Sunday, October 29, 2006

Spurning

Hvort er nær raunveruleikanum: Lífið eins og maður óskar þess að það sé eða lífið í Woody Allen mynd?

Friday, October 27, 2006

Oli steik

Óli minn Stefáns er sjálfstæðismaður og yfirlýstur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar!!!
Þetta eru ein mestu vonbrigði lífs míns.

Mýrin olli mér hinsvegar engum vonbrigðum.

Og það er komin helgi, jibbí jóh jibbí jeih! og ég er dottin íða. Þó ekki áfengisfyllerí heldur nett óhollustufyllerí. My detoxing days are over my friends. Ætla upp í sveit að borða kökur og drekka kaffi með henni móður minni. Vona bara að ég sleppi við sláturgerð.

Shot through the heart and your'e to blame, baby you give love a bad name, bad name
I play my part and you play your'e game, baby you give love a bad name

Tuesday, October 24, 2006

Dagurinn i dag og um tilhugalifið

Lífið er gott í dag. Ég sit á kaffihúsi í miðbænum með minn fyrsta latte í mánuð og Nick Cave situr á næsta borði. Það er þriðjudagur og ég er í fríi. Hef hugsað mér að eyða deginum við kaffidrykkju og tölvuhangs. Ekkert samviskubit yfir að vera ekki að gera ekki neitt. Ég er búin að vera svo dugleg við að vinna og prjóna og lesa og hitta fólk. Í nóvember er svo planið að byrja enn eina ferðina á að sækja um í mastersnámi. Sjáum til hvort ég hef það af þetta árið. Annars var ég nú að fá þá hugmynd rétt áðan að fara bara að vinna í hlutastarfi á kaffihúsi eða eitthvað svona heilalaust og einbeita mér að því að skrifa eitt stykki skáldsögu. Það væri uber.
Ég fór á barinn á föstudaginn með Hrafnhildi sem var svo almennileg að kíkja í heimsókn til okkar hér á skerinu. Ég drakk vodka í trönuberjasafa og hún bjór. Við fengum ekki frið fyrir litlum fullum köllum sem stóðu í röðum við borðið okkar, æstir í að bjóða okkur í partý í Grafarvogi eða deila með okkur ömurlegum fylleríssögum sínum. Við reyndum ýmislegt til að losna við þá. Það fyrsta sem mér datt í hug var einfaldlega að standa upp. Ég hélt að sú staðreynd að þeir náðu mér þá flestir rétt upp fyrir mitti, væri nóg til að hrekja þá í burtu. En það virtist bara espa þessa litlu kalla upp. Trúlega eitthvað karlmennsku kjaftæði að reyna við konur sem eru helmingi yngri og helmingi hærri en þeir. Hrafnhildi datt þá í hug að ljúga þessa menn fulla. Við vorum þá ýmist færeyskar hórkonur eða giftar kraftlyftingakonur frá Fáskrúðsfirði. Ekkert virkaði. Þá reyndum við að vera ís jökul kaldar. Litlu mennirnir reyndu þá bara ákaft að bræða okkur upp. Ég starði þá miskunnarlaust framhjá þeim, þóttist ekki taka eftir þeim. Þurfti reyndar eiginlega ekkert að þykjast því að Ólafur minn Stefánsson var á staðnum og jiih minn eini hvað mér finnst hann æðislegur. Skil ekkert í þeim leiðu mistökum hjá móður náttúru að gifta hann annarri konu. Mennirnir byrjuðu þá að strjúka mér um bakið og reyna að kissa á mér hvirfilinn, minnsti maðurinn reyndi að nugga lærum sínum upp við kálfann á Hrafnhildi. Þá var komið gott það kvöldið.
Þetta er orðið uggvænlegt. Það er fernt sem gerist í srákamálunum mér þegar ég fer út. 21 árs gaurar reyna að fara í sleik við mig á dansgólfinu, litlir gamlir kallar láta mig ekki í friði, ég lendi í æsilegum augnkontakt við sjúklega sæta menn sem hætta svo ekki að dást að mér þegar ég kynnist þeim og kemst að því að þeir eru samkynhneigðir eða zero, nothing happens.
But hey I'm happy beeing single. Allavegana meðan Óli er enn giftur.

Tuesday, October 17, 2006

Fullorðið folk

Nú og svo má auðvitað ekki gleyma því að Hanna Kristín Lind er orðin trúlofuð doktor Ólafsdóttir, hvorki meira né minna. Og Ágústa og Matti eignuðust svaka sæta stúlku um daginn og hún Brynja mín er búin að kaupa sér þessa líka fínu íbúð. Til hamingju með þetta, mínir fullorðnu vinir.

Sunday, October 15, 2006

Jæja

Það hefur ýmislegt mismikilvægt drifið á daga mína undanfarið sem ég hef ekki haft fyrir að deila með lesendum mínum. Nú held ég að tími sé til kominn til að sjéra. Mígrignandi sunnudagur og enginn svarar símanum. Var að lakka neglurnar svo ekki get ég prjónað.
Ég sem sagt fór á forsýningu á The Devil Wears Prada í Prada skónum mínum í vikunni. Og takið eftir: skórnir eru the real thing, ekkert keypt í Kína drasl. Myndin var hressandi en bókin er þó betri. Mun meira kjöt á beinunum þar.
Nú og svo fór ég á Ölstofuna á fimmtudagskvöldið og drakk sódavatn allt kveldið. Keypti mér að vísu bjór en langaði barasta ekkert íann svo ég gaf hann bara frá mér og fékk mér sóda. Ég er sessagt enn í detox þó að ég hafi að vísu fegnið mér hvítvínsglas í gær og einn vodka á föstudaginn!
Ég keypti mér annað skópar. Ég er SJÚK kona.
Ég ákvað að verða alvöru og fékk mér myspace síðu. Mér gengur frekar illa að eignast vini og er haldin nettri minnimáttarkennd inn í þessu ofursvala og flippaða netsamfélagi. Þetta er ekki ósvipað tilfinningunni að labba inn á kaffihús eða bar fullan af ungu og mjög svo meðvituðu fólki og hafa það á tilfinningunni að allir þekkist og að þú sért hreynt ekki velkomin í hópinn. Hmmmm.... ég ætla nú að gefa þessu sjéns.
Ég hef nú rifjað upp kynni mín af gömlum og góðum vinum. Seinfeld er nú auðfúsugestur á Baldursgötunni, jeih, velkominn vertu vinur.
Það er búið að bjóða mér í þrjú brúðkaup á næstu vikum, ég frétti af einni óléttu og tvær vinkonur útskrifast nú í haust sem sálfræðingar. Ég veit ekki hvað fólk er að reyna að gera mér. En allavegana til hamingju með þetta Hrefna og Hafsteinn, Fríða og Heiðar, Marian og Aggi, Mæja og Nökkvi, Hrafnhildur og Jónína. Ég samgleðst ykkur öllum innilega en er líka sjúklega öfundsjúk.
Það hefur verið frekar rólegt hjá nágrönnunum. Smá sala samt í gangi, en það er nú bara eins og gengur. Einstæði faðirinn sést ekkert. Ég er orðin mjög áhyggjufull. Hvað er þetta eiginlega með manninn!
Nú og svo fór ég í réttir í haust

Wednesday, October 11, 2006

Monday, October 09, 2006

Ber

Nú er illt í efni. Sambýliskonan er nú ýmist ber að ofan eða neðan þegar ég kem heim. Loksins þegar ég tók mig á í þessu.

Auðvitað

Mér finnst að Chris Martin ætti að hætta með Gwyneth og byrja með mér.

Best off: Nieces & nephews, August 2006


Siggi og Sveinn Dísusynir


Ásrún Gyða Áshildardóttir


Sigurður


Smári Jóhönnuson


Bjartur Daði Sigrúnarson


Heiðrún Una Sigrúnardóttir


Guðrún Dísudóttir

Faðerni er málinu alls óviðkomandi.

Ogeð

Það sem maður leggur ekki á sig fyrir heilsuna!
10 vikur eftir af prógramminu en ég er að hugsa um að rúna þetta aðeins af og sleppa þarna einu núlli, sem sagt 1 vika eftir :)

Sunday, October 08, 2006

Ogeðsdrykkur og viðreynsla

Ég veit fátt betra en að baka amerískar pönnukökur þegar ég vakna á sunnudögum og borða þær með beikoni og miklu sírópi og skola þeim niður með sterku latte. Í dag er sunnudagur og ég fékk ógeðsdrykk í morgunmat. Ekki prótíndrykk, heldur ógeðsdrykk. Volgt vatn, epsom salt, ólífuolía og sítrónusafi, uhmmmmm! Þið getið rétt ímyndað ykkur hver tilgangurinn er. Já, það er gaman að þessu.
Á föstudaginn fór ég á Argentínu og drakk freyðivín, rauðvín, vodka og kaffi, borðaði blóðuga steik og franska súkkulaðiköku með ís. Þetta var himneskt og bara svo það sé alveg á hreinu, inn í mínu sérsniðna detoxprógrammi allan tíma. Ég dressaði mig upp í mitt fínasta púss, stillti vel glossuðu sparibrosinu upp á smettinu og átti að sjálfsögðu massasjéns í strákana. Þeir þorðu bara ekkert að koma og reyna við mig! Góð vinkona mín benti mér á að það þýddi auðvitað ekkert að bíða bara eftir að þeir meikuðu múv. Málið væri að "maður verður bara að labba að þeim og brosa brjálæðislega beint framan í þá" en hún tók það samt fram að "ekki það að ég hafi prófað þá aðferð". Prófa þetta næst og þá get ég frætt hana um hvort þetta virkar.
Ég ætla að reyna að þrauka viku í viðbót á detoxprógrammi á fullum stryrk, fara svo að slaka eitthvað aðeins á í þessu.

Tuesday, October 03, 2006

Life goes on

9 dagar í afeitrun, nó problem for John Boblem ;) and I feal fine. Finn nú ekki fyrir mikilli breytingu, I just feal fine.

Salan er komin í fullan gang á móti eftir sumarhlé. Sjaldan verið jafn góður bissness. Ferskur farmur beint frá Amsterdam. Einstæði faðirinn er líka farinn að sjást aftur. Við sambýliskonurnar vorum farnar að halda að hann væri algjörlega týndur og tröllum gefinn, fluttur til kærustunnar eða eitthvað. En nei nei við sjáum hann nú einstaka sinnum við sína subbulegu iðju á tröppunum, nýklipptur og fínn. Hann hefur kannski bara líka verið í Amsterdam í sumar að reykja eitthvað sterkara en tóbak. Já lífið gengur sinn vanagang á Baldursgötunni að loknu þessu líka skemmtilega sumri. Eini munurinn er að nú er hér ekkert sullað í rauðvíni og súkkulaði hefur verið skipt út fyrir harðfisk. Já og ég er farin að ganga í buxum heima við.

Best off: Sumar 2006


Í Köben

Á fjöllum with Smári

Með Willie á Keili

Undir jökli

Í stætó

Í Stórurð

Á Borgarfirði

Í matarboði

og á toppi Kálfatinds á Hornströndum með Sigrúnu sys