Thursday, October 21, 2010
Pæling
Ef ég myndi fæða dreng þá gæti hann heitið Gunnhildibrandur Gunnhildarson eða Gunnhildibrandur Guðsson nú eða Gunnhildibrandur Balboa. Veit ekki.
Thursday, September 30, 2010
Thursday, September 16, 2010
Bara pæling sko
Thursday, September 09, 2010
Knocking on heavens door
Mig langaði ekki að byrja með Axl Rose þegar ég var 15 ára. Mig langaði að vera Axl Rose. Þess vegna gekk ég um í ermalausum bol og rifnum gallabuxum með tóbaksklút um hárið og skyrtuna um mig miðja. Ég eyddi heilu kvöldunum við að slamma með strákunum á heimavistinni og mæmaði mjaðmahreyfingar Axl fullkomlega. Ég og nokkrir strákar í bekknum tróðum meira að segja upp ein litlu jólin og mæmuðum nokkur vel valin Guns n Roses lög. Næstu jól hafði tónlistarsmekkur minn þróast mikið og ég tróð upp sem Bubbi með Egó.
Tuesday, September 07, 2010
Friday, September 03, 2010
Meira um stráka og skó
Ég ætla að byrja að blogga aftur. Ég var að byrja í Háskóla Íslands og þarf að hafa eitthvað til að afvegaleiða mig frá námsefninu. Skrifa um skó og stráka á milli þess sem ég les um mælingar og mat sálfræðinga. Ég var einmitt að koma frá París þar sem ég spáði mikið í strákum og skóm. Komst yfir einn og tvö pör.
Monday, March 01, 2010
Ég er ekki dauð.
Þó að Bruce sé vissulega kynþokkafullur þá er ég ekki dauð. Bara svona svo að það sé á hreinu.
Sunday, February 14, 2010
Tuesday, February 02, 2010
Nokkuð sannspá eða hvað
Ég var að fá þessa ritgerð sem ég skrifaði þegar ég var 15 ára í hendur.
Ég eftir 15 ár
Ég starfa sem fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Ég er einnig með útvarpsþátt á útvarpsstöð sem var nýlega stofnuð. Að loknu grunnskólaprófi fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð, að tveimur vetrum loknum fór ég sem skiptinemi til Frakklands og var í ár. Ég tók stúdentspróf en tók mér 1. árs frí frá námi og starfaði þá við útvarpsstöðina Byljgan. Þá fór ég í fjölmiðlafræði í Háskólanum og lauk því námi á tilsettum tíma. Ég ferðaðist þá um víðan heim og lærði m.a. ljósmyndun í París og vann í dýragarði í Ástralíu. Síðan kom ég heim og kynntist þá unnusta mínum en það er ekki á döfinni að giftast eða eignast börn.
Þá er bara að sækja um á Bylgunni.
Ég eftir 15 ár
Ég starfa sem fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Ég er einnig með útvarpsþátt á útvarpsstöð sem var nýlega stofnuð. Að loknu grunnskólaprófi fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð, að tveimur vetrum loknum fór ég sem skiptinemi til Frakklands og var í ár. Ég tók stúdentspróf en tók mér 1. árs frí frá námi og starfaði þá við útvarpsstöðina Byljgan. Þá fór ég í fjölmiðlafræði í Háskólanum og lauk því námi á tilsettum tíma. Ég ferðaðist þá um víðan heim og lærði m.a. ljósmyndun í París og vann í dýragarði í Ástralíu. Síðan kom ég heim og kynntist þá unnusta mínum en það er ekki á döfinni að giftast eða eignast börn.
Þá er bara að sækja um á Bylgunni.
Monday, January 25, 2010
Metnaðurinn
Stuttu eftir stúdentspróf fékk ég vinnu í nærfataverslun. Þá setti ég markið hátt og einsetti mér að vera ávallt í samstæðum nærfötum. Það gekk vel í þessa 3 mánuði sem ég entist í búðinni enda tók ég kaupið mitt að mestu út í dýrindis nærfatasettum. Nú tveimur háskólagráðum síðar hef ég fengið vinnu á leikskóla og set nú markið enn hærra. Ég hef einsett mér að vera alltaf í samstæðum sokkum OG ég hef einnig sett mér það markmið að nota meiri eyliner, oftar.
Friday, January 22, 2010
Ég vil nú samt ekki kvarta!
Ég veit ekki hvað gerðist. Ég var svalur lífskúnstner og alheimsborgari fyrir svo stuttu síðan. Ég mældi götur milljónaborgar í Asíu. Borðaði núðlur, hrísgrjón og sushi með prjónum og drakk rauðar baunir með kókosmjólk og mangósafa með. Ég dáðist að litskrúðugum fiðrildum og drakk kaffið mitt undir pálmatrjám. Ég ferðaðist neðanjarðar með fjöldanum og gekk loftgöng. Ég vann að rannsókn í mikils metnum háskóla. Þar áður lærði ég við annan mikils metinn háskóla og hjólaði slök um stræti á meginlandi Evrópu. Ég sat á terrössum við canala og sötraði öl og vín. Keypti ávexti og blóm á markaðinum og borðaði ost og döðlur í garðinum. Nú bý ég í barnaherbergi, vinn á leikskóla og tala um börn og barneignir við vini og fjölskyldu. Ég bý í Vesturbænum og nenni ekki einu sinni niður í bæ. Ég er of þreytt eftir vinnuna og tími hvort sem er ekki að kaupa mér rauðvín á barnum. Kannski flyt ég bara aftur til útlanda. En ég gef þessu nú sjéns. Hér hefur maður alltaf þraukað og vel það. Ég þarf kannski bara að yngja aðeins upp í vinahópnum, finna mér húsnæði niður í bæ og banna barna samræður utan vinnu. Þá verður þetta kannski bara fínt, stórfínt.
Subscribe to:
Posts (Atom)