Thursday, September 15, 2005

Life is good

Já þetta er auðvitað ferleg vinna upp á það að gera að nú get ég ekki bloggað á hverjum degi. Aðallega slæmt fyrir ykkur elskurnar mínar. En það er mikið stuð og gaman í vinnunni þó að þetta sé drulluerfitt. Mér finnst líka æði að fá frídagana á móti. Þetta er svolítið annað líf en lognmollan hjá skrifstofublókinni. Nú er hlaupið um allan daginn með bros á vör (kannski ekki alveg alltaf með brosið uppi við en svona næstum því alltaf hingað til) og drukkið á kvöldin og sofið í nýju íbúðinni á nóttunni og svo aftur hlaupið og drukkið og sofið og svo frí og freyðibað og hangs og stemmning. Á samt að vera að læra fyrir GRE þegar ég er í fríi. Skráði mig í prófið um daginn og fór í gær að sækja æfingaefni. Lýst eiginlega ekkert á blikuna. Þetta verður erfitt. En ég ætla nú ekki að gefast upp áður en ég byrja. Reyni bara eins og ég get.
Nýja íbúðin er æði. Get eiginlega ekki lýst því hvað ég er ánægð með hana. Allt svo nýtt og fínt og kósí og bara æði. Mesti lúxusinn finnst mér vera baðherbergið. Það er svoooo fínt, með nýjum flísum og baði og geggaðri sturtu og og og þvottavél og þurrkara. Nú þvæ ég bara og þvæ heima hjá mér. Er því hætt heimsborgarastemmningunni í bili og Efnalaugin Árbæ hefur misst einn kúnna. Ég þakka þeim bara fyrir afar farsæl viðskipti, einnig Fatahreinsuninni í Sörlaskjólinu og Kaplaskjólsvegi.
Jamm og já já life is good segi ég bara. Svolítið erfitt á köflum og annasamt en gott. Já ég held það bara. Held ég skelli mér bara í lavender freyðibað núna áður en ég fer að undirbúa pizzuna sem ég ætla að elda fyrir sambýliskonuna og Jakobínu í kvöld.
Lifið heil :)
Já aðeins að bæta því við að við stelpurnar áttum nú smá samræður í gær um það hvort að Jóhanna hefði rétt fyrir sér með það að rauðhærðir væru graðastir og svona almennt um greddu!!! Það voru hressandi samræður en ég held að ég sleppi því nú bara að útlista þær frekar hér. Frakkinn minn myndi nú segja að það væri ekki sérlega lady like að vera að tala of mikið um svoleiðis hluti svona á almannafæri. Hann sagði það allavegana þegar ég var að ræða ánægju mína með franska orðið genereux við hann. Ég afsakaði mig bara með því að ég væri íslensk og honum fannst það mjög eðlileg afsökun. Já og bæ ðe vei spurði hann áðan hvort hann ætti kærasta og hann neitaði því. Hann er ekkert hommi.
Hrmm hmm eitt enn. Vil bara benda á að það er heldur betur nóg um að vera hjá íslensku sauðkindinni þessa dagana. Fylgist endilega með henni. Linkur hér á síðunni.

4 comments:

Anonymous said...

gaman ad heyra fra ther aftur. eg samgledst ter vegna badherbergisins. er ekki pinulitid gaman ad fara ad laera aftur, tu att eftir ad rulla tessu GRE upp.
bara altaf sama studid herna megin a hnettinum.

Anonymous said...

Já þú átt algjörlega eftir að rúlla GRE-inu upp! Ertu á leið til USA í skóla? Gaman að lesa bloggið þitt.

Anonymous said...

ja til lukku með nýju íbúðina. Ekkert innflutningspartý? Svo máttu endilega bjóða mér einhvern tíma í bað til þín, smá freyði og lavender...
Veit að þú átt eftir að massa þetta GRE próf, það er nú ekki eins og prófin hafi vafist eitthvað fyrir henni í gegnum tíðina.

Anonymous said...

Ekkert msn, ekkert blogg, ekkert verið að svara e-mail ... :(
Ertu bara dottin út úr tölvuheiminum inn í þjónadammið ? ;)