Sunday, October 15, 2006

Jæja

Það hefur ýmislegt mismikilvægt drifið á daga mína undanfarið sem ég hef ekki haft fyrir að deila með lesendum mínum. Nú held ég að tími sé til kominn til að sjéra. Mígrignandi sunnudagur og enginn svarar símanum. Var að lakka neglurnar svo ekki get ég prjónað.
Ég sem sagt fór á forsýningu á The Devil Wears Prada í Prada skónum mínum í vikunni. Og takið eftir: skórnir eru the real thing, ekkert keypt í Kína drasl. Myndin var hressandi en bókin er þó betri. Mun meira kjöt á beinunum þar.
Nú og svo fór ég á Ölstofuna á fimmtudagskvöldið og drakk sódavatn allt kveldið. Keypti mér að vísu bjór en langaði barasta ekkert íann svo ég gaf hann bara frá mér og fékk mér sóda. Ég er sessagt enn í detox þó að ég hafi að vísu fegnið mér hvítvínsglas í gær og einn vodka á föstudaginn!
Ég keypti mér annað skópar. Ég er SJÚK kona.
Ég ákvað að verða alvöru og fékk mér myspace síðu. Mér gengur frekar illa að eignast vini og er haldin nettri minnimáttarkennd inn í þessu ofursvala og flippaða netsamfélagi. Þetta er ekki ósvipað tilfinningunni að labba inn á kaffihús eða bar fullan af ungu og mjög svo meðvituðu fólki og hafa það á tilfinningunni að allir þekkist og að þú sért hreynt ekki velkomin í hópinn. Hmmmm.... ég ætla nú að gefa þessu sjéns.
Ég hef nú rifjað upp kynni mín af gömlum og góðum vinum. Seinfeld er nú auðfúsugestur á Baldursgötunni, jeih, velkominn vertu vinur.
Það er búið að bjóða mér í þrjú brúðkaup á næstu vikum, ég frétti af einni óléttu og tvær vinkonur útskrifast nú í haust sem sálfræðingar. Ég veit ekki hvað fólk er að reyna að gera mér. En allavegana til hamingju með þetta Hrefna og Hafsteinn, Fríða og Heiðar, Marian og Aggi, Mæja og Nökkvi, Hrafnhildur og Jónína. Ég samgleðst ykkur öllum innilega en er líka sjúklega öfundsjúk.
Það hefur verið frekar rólegt hjá nágrönnunum. Smá sala samt í gangi, en það er nú bara eins og gengur. Einstæði faðirinn sést ekkert. Ég er orðin mjög áhyggjufull. Hvað er þetta eiginlega með manninn!
Nú og svo fór ég í réttir í haust

4 comments:

Anonymous said...

Vá ! Eru þetta marblettir ?!?
Þig vantar greinilega c-vítamín elskan mín :) Hvenær ætlarðu að kíkja í heimsókn ? (ég skal gefa þér c-vítamín hehe)

Anonymous said...

Þú hefur greinilega ekki dregið í réttum mín kæra. Það þarf engan c-vítamín skort til að verða svona útleikinn eftir réttir.
já heimsóknin góða, nú gengur ekki annað en að fara að drífa sig bara ;)

Anonymous said...

Hvaða ókindur varstu að draga í dilka?

Anonymous said...

Hahaha nei það er rétt hjá þér, hef aldrei prófað réttir :) En trúi þér alveg :)
xx
Ágústa