Friday, September 02, 2005

Ég borðaði hamborgara, franskar, kokteilsósu og kók í hádeginu á Svarta Svaninum með hinu þroskahefta fólkinu. Það var gott og ég fann rassinn á mér stækka meðan ég var að gúffa þessu í mig. Í kaffinu fékk ég mér svo kók light og súkkulaði. Fitnaði ekkert sérstaklega við það held ég. Ég þurfti virkilega á þessu að halda eftir rauðvínssull á barnum í gærkvöldi og andvökunótt. Annars kom Hanna með ansi góða lausn á orðsifjavandræðunum sem ég hef átt í, yfir rándýru rauðvínsglasinu á Ólíver (850 kall takk fyrir, Hanna borgaði reyndar, takk Hanna). Hún benti á að rökrétt væri að rita typpi með y þegar um stór typpi væri að ræða en með i þegar um lítil tippi væri að ræða. Spurning hvað maður gerir við þessi miðlungs samt.
Svo benti frakkinn mér á helstu orð sem notuð eru yfir gripinn á frönsku, spurning hvort að hægt sé að notast við eitthvað af þessum: quequette, popol, tobe, bite, chybre, bracmard, zob og genereux. Ég er sérstaklega hrifin af síðastnefnda orðinu sem þýðir auðvitað bara ríflegur eða örlátur. Var líka að spá hvort verið gæti að tengsl væru milli íslenska orðsins og franska orðsins tobe, mér finnst það trúlegt.
Já þetta er athyglisverð umræða, ég veit það. Annars er ég bara hress sko, tónleikar í kvöld og helgi og svona. Ég lykta samt svolítið eins og hamborgarabúlla með leyfi til að selja áfengi og ætla þess vegna að fara að drífa í því að þrífa mig fyrir strákana í Franz.
Eitt enn samt. Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að bjóða mér á þessa frumsýningu í kvöld. Það er ekki eins og ég hafi ekki farið í sleik við leikstjórann, spilað við hann kappakstursleik (lesist kappaksturs-leik ekki kappakstur-sleik) í playstation, er að fara að leigja hjá systur hans og hef ávallt kallað pabba hans einn af uppáhaldskennurunum mínum í Mh. Hversu mikil tengsl þarf maður eiginlega að hafa við fólk til að vera boðið í partý. Ekki það að ég myndi nú ekkert mæta.

2 comments:

Anonymous said...

Buha rauðvínsglas á 850kr...hvað ertu að gera þarna komdu til mín þar sem þú færð rauðvínsflösku á 200kr og bjórkassa á 800kr.Koma svo stelpa...Go Gunnsa go Gunnsa

Kram Johanna

Hanna Kristin said...

Sveitta gellan 'i bleiku dressi, med 9 moskitobit. tad er gaman a indlandi, engar franskar her.