Það er föstudagskvöld og ég er ein heima í herberginu mínu að drekka rósavín, hlusta á Tom Waits og hengja upp eyrnalokkana mína. Ég sakna vina minna. Meira að segja Hrafnhildur er á skeri. En hér er ég. Ráfaði um borgina í mestallan dag. Sá ekkert mjög marga kúreka. Þetta er kannski bara allt farið að venjast. Á morgun ætla ég að sofa út og ráfa svo svolítið meira um borgina. Kaupa mér kannski blómavasa og pott.
Svona var stemmningin kvöldið áður en ég yfirgaf skerið
Svona var stemmningin í Berlín
Og svona er hún í Hollandi (cause we are two ladies!)
Friday, August 31, 2007
Thursday, August 30, 2007
Ástarkveðja frá meginlandinu
Ég er nú í Amsterdam. Og mér líður bara vel þakka þér kærlega fyrir.
Ég fékk herbergið mitt afhent á þriðjudaginn og hef verið upptekin við að koma mér fyrir, skrá mig í skólann og stússast svona eitthvað síðustu daga. Það var örlítið áfall að fá herbergið. Fannst það eitthvað ekki nógu fínt. En þetta er allt að koma hjá mér og ég held að ég sé bara að verða ofursátt við aðstöðuna. Búin að kaupa mér orkídeu und alles. Langar mest að fylla höllina af blómum sem virðist vera nóg af hér í túlípana landi. Nú og svo er höllin sjúklega vel staðsett. Ég er 3 mínútur að labba í skólann og 5 mínútur niðrí bæ. Og auðvitað enn fljótari á hjólinu góða (sem er reyndar enn í Utrecht). Og þessi borg er ekkert lítið falleg. Öll þessi krúttlegu hús við sýkin eru auvitað bara eins og í lygasögu. Og endalaust af allskyns búðum og söfnum og börum og veitingastöðum. Me like :)
En númer eitt tvö og þrjú er auðvitað kúrekastóðið sem hér arkar um götur. Óh mæh god! Ég er búin að verða þrisvar ástfangin á þremur dögum. Fyrst af gaurnum sem sér um okkur alþjóðlegu sálfræðistúdentana. Ed. Sjúklega sætur svo ekki sé meira sagt. Svo af gaurnum á skráningarskrifstofu UvA, sjúklega sætur, og daðraði massíft. Kannski gay samt, ég er ekki mjög flink að fatta svoleiðis og hef oftar en einu sinni orðið ástfangin af samkynhneigðum mönnum (og farið í sleik við þá!). Og loks af gaurnum sem ég þurfti að ská mig hjá í tölvuverinu í skólanum. Meira að segja tölvunördin eru sjúklega myndarlegir hér. Ég er semsagt ástfangin af öllum ungu mönnunum sem ég hef hafs samskipti við í skólanum. Lofar góðu ha!
En annars er ég bara farin að hlakka til að sökkva mér ofan í námsbækurnar og drekka grænt te. Aldrei að vita nema maður taki gott dítox eftir allt brauðátið og bjórdrykkjuna.
Já og bæ ðe vei. Áhugasamir geta nú farið að panta gistingu hjá mér. Allir (eða svo gott sem) velkomnir.
Og já strákar þið getið nú farið að láta rigna yfir mig ástarbréfum á: Weesperstraat 55 C, 10 DN Amsterdam, Holland
Ástogliljubúnt
Ég fékk herbergið mitt afhent á þriðjudaginn og hef verið upptekin við að koma mér fyrir, skrá mig í skólann og stússast svona eitthvað síðustu daga. Það var örlítið áfall að fá herbergið. Fannst það eitthvað ekki nógu fínt. En þetta er allt að koma hjá mér og ég held að ég sé bara að verða ofursátt við aðstöðuna. Búin að kaupa mér orkídeu und alles. Langar mest að fylla höllina af blómum sem virðist vera nóg af hér í túlípana landi. Nú og svo er höllin sjúklega vel staðsett. Ég er 3 mínútur að labba í skólann og 5 mínútur niðrí bæ. Og auðvitað enn fljótari á hjólinu góða (sem er reyndar enn í Utrecht). Og þessi borg er ekkert lítið falleg. Öll þessi krúttlegu hús við sýkin eru auvitað bara eins og í lygasögu. Og endalaust af allskyns búðum og söfnum og börum og veitingastöðum. Me like :)
En númer eitt tvö og þrjú er auðvitað kúrekastóðið sem hér arkar um götur. Óh mæh god! Ég er búin að verða þrisvar ástfangin á þremur dögum. Fyrst af gaurnum sem sér um okkur alþjóðlegu sálfræðistúdentana. Ed. Sjúklega sætur svo ekki sé meira sagt. Svo af gaurnum á skráningarskrifstofu UvA, sjúklega sætur, og daðraði massíft. Kannski gay samt, ég er ekki mjög flink að fatta svoleiðis og hef oftar en einu sinni orðið ástfangin af samkynhneigðum mönnum (og farið í sleik við þá!). Og loks af gaurnum sem ég þurfti að ská mig hjá í tölvuverinu í skólanum. Meira að segja tölvunördin eru sjúklega myndarlegir hér. Ég er semsagt ástfangin af öllum ungu mönnunum sem ég hef hafs samskipti við í skólanum. Lofar góðu ha!
En annars er ég bara farin að hlakka til að sökkva mér ofan í námsbækurnar og drekka grænt te. Aldrei að vita nema maður taki gott dítox eftir allt brauðátið og bjórdrykkjuna.
Já og bæ ðe vei. Áhugasamir geta nú farið að panta gistingu hjá mér. Allir (eða svo gott sem) velkomnir.
Og já strákar þið getið nú farið að láta rigna yfir mig ástarbréfum á: Weesperstraat 55 C, 10 DN Amsterdam, Holland
Ástogliljubúnt
Sunday, August 26, 2007
Tattúveraðir menn
Heellúú!
Einhverjir virðist hafa áhyggjur af að ég sé orðin örvæntingarfull og nái mér í fyrsta tattúveraða manninn sem verður á vegi mínum. En ég get nú huggað áhyggjufulla með þeirri staðreynd að það er ekkert svo mikið af tattúveruðum mönnum hér í Hollandi. Mennirnir í Berlín eru voða svona eightís eitthvað (krúnurakaðir tattúveraðir pönkarar eða týpur í skinny jeans með þykk gleraugu) á meðan mennirnir hér eru meira svona næntís eitthvað (mikið hár og klassískar gallabuxur, týpugleraugun og hanakamburinn víðsfjarri). Nú og svo vil ég minna fólk á að ekkert hefur gengið hjá mér síðustu 15 árin að finna mér barnsfaðir heima á skeri þannig að líkurnar á tattúveruðum kærasta á næstunni eru ekkert gífurlega miklar.
Annars er ég bara hress. Er að fara á kynningu í skólanum á morgun og fæ svo herbergið mitt hinn. Í dag ætla ég að kanna hollenska sundmenningu. Er strax farin að sakna lauganna heima mikið. Væri til dæmis kjörið að skreppa í vesturbæjarlaugina núna og synda þúsund.
Ble
Einhverjir virðist hafa áhyggjur af að ég sé orðin örvæntingarfull og nái mér í fyrsta tattúveraða manninn sem verður á vegi mínum. En ég get nú huggað áhyggjufulla með þeirri staðreynd að það er ekkert svo mikið af tattúveruðum mönnum hér í Hollandi. Mennirnir í Berlín eru voða svona eightís eitthvað (krúnurakaðir tattúveraðir pönkarar eða týpur í skinny jeans með þykk gleraugu) á meðan mennirnir hér eru meira svona næntís eitthvað (mikið hár og klassískar gallabuxur, týpugleraugun og hanakamburinn víðsfjarri). Nú og svo vil ég minna fólk á að ekkert hefur gengið hjá mér síðustu 15 árin að finna mér barnsfaðir heima á skeri þannig að líkurnar á tattúveruðum kærasta á næstunni eru ekkert gífurlega miklar.
Annars er ég bara hress. Er að fara á kynningu í skólanum á morgun og fæ svo herbergið mitt hinn. Í dag ætla ég að kanna hollenska sundmenningu. Er strax farin að sakna lauganna heima mikið. Væri til dæmis kjörið að skreppa í vesturbæjarlaugina núna og synda þúsund.
Ble
Friday, August 24, 2007
Honey bunny Ich bin home
Mikið var gott og gaman að vera í Berlín. Súper kúl borg. Allir hressir þar. Mikið um týpur. Ég auðvitað svaka týpa líka. Strunsaði um borgina með bjórbumbuna stífa út í loftið. Hress með að fólk héldi bara að ég væri ólétt. Enda virðist barn og tattúveraður faðir þess vera heitustu fylgihlutirnir í Berlín. Lesbíur eru líka heitar þar. Mér leist betur á tattúveraða barnsfaðirinn þó að ég velti því líka fyrir mér að fá mér þýska konu. Annars var ég ekki mjög sósíjal eftir að Hrafnhildur yfirgaf mig. Gekk bara og gekk um borgina og sat hér og þar í sólinni og las bókina mína og drakk mangólassi og Berliner pilsner. Góðir tímar. En nú er ég aftur komin heim, heim til Hollands, thí hí! Ætli ég haldi ekki bara áfram að drekka bjór þangað til skólinn byrjar eftir viku. Þarf nú að ganga svolítið um Amsterdam. Er ekki enn farin að fara þangað. Er bara enn í prinsessuleik í Utrecht. En ég fæ kompuna mína afhenta á þriðjudaginn og þá.... og þá tekur alvara lífsins við. Eða nei nei slaka nú á fram til 3. Reyni að vinna í þessu með kærastann.
Wednesday, August 15, 2007
Rockogfokkíngról:)
Ég fann engan kærast í gær en keypti mér rosa fínt hjól, um það bil 100 ára gamalt. Í dag höfum við Hrafnhildur svo fjárfest í lestarmiða til Berlínar um helgina. Rockogfokkíngról:)
Monday, August 13, 2007
Hér er ég nú
Ég er komin til Niðurlanda og mér líður vel. Hér er gott fólk sem dekrar við mig, góður bjór og hér veður allt í kúrekum. Já og hér verð ég næstu tvö árin hvorki meira né minna. Ég er nú ekkert alveg að átta mig á því. Var í svona "nettu" dramakasti áður en ég flaug burt af skerinu. Tárakirtlarnir óvenju virkir. Mér fannst auðvitað besta ráðið við því vandamáli að drekka bara svolítið mikið og djamma svona síðustu helgina mína. Ég fann alveg stuðið in Rvk city og meira að segja smá svona last minute romance líka. Gaman að því. En hér er ég nú og finnst ekki seinna vænna en að koma mér fyrir. Enda búin að vera hér í tæpan sólahring. Er því búin að fá mér hollenskt síamnúmer, sem er: 0031648648073 og drekka mikið af heineken. Á morgun ætla ég að reyna að finna mér hjól og kærasta. Drífa í þessu bara.
Ást og túlípanar, best að skrá sig á þessa blessuðu facebook.
Ást og túlípanar, best að skrá sig á þessa blessuðu facebook.
Subscribe to:
Posts (Atom)