Sunday, September 11, 2005

Brjálað að gera

Shjæt hvað það er mikið að gera hjá mér. Eins og ég sagði var brjálað að gera síðustu vikuna á tryggjó, var svo að sörvetrínast á fimmtudag, föstudag og laugardag og er svo að flytja á Baldursgötuna í dag.
Það rifjaðist heldur betur upp fyrir mér hversu erfitt það er að þjóna á föstudagskvöldið. Það var brjálað að gera og allt á floti. Ég aðeins að klúðra hlutum og svona. Ég fékk þó mörg bónorð og fimmara í þjórfé þannig að ég var sátt eftir kvöldið. Aðallega sátt við bláa seðilinn en bónorðin voru líka hressandi þó að mér hafi nú ekki beint litist neitt sérstaklega vel á vonbiðlana, kallar svona! Lenti nett í kynferðislegu áreiti af einhverju steggjateiti, amerískir gaurar sem ætluðu bara ekkert að hleypa mér í burtu. Ýmislegt sem maður lendir í á þessum stað!
Fékk sms á laugardagskvöldið frá einhverjum Helga þar sem hann biður mig um að koma með sér út. Alltaf svolítið spes þegar vinkonur (Jónína) og systur (Dísa) eru að reyna að koma manni út, dreifandi símanúmerinu mínu hist og her. Hann er víst samt rauðhærður þessi þannig að það er aldrei að vita nema ég líti á gripinn!!! Ekki það að gaurinn hennar Jónínu var líka rauðhærður og ekki gekk það hjá honum greyinu!
Jæja Þingholtin bíða, ble, ble.

9 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju íbúðina!
Fékkstu ekkert tilboð í nærbuxurnar frá þessum steggjum?

Anonymous said...

er ekkert nema steggjaparty tarna, gott ad fa fimmara,

Anonymous said...

Ég sakna þess að hafa þig ekki á msn

Anonymous said...

eða væri rökréttara að segja ég sakna þess að hafa þig á msn?

Anonymous said...

ég sakna stundanna okkar saman á msn

Anonymous said...

Uss allt að gerast Gunnsa...mundu að rauðhærðir eru graðastir, klárastir og skemmtilegastir!!

Annars þá er ég að koma til Ísl eftir 2 daga:)Sjáumst vonandi
Jóhanna

Anonymous said...

Hvenær er deitið með Helga? Verð að fá að fylgjast með þessu. Veit að hann er svaka spenntur.

Anonymous said...

Gaurinn minn eru miklu betri en gaurinn hennar Dísu.

Joe9

Anonymous said...

Mér líst ekkert á þetta nýja djobb hjá þér, enginn tími til að blogga greinilega...