Thursday, April 26, 2007

Hver þarf demantshring?

Í gær var ég með kvíðahnút í maganum yfir mikilvægri ákvörðun sem taka þurfti. Átti ég að kaupa demantshring, tösku, verðbréf eða barn fyrir peningana mína. Valið stóð lengi vel á milli barns og demantshrings. Vinkona mín benti mér hinsvegar hugulsöm á að barnið yrði nú ekki alltaf til, það yrði að lokum fullorðið og svo vitum við hvað gerist fyrir alla. Nú en demantshringurinn gæti farið út tísku. Ég keypti mér því Chloé kjól. Óggisslega fínan. Og í takt við nýtt markmið sem ég hef sett mér í lífinu: að vera meira í svörtum fötum. Öfugt við marga aðra sem langar að klæðast meira litum er ég orðin svolítið leið á að líta alltaf út eins og jólatré.
Hvað segiði annars kosningar, barnaklám og heilsufæði. Kjósa Samfylkinguna, ekkert barnaklám og borða hollt. Þeir sem vilja lesa um menningu og djúpar heimspekipælingar ættu að lesa Hrólf.
Ætla út að skokka.

Skoða þetta
  • Chloé


  • Já og ég ætlaði ekkert að kaupa barn sko. Bara svona styrkja barn um fæði og klæði og nám. Geri það bara aðeins seinna.

    Tuesday, April 24, 2007

    Af bleikum salernum og smokkapökkum i eldhusskuffum

    Vongóð og afar bjartsýn, fersk og frekknótt eftir sumarið, keypti ég stóran smokkapakka í apótekinu í haust. Með það mjög sterklega á tilfinningunni að eitthvað væri um það bil að fara að gerast í ástarmálunum hjá mér (eða allavegana kynlífsmálunum). Pakkinn liggur óopnaður aftast í eldhússkúffunni, týndur bak við reikninga, kvefmeðul og verkjalyf. Jónína hefur ekki einu sinni haft fyrir því að opna hann þrátt fyrir að ýmislegt virðist hafa gerst í hennar ástarmálum. Ætli ég taki pakkann ekki bara með til meginlandsins og treysti á að einhver hollenskur kúreki (nú eða túlípanabóndi) kunni að meta snilld mína og síðuspik. Ég veit ekki afhverju mig langaði að deila þessu með ykkur. Það er allavegana ekki vegna þess að móðir mín og faðir hafa víst verið kynnt fyrir skrifum La bombe sexuella. Mamma sagði bara að þetta væri hálfgerð vitleysa hjá mér en brosti þó út í annað. Hún er farin að kannast við uppátækin hjá örverpinu sínu.
    Nú! já já! Ég hef velt því mikið fyrir mér að fara í blogghlé þar sem ég hef ekkert nennt að skrifa undanfarið. Og ekki hef ég staðið við það að skrifa bara um pólitík og bókmenntir á nýju ári. Ég nennti ekki einu sinni að skrifa almennilega um menningarreysuna miklu til lans engla og póls. Mér fannst myndirnar frá Póllandi bara segja svo miklu miklu meira en mörg illa ígrunduð orð. Og þessar myndir frá Manchester finnst mér líka segja mikið um stemmninguna þar. Tvær blindfullar íslenskar stelpur og ein bresk/kínversk á bleiku klósetti í spilavíti!





    Thursday, April 19, 2007

    Tréklossar, túlípanar og grolsh

    Ég komst líka inn í prógrammið í Amsterdam.

    Monday, April 16, 2007

    Ja ja ja

    Ég að hjóla heim úr skólanum í pilsi, fínum skóm, með fartölvu og afskorin blóm í körfunni. Ég næsta haust. Ég að fara til Hollands í framhaldsnám. Fékk svar frá háskólanum í Utrecht í dag. Já já já. Ætla þó að bíða eftir svari frá skólunum í Amsterdam og Maastricht áður en ég tek endanlega ákvörðun. Það er þó vissulega heillandi tilhugsun að fara til Utrecht til hennar Krummu minnar.

    Ég verð kannski meira bara svona

    Tuesday, April 10, 2007

    Gaman að þessu

    Ég sit nú heima og sötra Veuve Clicquot úr kristalskampavínsglösum, anga af dýrindis Aveda snyrtivörum í nýrri silkiblússu, með leðurhanska, nýtt hálsmen, eyrnalokka og silkiklút. Er með nýja tónlist í eyrunum úr nýja ipodinum og horfi á Best Little Whorehouse in Texas. Tel á sama tíma klinkið og reyni að ákveða hvert útí heim ég eigi að fljúga. Dáist svo að sjálfsögðu að nýja listaverkinu mínu og reyni enn að halda lífi í blómunum. Takk fyrir mig. Elska ykkur öll.
    Í gær fór ég hinsvegar að hlusta á Björk. Mikið fannst mér gaman. Þetta var bara helvíti flott hjá henni kellingunni. Gef lítið út á kvartanir um að hún hafi ekki tekið nógu mikið af nýjum lögum og að hitt og þetta hafi ekki verið nógu gott hjá henni. Hún var djöfulli kröftug, blásarastelpurnar voru góðar og það var auðvitað bara snilld að hlusta á dúettinn með Antony. Síðasta lagið var líka snilld, greinilega undir miklum áhrifum frá Rass, og það eru nú ekki leiðinleg áhrif. Hot Chip voru líka ansi hressandi. Boston líka hressandi. Og ég var hress. Þrátt fyrir að þurfa að standa úti í rigningunni í góðan klukkutíma til að kaupa mér miða á síðustu stundu á meðan allir vinir mínir strunsuðu inn á gestalista. Helvítis listaspírupakk. Nei djók.
    Nú já já og svo er maður auðvitað rétt að koma niður á jörðina eftir frábæra Pólandsför. Ég eignaðist góða vini þar.




    Ragna líka


    Og við vorum líka mjög góðar vinkonur í Kraká





    Jamm og já já gaman að þessu

    Friday, April 06, 2007

    Dolly Parton 2007

    Eg og Dolly

    Mér fannst ég svo fín með förðunina og fjaðrirnar að ég tímdi ekki að fara að sofa. Ákvað því að taka nokkrar myndir af mér og Dollý. Ég er auðvitað ekkert alveg í lagi.



    Mikið er annars gaman á tónleikum. Var á Blonde Redhead í gær. Skemmtilegir tónleikar og þá ekki síst fyrir það hvað Reykjavík! er skemmtileg hljómsveit. Og svo eru bræðurnir í Blonde Redhead svo kynþokkafullir. Væri til í að sofa hjá þeim báðum, helst í einu!!!


    Dolly Parton var líka stórkostleg. Hún er auðvitað brjálæðislega hæfileikarík konan og mikill kúlisti. Hún tók alla sínu helstu slagara og reytti af sér brandarana á milli laganna. Hún spilaði á fiðluna, banjóinn, gítarinn, munnhörpuna og píanóið. Auk þess auðvitað að syngja með sinni ýðilfögru söngrödd. Mikið er ég glöð að hafa séð hana á sviði. Nú get ég tekið efri árunum með stakri ró.

    Wednesday, April 04, 2007

    Byrjum a þessu

    Hellú hellú. Það hefur verið mikið um að vera og hvar skal byrja? Byrjum bara á endinum. Gærdeginum. Þrítugsafmælisdeginum. Fertugsaldurinn. Fagnaði honum með kökuáti, rauðvínsdrykkju og indverskum mat. Ljómandi alveg.
    Nú og svo teitið fræga á laugardaginn. Gott partý maaður. Las Vegas í fjórtánda veldi. Allt tótallí óver the topp. Sjúkar skreitingar sem skreitinganefndin sá um.

    Thanks a lot gals, you did a fabulous job.

    Nú og svo sáu systur mínar og mæður (já hún móðir mín er svo stórkostleg að hún á skilið að vera nefnd í fleirtölu) um veitingarnar. Hnallþórur á borgfirska vísu og svo Las Vegas kakan góða.


    Og að sjálfsögðu pólskt vodka. Jeih og jibbícola.


    Systurnar og Einararnir mættu svo í nýjasta nýju frá Las Vegas og mamma var líka í miklu stuði.



    Ég var líka fín og í miklu stuði.



    Nú og svo mætti Elvis að sjálfsögðu og presturinn og glaumgosinn.




    Og Ðí sjóvgörl með lífverðinum sínum.


    Já það er stuð og mikil læti að vera þrítugur.