Sit núna við tölvuna hjá elskulegri Sigrúnu systur minni. Var að passa fyrir þau hjónakornin (þau eru reyndar ekkert gift, á ekkert að fara að skella sér á skeljarnar Einar?) í gærkvöldi. Það var nú bara hressandi. Börnin ljúf sem lömb og ókeypis matur!!! Fór líka á efri hæðina og fékk kaffi og bailys þar! Er í fríi í dag. Virðist ekki ætla að nýta daginn í neitt gáfulegt frekar en fyrri daginn. Maður verður nú að sofa út og blogga og hangsa svolítið. Er nú boðin í útgáfuteitið hjá Jóni Ólafs í dag. Eða Jónínu er öllu heldur boðið og hún ætlaði að bjóða mér með. Ég nenni ekki að fara. Ég ætti samt að fara. Það er nú ekki eins og ég hafi ekki eytt heilum mánuði í helvíti (þjóðarbókhlöðunni) við að leita að blaðagreinum um kallinn í fyrra. Frekar leiðinlegt verkefni, verð ég að segja. Það var þó heldur betur skemmtilegt sem tók við því í fyrrahaust, sól og sumar í suðurfrakklandi og svo yndislegir mánuðir í Parísinni minni. OOOOOh mig langar aftur til Parísar. Ég sakna Hideko og Pitu og Pan og Mustafa og Fabio og Ao. Sakna rauðvínsdrykkjunnar og expressódrykkjunnar. Tveir tímar í skólanum á dag og svo hið ljúfa líf. Fegurðarblundur og freyðibað. Diner og djamm. Jæja þíðir ekki að gráta það. Þetta var allavegana afar gaman þegar að á því stóð og ég á nú eftir að fara aftur til Parísar. Verð að læra þessa blessuðu frönsku almennilega. Ég er annars alltaf eitthvað voðalega veik fyrir franska kærastanum mínum, sem ég held að eigi kærustu sem heitir ekki Gunnhildu! Aaaaah ég hata hann fyrir að geta ekki látið hausinn á mér vera eða er það kannski hjartað. Quentin Tarantino og Eiður Smári komu að borða hjá okkur um helgina. Mér finnst þeir báðir kúl. Gaman að því.Jæja best að drífa sig heim að prjóna!!!
Blessaðir bekkjafélagarnir
Efri röð: Adi hinn ameríski, man ekki, Gunnhildur, Mustafa, Einar og Pita.
Neðri röð: Man ekki, Young Ya (Kim), Young zhja (Pan), Vicky og Mutsumi.
6 comments:
held að ég þekki man ekki...ég á líka myndir af honum
aldrei að vita:)
hélt þú værir að tala um veitingastaði þegar þú sagðist sakna pita og pan...
ja eg helt thad lika, en meira svona kebabstadur.
Heih ég veit ég hugsa mikið um mat en fólk kemst alveg að stundum líka. Hvað hélduð þið þá að ég ætti við með Mustafa og Fabio, klámmynd fyrir konur um sjóðheita suðræna sveina?
Nu var thad ekki klammynd?????
Post a Comment