Wednesday, November 29, 2006

Monday, November 27, 2006

Kindabyssur og kynlif

Kindabyssan stendur eitthvað á sér. Það hefur bara rétt puðrast úr henni þegar ég hef reynt að skjóta karlmenn með henni. Ég hef rétt náð að særa eyrnasnepilinn á einum og það fuku tvö hár af höfði annars. Kannski er það ekki bara byssan samt. Ásetningurinn er trúlega ekki nógu einlægur hjá mér. Lesbískan stendur líka eitthvað á sér. Held ég sé strax orðin fráhverf þeirri hugmynd að fara að sofa hjá stelpum. Nenni því ekki. Held ég haldi mig bara við ein- og skýrlífið. Um fátt annað að ræða í stöðunni.

Sunday, November 26, 2006

Hvað ætli lesbiur fai i laun

Það er sniðugt að hafa svona þema í gestavali þegar maður býður til veislu. Um síðust helgi var það ungir Vesturportsleikarar, Tékkar og séní eins og ykkar einlæg. Í gær var það ungir sjálfstæðismenn, Garðbæingar og séní eins og ég. Ég er búin að ákveða þemað í mínu brúðkaupi, nei ég meina þrítugsafmæli. Það verður ónytjungar, ekki svo ungir kommúnistar, landsbyggðarpakk, lífskúnstnerar og fyllibyttur. Flestir sem ég þekki ættu að finna sig í allavegana einum af þessum hópum. Ætti að verða gott partý.
Partýið í gær var ansi hressandi. Skemmtilegt og vel útilítandi fólk á hverju strái. Allir kepptust við að vera fyndnir og ég er ekki frá því að ég hafi náð að segja einn eða tvo sem féllu í góðan jarðveg. Já já.
Ég féll frá elegant þemanu í fatavali og fór í bling bling þemað frekar. Leið held ég meira eins og jólatré en Dorrit. En ég meina jólatré eru fín. Hegðun og framkoma voru heldur ekki svo svakalega elegant. Ég reyndi þó og remdist að missa mig ekki alveg. Það gekk ágætlega. Ég var samt ekki alveg edrú þegar ég kom heim í morgun og skrifaði hressandi færslu (sem hefur nú verið ritskoðuð, sorry). Ég stend þó við hvert orð sem ég skrifaði og þetta með Sævar er satt. Jafnaðarmaðurinn í mér braust fram með miklu offorsi undir hægri halelúja söngnum í veislunni. Mér fannst því ekkert sjálfsagðara en að róninn fengi líka sinn drykk og ætti nú aldeilis skilið að ferðast á sinn náttstað í leigubíl eins og við hin. Það er líka satt að ég ætli að skjóta alla karlmenn í höfuðið með kindabyssu. Ég er búin að gefast upp á þeim fyrir fullt og allt og hugleiði nú í alvöru að gerast lesbía. Ég held að það gæti verið ágætt. Annars var nú góður vinur minn að benda mér á að ég þurfi bara að hætta að fara í öll þessi brúðkaup og gráta það að vera ekki sú heppna. Málið sé að fara að sækja jarðafarir og fagna því að vera ekki sú dauða. Góð hugmynd.
Jæja best að birta nokkrar myndir af öllu sæta sæta sæta fólkinu í brúðkaupinu

Sæt en nei ekki brúðhjónin


Og þær ekki heldur


Hrefna og Hafsteinn, sætu, sætu, sætu


Sæt


Une bombe sexuelle


Sætar
Jæja ætla að haltra á bókasafnið og lesa mér til um lesbíufræði.

Saturday, November 25, 2006

Takk fyrir siðast

Ritskoðað. Æh nenni ekki að hafa svona fyllerísröfl hérna.

Thursday, November 23, 2006

Plan B

Það er komið babb í bátinn. Elegant skandinavian design kjóllinn minn sem Dorrit væri stolt af að eiga er í það þrengsta.
Ég er orðin svo þrýstin eitthvað!
Það er fernt sem ég get gert í stöðunni.
Númer 1. Sleppt því að borða fram að brúðkaupi (1 og hálfur sólahringur), þambað vatn og grænt te, fengið mér shock in naríur og harkað af mér í kjólnum.
Númer 2. Farið í rauða uppáhaldskjólnum sem ég er búin að nota billjón sinnum en mér finnst ég alltaf jafn sæt í.
Númer 3. Skolað það mesta af hvítvíninu úr bláa kjólnum síðan um síðustu helgi og haldið áfram með Dynasty þemað. Ungu sjálfstæðismennirnir hljóta nú allavegana að vera ánægðir með litinn á kjólnum.
Númer 4. Farið í Spútnik og keypt mér glænýjan gamlan kjól.
Hmmm hvað skal gera? Númer 4 er nú ákaflega freystandi valkostur.

Ég var búin að hugsa mér að setja inn mjög svo gáfulega en jafnframt hressandi færslu um upplifun mína af bókinni Í reiðuleysi í París og London (Down and Out in Paris and London) eftir George Orwell sem ég er að lesa. Sú færsla verður að bíða betri tíma þar sem mikilvægari hlutir en heimsbókmenntirnar eru í forgangi í kvöld. Það er rétt hægt að ímynda sér sjokkið sem ég varð fyrir þegar ég uppgötvaði þetta með kjólinn. Þvílíkt áfall á síðustu stundu. En ég er þó allavegana búin með það mikilvægasta fyrir veislu af þessu tagi, að fá mér strípur, fá mér gelneglur, fara í spray tan og plokka AF mér augabrúnirnar, eða ekki.

Tuesday, November 21, 2006

Eg laug

Það er auðvitað helber andskotans lýgi að ég hafi borið af í glæsileika í þessari veislu.
Ég var að vísu helvíti fín í bláa kjólnum

en við stelpurnar vorum bara allar svo djöfulli sætar og fínar.

Hún var þó lang lang flottust og segja má að hún hafi borið af í alla staði


Nú blóta ég ekki meira á þessu ári og ég er hætt notkun orðsins sleikur.
Lifið heil.

Sunday, November 19, 2006

Dynasty gjörningurinn

Ég er mjög listhneigð týpa og þessvegna kýs ég að líta á hegðun mína í gumkaupi í gær sem gjörning. Og þvílíkur gjörningur! Ég sá öllu listræna leikaraliðinu fyrir góðri skemmtun. Dansaði djarfan dans við funheitan leikara upp á borði og reyndi massíft við annan, grínaðist við Jónsa eins og við værum bestu vinir, flutti fyrirtaks ræðu fyrir gumgumann og hegðaði mér almennt og yfirleitt afar illa í alla staði. Og vá hvað þetta var gaman. Og ég var auðviað gorgeus í bláa dynasty kjólnum, bar af, verð ég að segja. Ha ha og er með símanúmer einhverra ungra Vesturportsleikara í símaskránnni. Skrítið samt að þau skuli öll byrja á 372!
Um næstu helgi verður tekinn annar póll í hæðina. Þá verð ég afar elegant og á eftir að heilla alla ungu sjálfstæðismennina upp úr rándýrum Loyd skónum með fágaðri framkomu minni. Dorrit á eftir að verða stolt af mér. Verst að það voru víst einhver vitni úr Garðabænum í gær. Veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við því. Ætli það sé ekki bara best að koma þeim fyrir kattarnef fyrir helgi.
Jæja verð að hætta og fara að æla!!!

Wednesday, November 15, 2006

I know famous people and people who know famous people

Ég er í alvöru að nýta tíma minn í mjög gáfulega hluti. Ég bara gleymdi mér um stund og fór að taka myndir af skónum mínum og ákveða í hverju ég ætla að vera um næstu helgi og þarnæstu helgi og þarþarnæstu helgi og skoða myndbönd á youtube og svona. Ég er þó í raun á kafi í vinnu. Er til dæmis í vinnunni núna (að vísu að blogga í vinnunni en hei allavegana í vinnunni!). Nú og svo er ég langt komin í umsóknarferlinu. Er búin að biðja alla um meðmæli og meira að segja fá meðmæli og skrifa letter of intent, und alles. Ég er að massa þetta.

En mikilvægast af öllu eru auðvitað þær fréttir að ég þekki heimsmeistarann í kraftlyftingum. Spáið í því hvað það er töff. Ég í útlöndum: Jess jess I know the world champion in heavy lifting and I'm like the best friend of Björks baby sitter. Kannski ég láti þessar upplýsingar koma fram í ferilskránni minni.

Þetta Emmylou Harris myndband er svooo fallegt.

Tuesday, November 14, 2006

A love that will never grow old

Sunday, November 12, 2006

Skóhornið

Það jafnast ekkert á við að sitja heima á köldu sunnudagskveldi í nóvember með lakkríste, Coltrane á fóninum og pússa skóna sína. Nema kannski ef vera skyldi að fara í kvikmyndahús með unnustanum. En það er nú hvort sem er ekki verið að sýna neitt spes.


Salvador Sapena safnið



Nýju Mary Poppins skórnir mínir

My dress



Saturday, November 11, 2006

Dynasty meets Rvk city

Ég er búin að kaupa mér absolutely fabulous kjól fyrir gumkaupið um næstu helgi. Hann er very Joan Collins meets Grace Jones. Lúkkið sem ég er going for er Disko meets Dynasty




Helgina eftir ætla ég meira að go for Dorrit meets Kate Bush í elegant design



Jibbícola hvað ég verð fín

Friday, November 10, 2006

Verra verður það varla

Ritskoðað
Ég biðst afsökunar á að birta þennan viðbjóð. Þetta er bara of vont til að gera það ekki. Maður spyr sig: Er Birgir þroskaheftur eftir alltsaman.

Wednesday, November 08, 2006

Stess

Ég er að skoða skóla og sækja um í námi erlendis. Þetta er sérlega streituvaldandi. Þetta þýðir að bíllaus manneskjan þarf að vakna fyrir hádegi og dröslast hingað og þangað um bæinn að sækja meðmæli og einkunnir og prófskírteini og sakavottorð og fæðingarvottorð og ég veit ekki hvað. Svo þarf að láta þíða (vá hvað ég hef ekki hugmynd um hvenær og hvort það er ý í þíðir) allt heila helvítis draslið. Svo þarf ég að skrá mig hér og þar í allskyns próf og í tölvukerfi skólanna. Og svo þarf ég að sannfæra fólk um að gefa mér brilliant meðmæli og krossleggja fingur í von um að blessaðir sálfræðiprófessorarnir í HÍ gefi mér GÓÐ meðmæli en ekki bara einhver mæli. Nú og svo þarf að uppfæra ferilskrána og þýða hana og skrifa ritgerð um hvað það er sem ég ætla mér með þessu blessaða námi. Sem er kannski erfiðasti hlutinn. Það er t.d. mælt með því að ég tilgreini hvaða prófessorum ég hafi áhuga á að vinna með og hvaða rannsóknir mig langi til að gera. Sjæt og mig sem langar bara að vera að skoða skó á e-bay í tölvunni!
Ég er búin að lifa of ljúfu lífi of lengi held ég. Ég hef bara þurft að mæta til vinnu svona endrum og sinnum og einbeita mér svo að því að njóta lífsins. Ég hef mestar áhyggjur haft af því að komast ekki yfir að lesa nógu margar bækur, horfa ekki á nógu margar gæðakvikmyndir, prjóna ekki nógu margar peysur á sjálfa mig og hlusta ekki á nógu mikið af yndislega þunglyndislegri tónlist. Nú og svo hef ég haft áhyggjur af því að hitta vini mína og fjölskyldu ekki nógu oft af því ég þarf svo mikið að vera heima að lesa með kveikt á kerti og Will Oldham á fóninum.
En nú er öldin önnur. Ég er sessagt á leiðinni í nám, búin að skrá mig í Samfylkinguna og ætla nú einungis að prjóna barnaföt á annarra mann afkvæmi, nei annars þarna dreg ég mörkin, ég prjóna BARA á sjáfa mig!
Lifið heil og go Solla go Solla go Solla!

Monday, November 06, 2006

Ég jata en biðst vægðar

Ég fíla Dressmann auglýsingarnar!

Thursday, November 02, 2006

Make over

Fjórtán ára yngismær bauðst til eða öllu heldur grátbað mig í dag að gerast stílistinn minn. Hún sagðist myndi byrja á því að plokka á mér augabrúnirnar og slétta á mér hárið. Lita það síðan ljóst og taka toppinn frá andlitinu með spennu. Svo ætlaði hún að setja mig í push-up brjóstahaldara og fleginn bol. Því næst kaupa á mig þröngar gallabuxur og stígvél með pinnahæl utanyfir. Senda mig svo í ljós og púðra mig loks með sólarpúðri.
Hún lofaði því að fengi hún að gera þessa yfirhalningu á mér gæti hún reddað mér steaming hot gæja á no time.
Ætti ég að slá til?