Monday, November 28, 2005

Himneskur dagur

Ég hélt ég hefði dáið og farið til himna í gær. Guðdómlegur dagur, himneskt kvöld. Ég fór út að borða á Sjávarkjallaranum með Ásu samstarfskonu. Og óh mæ god hvað það var yndisleg upplifun. Maturinn var bara guðdómlega góður. Við keyptum okkur svona exotic menu og fengum einhverja milljón rétti. Meðal annars kengúrukjöt sem var bara ótrúlega gott, flottasta sushi sem ég hef á ævi minni séð, fáránelga gott hreindýrakjöt og deserta sem ég hefði ekki viljað skipta út fyrir kynlíf með Johnny Depp sjálfum. Með þessu drukkum við svo dýrindis hvítvín, sake með sushiinu og sætvín með desertunum. Sjitt hvað þetta var gott. Og ekki spillti fyrir að ég varð ástfangin af þjóninum. Veit ekki alveg hvort að það var bara maturinn sem hafði þau áhrif á mig, vínið eða maðurinn sjálfur. Hann var allavegana guðdómlegur líka maðurinn, gott ef að þetta var ekki bara kallinn sjálfur (þ.e. Guð). Eftir kvöldverðinn tók svo ekki verra við því að við fórum á tónleikana með Sigurrós. Ég er viss um að diskarnir þeirra eru hafðir á repeat í himnaríki. Ég er allavegana búin að dusta rykið af diskunum mínum og þeir verða á repeat hjá mér næstu dagana. Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Var reyndar farin að efast um að ég hafi verið send á réttan stað þarna á tímabili. Hélt kannski að ég hafi verið send í helvíti en ekki himnaríki því að hitinn var svo svakalegur. Strákarnir í Sigurrós hafi líka verið sendir þangað af því að söngvarinn er samkynhneigður og Guði líkar víst ekkert sérlega vel við svoleiðis fólk. Ég þoli reyndar heldur ekki homma af því að þeir vilja aldrei sofa hjá mér!!! Við Guð ættum kannski bara nokkuð vel saman ;)

6 comments:

Anonymous said...

Hljómar alveig hreint guðdómlega,
luvja

Anonymous said...

En er Guð ekki kona? Kannski bara hjá lesbíum því konur hljóta að ráða ríkjum í þeirra himnaríki. En Guð er svo sem bara ímyndun.

Anonymous said...

Hljómar ekkert smá guðdómlegt kvöld.

Ég er að fara á Sigur Rósar tónleika 7.febrúar í Boston, hlakka ekkert smá mikið til:)

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Og ég veit um einn homma sem les bloggið þitt og hefur gaman af. Hann býr ekki svo langt frá mér hér i Ameríkunni.

Kveðja
Inga

Anonymous said...

MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM Hljómar ekkert smá vel! Þú ert alger snilldar penni ástin mín! Knús!

Anonymous said...

Eins og ég hafi ekki alltaf vitað hvað þú ert mikil snilld!!

Anonymous said...

Bíddu nú hæg, desert fyrir Depp, við þurfum að fara að gera eitthvað í þessu Gunnhildur mín...