Mér finnst tæplega við hæfi að blogga lengur um ástarmálin, svo er heldur ekkert stuð í gangi þar. Ég bý bara á Íslandi og fer ekki á djammið lengur. Á ekki péníng fyrir skókaupum. Auðvitað alls ekki við hæfi að segja frá vinnunni minni eða námi á internetinu. Veit sem sagt varla um hvað ég ætti að skrifa. Bakstur og eldamennsku? Strætóferðir á Klepp (já, það er kannski eitthvað). Ræktina (nei, djöfullinn sjálfur). Sambýliskonurnar og nágrannarnir er auðvitað klassík. Ferðir í Kolaportið og lestur á tískublöðum. Shiiit ég lifi svo spennandi lífi! Þarf kannski að gera eitthvað í þessu bara. Drekka meira, baka og borða minna.
1 comment:
Ég hefði áhuga á að lesa daglega hugleiðingar þínar um strætóferðir. Það hljómar mjög áhugavert.
Post a Comment