Ég náði að horfa á alla kalla fegurðarsamkeppnina í gær áður en ég skellti mér á barinn. Og ég hafði rétt fyrir mér þetta var alveg fyrirtaks sjónvarpsefni. Það var alveg hörmung að fylgjast með þessum blessuðu drengjum. Þeir voru allir hver öðrum hallærislegri og týpan sem valinn var herra Ísland var þeirra allra hallærislegastur og með ljótasta hárið. Mér fannst samt einn þeirra voða sætur. Benni boy. Langur og mjór með sérlega fallegt bros og ekkert svo ljótt hár. Virkaði svo næs týpa eitthvað enda var hann valinn vinsælasti strákurinn. Benni mætti svo eiturhress með vinsælasti strákurinn borðann og ljósbleikt bindi á Ölstofuna að lokinni keppni. Þessi heimsókn hans á barinn vakti hjá mér ómælda gleði. Ég náði meira að segja að óska honum til hamingju og sagði honum að mér þætti hann lang sætastur. Var að hugsa um að biðja hann um að koma í sleik við mig en guggnaði á því. Geri það bara næst. Held að hann vinni á Ölstofunni. Haltra kannski að honum við tækifæri og segi honum að mitt helsta áhugamál sé prjónaskapur og drykkja og þá á hann örugglega eftir að biðja mig um að koma í sleik. Hver stenst halta hálfblinda prjónandi og blindfulla la bombe sexuelle?!!!
Held ég láti þetta duga í bili og skelli mér í lavender freyðibað. Var að koma heim úr vinnunni eftir mjög svo erfiðan dag. Ooooh ég sakna Brynju og Lindu. Ekki það að ég myndi fara með þeim í freyðibað. Þær duttu bara allt í einu í hausinn á mér! Brynja er í Buones Aires (helvítis tíkin!) og Linda í New York (ömurleg borg!). Hvar skildi sambýliskonan annars vera. Hún var ekki heima þegar ég kom heim. Kannski er hún í sleik á barnum!
Góða nótt
4 comments:
Hver veit nema að ég hafi verið í sleik ...
Sælar, tölvan biluð heima núna svo ég hef bara ekkert getað látið vita af mér hérna síðustu daga. Mikið óskaplega er ég sammála þér um þessa keppni og um þennan sem vann, ég átta mig bara alls ekki á því kjöri. Verst að missa af þér á Ölstofunni í gær, maður hefði kannski séð sleikinn fræga....
Frábær færsla! Þú mundir ná langt í kjörinu um vinsælustu bloggstúlkuna, já og líka fríðustu og um leið titilinn ungfrú fótleggir þótt þú sért eitthvað fótafúin.
oooh fékk ekkert að fara í sleik við Benna boy. Og bara ekki sleik við neinn. Fúlt
Post a Comment