Ég er að pæla í mjög töff hlutum þessa dagana enda er ég mjög töff típa og töff típur spá í töff hlutum, það gefur auga leið.
Í fyrsta lagi er það blessaður fjörfiskurinn sem bara spriklar og spriklar. Ég skil bara ekkert í þessu og er satt að segja orðin nokkuð pirruð á þessum þorski. Spriklið er að vísu búið að vera í sögulegu lágmarki í dag. Ég held að ástæða þess sé að ég skvetti vel í mig í gærkveldi og kleif svo Esjuna í dag. Bæði sérlega hressandi athafnir með ótvíræðan lækningamátt. Nú er bara að vona að ég hafi náð að deyfa fjörið í þessari helvítis bleikju fyrir fullt og allt.
Í öðru lagi er ég mikið að pæla í að fara í sólarlandaferð með mömmu minni í sumar. Það er töff. Kíkja með kellu til Mæjorka eða Kanarí. Fá sér konjak með morgunkaffinu, sötra una clara á sundlaugarbarnum og ræða um gamla daga. Mamma mín er nú eðalfélagsskapur og ekkert nema tilhlökkunarefni að eyða smá frítíma með henni ef af verður.
Í þriðja lagi er það auðvitað þrítugsafmælið mitt sem ég er að pæla í. Það er eftir 11 mánuði og orðið löngu tímabært að fara að planleggja það. Ansi margt sem þarf að huga að þegar skipuleggja á teiti teitanna.
1. Ákveða dagsetningu (tsjékk laugardagur 7.apríl 2007)
2. Brugga rauðvínið fyrir sangríuna
3. Safna hári
4. Kynnast einhverjum kúl hljómsveitargaurum sem myndu svo gera vinkonu sinni greiða og spila í afmælinu hennar. Strákunum í Sálinni kannski, Helga Bjöss eða Bubba já eða bara Ragga Bjarna. Þetta er ærið verkefni
5. Finna hið fullkomna húsnæði
6. Fá uppskriftina að innbökuðu ólífunum hjá Brynju og gera u.þ.b. 4 tonn af því góðgæti
7. Fá hugmyndir að fleiri stórkostlegum partýréttum, prófa þá og smakka til
8. Finna rétta partýdressið
9. Sjá til þess að þessir blessuðu vinir mínir sem eru bóhem, menntamenn og ónytjungar upp til hópa verði á landinu og ekki ólettir þennan umrædda dag
10. Safna freknum
Já það er að mörgu að hyggja og 11 mánuðir eru ekki svo langur tími þegar maður spáir í því vegna þess að: Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, time flies when youre having fun, vhem can segla för utan vind, vhem can ro utan ora, gleði gleði gleði gleði líf mitt er, working nine to five, what a way to make a living, cause IIIII will always love you! og svo framvegis.
Jæja Mr. Allen er í imbanum og það lætur maður nú ekki fram hjá sér fara.
Já og hér eru myndir af öðru áhættuatriði úr húsdýragarðinum
6 comments:
gud hvad èg er ordinn spenntur!
Eg tek daginn frá
jess....... safna freknum, það eru sko ekki allir sem geta það en ég er nokkuð góð í því
jesús minn er litla systir bráðum að komast á fertugsaldurinn.
heyrdu er tetta ekki god rassa-aefing ad sitja a tessum stol? synist ad hann verdi ad vera vel spenntur
Já Dísa mín þú þarft nú ekki að hafa miklar áhyggjur af freknusöfnunni, þú ert trúlega nálægt heimsmeti í því :)
Nei Hanna ég mæli ekki með þessum stól til rassæfinga. Þessi stóll var nú bara ótrúlega comfí, ég er bara að demonstrera að ég sit virkilega á nöglum þarna á myndinni. Ég mæli hinsvegar með reglulegum ferðum í húsdýragarðinn fyrir geðheilsuna ;)
Post a Comment