Ég biðst velvirðingar á að rjúfa þetta útsendingahlé. Sumum fréttum bara verð ég að koma frá mér.
Í fyrradag kleif ég Hafnarfjall. Hélt lengi vel að það væri ókleift fjall þar sem skriður og þverhníptir klettar blasa við manni frá Hafnarmelunum. En nei nei mér og systrum mínum munaði ekki um að tölta upp á það hinum megin frá. Í gær fékk ég mér svo sundsprett í Borgarfirðinum. Það var hressandi. Mæli með sjósundi við Íslandsstrendur ;) Í dag hrapaði ég svo niður af háaloftinu heima. Fór þangað upp að sækja bakpokann minn fyrir Fimmvörðuhálsgöngu, nema hvað helvítis loftið gaf sig og ég féll flöt og bjargarlaus niður á stofugólfið! Aumingja ég, hélt um stund að ég væri dauð. En verið óhrædd ég skrifa þetta fréttainnskot ekki af himnum ofan eða úr kjallaranum heita heldur bara úr sófanum heima. Er einungis örlítið skrámuð og marin á handleggjunum og með stóra kúlu á höfði. Stefni ótrauð á Fimmarann á morgun og að baða minn marða búk í sólinni í Þórsmörk um helgina.
Já gott fólk hætturnar leinast víða. Farið varlega heima við hróin mín. Over and out.
Thursday, June 21, 2007
Thursday, June 14, 2007
Sumarfrí
Ég ætla að taka mér sumarfrí og einbeita mér að útiveru, prjónaskap og lestri góðra bóka. Á dagskránni er sumarbústaðarferð, ganga á nokkur fjöll, Fimmvörðuháls og Þórsmörk, Laugavegurinn í júlí, Proust og Gunther Grass, klára bleiku peysuna og byrja á röndóttri alpaca peysu. Aldrei að vita nema maður skelli sér á Hvannadalshnúkinn, allavegana ef ég á leið um Skaftafell. Nú og svo flýg ég út til Hollands 12.ágúst. Hef jafnvel hugsað mér að kíkja aðeins yfir til Frakklands áður en ég byrja í skólanum í byrjun september. Æh svo ætla ég líka bara að sofa einhvern slatta í rigningunni, gúffa í mig fullt af grilluðum hamborgurum og hanga á barnum, sötra bjór og þamba kaffi. Ég þarf nú að halda orðspori étandi, sofandi, drekkandi La bombe sexuelle.
Gott sumar gott fólk. Ég er farin í bloggfrí.
Gott sumar gott fólk. Ég er farin í bloggfrí.
Monday, June 11, 2007
Jahá ég er sko sannur lífskúnstner
Við Brynja keyrðum í Botnsdal í Hvalfirði í dag með franskan chaumes ost, ítalska salami, baguette, lífrænt 75% súkkulaði, kransakökur og ávaxtasafa í bakpokunum. Eyddum svo þessum sólríka degi í át og göngu upp að Glym (og yfir ánna og niður hinumegin). Og ræddum Proust og Gunther Grass, Megas, prjónaskap og að sjálfsögðu strákana. Þvílíkur endemsi unaður. Okkur fannst við mjög töff típur þar sem við óðum hverja ánna á fætur annarri og stoppuðum til að fá okkur ostbita. Veltum því svolítið fyrir okkur hvernig stendur á því að við þykjum ekki stórkostlegustu kvenkostir. Við, leggjalangar, vel lesnar og barmmiklar, sem vöðum ár í frístundum og bökum kanelsnúða og förum á rokktónleika þess á milli. Hvernig stendur á því að við leikum enn lausum hala en erum ekki lofaðar fjallmyndarlegum bóhemískum útivistartípum.
Já þetta er óskiljanlegt alveg.
Brynja veður litla á
Ég
Jæja Proust bíður.
Já þetta er óskiljanlegt alveg.
Brynja veður litla á
Ég
Jæja Proust bíður.
Sunday, June 10, 2007
Friday, June 08, 2007
Að vera eða vera ekki lúser
Stundum líður mér eins og djöfulsins lúser.
Þetta gerist ekki þegar ég ber mig saman við vini mína sem hlaupa nú upp metorðastigana og unga út afkvæmum og gera upp íbúðir í hjáverkum. Og þetta gerist ekki heldur þegar ég skoða bankareikninginn minn sem er alltaf í mínus eða þegar ég bíð eftir strætó í rigningunni. Nei þetta fólk má eiga sitt líf í friði og ég samgleðst þeim en öfunda ekki. Og það er mitt val að taka strætó og bankareikningurinn, hver nennir að spá í péníngum!
Þetta gerist bara stundum þegar ég ber mitt líf saman við fólk sem lifir lífinu eins og ég lifi því, bara aðeins betur. Þetta eru ungu konurnar sem ganga aktsjúallí í öllum fínu skónum sem þær eiga en ekki gatslitnu strigaskónum alla daga. Þetta er fólkið sem er ekki með eilífa óléttubumbu af bjórdrykkjunni (eða kann allavegana að klæða hana af sér). Þetta er fólkið sem talar tungumálin sem ég hef aldrei getað lært, hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan og eitt hálfri ævinni á framandi slóðum. Þetta eru konurnar sem hafa lesið allar heimsbókmenntirnar sem ég á aldrei efitr að nenna að lesa og hafa skoðanir á öllum kvikmyndunum sem ég horfi heilalaus á. Þetta er fólkið sem hlær kannski aðeins meira en ég, dansar meira, og fær ekki jafn mikla timburmenn og ég. Síðast en ekki síst eru þetta konurnar sem lenda á sjéns með aðeins fleiri og aðeins sætari og ferskari kúrekum en ég. Já það er þegar ég ber mig saman við "þetta fólk" sem mér líður pínulítið eins og lúser.
En í dag sem og flesta aðra daga er ég tótallí ei vinner. Ég eyddi deginum (og gærdeginum reyndar líka) líkt og túristi í Reykjavík. Rölti um borgina, drakk kaffi hér og þar, fór á myndlistarsýningu, gaf öndunum brauð, gekk um höfnina, tók myndir og sat á bekk. Ég borðaði humarsúpu á Sægreifanum og drakk kakó í Ráðhúsinu. Ég drakk kaffi í Eymundsson og lét mig dreyma um ferðalag til Mauritius eða Martinique á meðan ég mændi út yfir niðurringdan líðinn í Austurstrætinu. Ég skal jafnvel birta myndir af þessu við tækifæri.
Mig langar á Sirkus í kvöld að dansa en ætli maður húki ekki í vinnunni í nótt og skelli sér svo á fjall í fyrramálið.
Góða helgi kæru vinir og vandamenn, lovyaall!
Þetta gerist ekki þegar ég ber mig saman við vini mína sem hlaupa nú upp metorðastigana og unga út afkvæmum og gera upp íbúðir í hjáverkum. Og þetta gerist ekki heldur þegar ég skoða bankareikninginn minn sem er alltaf í mínus eða þegar ég bíð eftir strætó í rigningunni. Nei þetta fólk má eiga sitt líf í friði og ég samgleðst þeim en öfunda ekki. Og það er mitt val að taka strætó og bankareikningurinn, hver nennir að spá í péníngum!
Þetta gerist bara stundum þegar ég ber mitt líf saman við fólk sem lifir lífinu eins og ég lifi því, bara aðeins betur. Þetta eru ungu konurnar sem ganga aktsjúallí í öllum fínu skónum sem þær eiga en ekki gatslitnu strigaskónum alla daga. Þetta er fólkið sem er ekki með eilífa óléttubumbu af bjórdrykkjunni (eða kann allavegana að klæða hana af sér). Þetta er fólkið sem talar tungumálin sem ég hef aldrei getað lært, hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan og eitt hálfri ævinni á framandi slóðum. Þetta eru konurnar sem hafa lesið allar heimsbókmenntirnar sem ég á aldrei efitr að nenna að lesa og hafa skoðanir á öllum kvikmyndunum sem ég horfi heilalaus á. Þetta er fólkið sem hlær kannski aðeins meira en ég, dansar meira, og fær ekki jafn mikla timburmenn og ég. Síðast en ekki síst eru þetta konurnar sem lenda á sjéns með aðeins fleiri og aðeins sætari og ferskari kúrekum en ég. Já það er þegar ég ber mig saman við "þetta fólk" sem mér líður pínulítið eins og lúser.
En í dag sem og flesta aðra daga er ég tótallí ei vinner. Ég eyddi deginum (og gærdeginum reyndar líka) líkt og túristi í Reykjavík. Rölti um borgina, drakk kaffi hér og þar, fór á myndlistarsýningu, gaf öndunum brauð, gekk um höfnina, tók myndir og sat á bekk. Ég borðaði humarsúpu á Sægreifanum og drakk kakó í Ráðhúsinu. Ég drakk kaffi í Eymundsson og lét mig dreyma um ferðalag til Mauritius eða Martinique á meðan ég mændi út yfir niðurringdan líðinn í Austurstrætinu. Ég skal jafnvel birta myndir af þessu við tækifæri.
Mig langar á Sirkus í kvöld að dansa en ætli maður húki ekki í vinnunni í nótt og skelli sér svo á fjall í fyrramálið.
Góða helgi kæru vinir og vandamenn, lovyaall!
Wednesday, June 06, 2007
Herbergi til leigu
Herbergið mitt fína á Baldursgötunni er til leigu í ágúst og afnot af þessari líka fínu íbúð sem er með öllum húsbúnaði. Viðkomandi mun deila henni með Jónínu, sem er barasta mjög þægileg í sambúð. Ég er á leið til Niðurlanda í byrjun ágúst og mun því vera fjarri góðu gamni í Þingholtunum.
Ef þig vantar herbergi í ágúst eða þekkir einhvern (til dæmis túrhesta á leið til landsins) sem vantar húsnæði á besta stað í bænum þá vertu endilega í bandi við mig.
Hægt að skilja eftir komment hér eða hafa samband í netfangið gunnhs@gmail.com
Láttu þetta endilega berast.
Fleira var það ekki í bili heillin
Ef þig vantar herbergi í ágúst eða þekkir einhvern (til dæmis túrhesta á leið til landsins) sem vantar húsnæði á besta stað í bænum þá vertu endilega í bandi við mig.
Hægt að skilja eftir komment hér eða hafa samband í netfangið gunnhs@gmail.com
Láttu þetta endilega berast.
Fleira var það ekki í bili heillin
Sunday, June 03, 2007
Góð helgi
Ég gekk ekkert um gula móa um helgina né söng fyrir orkídeurnar. Ég fór hinsvegar á reyklausan bar og talaði við ótal föla besservissa. Þeir biðu í röðum eftir að fá að romsa út ræðum um eigið ágæti við La bombe sexuelle. Allt einhverjir lúðar, að sjálfsögðu. Svo fór ég í sveitina og át yfir mig af lambakjeti og heimabökuðu. Held ég þurfi að drífa mig nokkrar ferðir upp Esju í vikunni til að streitast á móti óléttubumbunni.
Friday, June 01, 2007
Æsispennandi
Orkídeurnar mínar eru að blómstra aftur. Það gleður mig alveg ótrúlega mikið.
Ég var líka glöð að komast á topp Esjunnar í fyrradag.
Og ég er sjúklega glöð með að vera komin í helgarfrí. Nú er bara spurningin hvort ég ver henni í að vera heima og klappa orkídeunum um fagurgræn blöðin eða arki um gulgráa sinuna á fjöllum!
Ég er allavegana alveg búin að gefast upp á því að kíkja á kúreka á börum bæjarins. Þeir eru allir svo fölir og miklir menningarvitar og vita ekki neitt.
Ég held enn meydómnum en á nýja gula skó. Glöð með það og þá.
Ég var líka glöð að komast á topp Esjunnar í fyrradag.
Og ég er sjúklega glöð með að vera komin í helgarfrí. Nú er bara spurningin hvort ég ver henni í að vera heima og klappa orkídeunum um fagurgræn blöðin eða arki um gulgráa sinuna á fjöllum!
Ég er allavegana alveg búin að gefast upp á því að kíkja á kúreka á börum bæjarins. Þeir eru allir svo fölir og miklir menningarvitar og vita ekki neitt.
Ég held enn meydómnum en á nýja gula skó. Glöð með það og þá.
Subscribe to:
Posts (Atom)