesday, November 06, 2007
Gaman að þessu
Já fjölskylduheisóknin tók ákaflega fljótt af. Þau voru rétt nýkomin þegar þau þurftu að fljúga aftur á eyjuna blautu. En þetta voru góðir dagar. Mikið labbað um og skoðað, margir bjórar drukknir og mat torgað. Systur mínar versluðu svo þessi heljarinnar ósköp. Ég held ég geti alveg sagt að þær hafi misst sig í búðunum. Eins og sönnum Íslendingum í útlöndum sæmir. Ég er líka eins og sannur íslenskur háskólanemi í útlöndum núna, treð í mig harðfisk og kúlusúkki sem fjölskyldan kom með handa mér. Já það var hressandi að fá þau í heimsókn.
Núna á ég að vera byrjuð að einbeita mér aftur að náminu. Það gengur ekkert allt of vel. Ég er voðalega afslöppuð yfir þessu. Sem ég held að sé bara alveg ágætt. Nenni nú ekki að vera í stöðugu stresskasti. Ég ætti samt eiginlega að vera í stresskasti yfir tölfræði áfanganum sem ég er í. Frekar svona erfitt að vera aftur farin að glíma við algebru kjaftæði. Aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Mér líst ákaflega vel á hinn kúrsinn sem ég er í, Social decision making. Kennarinn er ekkert svo sætur en nokkuð hress týpa og svo er nemendahópurinn svo skemmtilega samsettur. Auk Íslendingsins eru í hópnum þýsk, portúgölsk, indónesísk, bandarísk, hollensk og grísk stelpa. Svo eru í hópnum einn franskur strákur og annar grískur. Og svo eru ekki allir með sálfræði bakgrunn sem gerir þetta enn fjölbreyttara. Ákaflega alþjóðlegur og fjölbreyttur hópur.
Já það er gaman að þessu.
Núna á ég að vera byrjuð að einbeita mér aftur að náminu. Það gengur ekkert allt of vel. Ég er voðalega afslöppuð yfir þessu. Sem ég held að sé bara alveg ágætt. Nenni nú ekki að vera í stöðugu stresskasti. Ég ætti samt eiginlega að vera í stresskasti yfir tölfræði áfanganum sem ég er í. Frekar svona erfitt að vera aftur farin að glíma við algebru kjaftæði. Aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Mér líst ákaflega vel á hinn kúrsinn sem ég er í, Social decision making. Kennarinn er ekkert svo sætur en nokkuð hress týpa og svo er nemendahópurinn svo skemmtilega samsettur. Auk Íslendingsins eru í hópnum þýsk, portúgölsk, indónesísk, bandarísk, hollensk og grísk stelpa. Svo eru í hópnum einn franskur strákur og annar grískur. Og svo eru ekki allir með sálfræði bakgrunn sem gerir þetta enn fjölbreyttara. Ákaflega alþjóðlegur og fjölbreyttur hópur.
Já það er gaman að þessu.
Sunday, November 04, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)