Thursday, July 02, 2009

Sumarið er tíminn jeh jeh

Ég hef það á tilfinningunni að þessir þrír sem lesa hér að staðaldri séu flúnir á fjöll. Eru trúlega gúffandi í sig grilluðu lambakjeti á palli og þambandi bjór í heita pottinum. Netsambandslausir og ekkert í vinnunni að lesa blogg. Jafnvel einhverjir sem húka göngulúnir í tjaldi. Jessúss hvað ég væri til í að vera göngulúin í tjaldi. En nei nei ég er göngulúin í húsi mínu í útlöndum. Var einungis þrjá og hálfan tíma með póstinn í dag. En það tekur á að bera út póst í hitanum. Ójá. En það er gaman. Ég er svaka sátt við þetta starf. Ég væri alveg til í að vinna við að bera út póst í fleiri stórborgum. Kannski ég ráði mig í póstútburð í Þórshöfn og láti drauminn um að læra færeysku rætast. Fari á færeyskunámskeið. Samt, kannski ekkert gaman að bera út póst í rigningunni og þokunni í Færeyjum. Ég bíð ekki í að bera út póst í Reyjavík city. Það hlýtur að vera erfitt starf. En já það er mikið og gott stuð í Amsterdam þessa dagana. Sumarið er skollið á með sól og hita. Bjórdrykkju og grillveseni. Það er ekkert leiðinlegt að vera til þessa dagana. Ég kynnti mastersverkefnið mitt á mánudaginn. Það gekk vel. Ég gerði grín að sjálfri mér og verkefninu og fólki fannst held ég bara svolítið gaman að þessari tölu minni. Ég drakk að sjálfsögðu bjór til að fagna afrekinu. Á þriðjudaginn bar ég út póst og fór svo að sigla um sýkin með vinum. Mikið svakalega var það gaman. Sigla bara um með vín og mat og góðan félagsskap. Algjör draumur. Í gær bar ég út póst og fór svo í garðinn að grilla til að kveðja grísku vinkonuna. Drakk rósavín og það var gaman. Í dag bar ég út póst og fór svo í sund, drakk bjór og borðaði osta á svölunum. Á morgun ætla ég á ströndina ef spáin um rigningu rætist ekki. Annars ætla ég að vinna í research proposal. Um helgina ætla ég að vinna á kaffihúsinu. Ég fer í tveggja vikna frí til Íslands eftir 20 daga. Það er nóg að gera og það er gaman.

8 comments:

Fanney said...

Takk fyrir þessar góðu línur. Kærkomin dægradvöl fyrir námsmann á bókasafni. Gaman að heyra að lífið leikur við þig. Hefði alveg viljað heyra þig kynna mastersverkefnið enda ertu pottþétt einn af mínum uppáhalds ræðumönnum. Einmitt að verða ár síðan þú áttir sviðið í eftirminnilegri veislu. Áfram gleði, gleði hjá þér!

brynja said...

Jess, hlakka til að hitta þig!

Jóhanna sys said...

Hæ, ég er alveg að fara að leggjast í sumarbústaðasukk, ætla í kvöld til Dísu í bústað og svo er ferðinni heitið norður eftir helgi, gaman gaman. Er búin að vera að puða hér heima við að mála eldhúsið og er að peppa mig upp í að rífa helminginn af því niður, vantar bara kúbein og græjur til að massa þetta. Hlakka til að fá þig heim. Líst vel á Færeyjahugmyndina, það er einmitt eitthvað um að ungt fólk fari þangað í sumarvinnu, snjallt.
Sjáumst,
Jóhanna

Anonymous said...

Ég sit inni og vinn og lesa bloggsíður -- gleymi aldrei þinni.

Kv.
Jónína

Hölt og hálfblind said...

Já jú jú einhverjir húka enn inni og lesa :)
Fanney mín gangi þér vel í skólanum. Og já brúðkaupsafmæli í vændum. Hvenær var brúðkaupið aftur nákvæmlega?
Brynja ég elska þig.
Góða skemmtun í bústað Jómín. Hlakka ótrúlega til Vestfjarðaferðarinnar.
Joe9, dugleg ertu, vinna vinna vinna, fyrir öllum barnafötunum ;)

Fanney said...

Í dag, 5. júlí. Pappír heitir það held ég.

Hrefna said...

Hæ skvís. Er ekki hægt að plata þig í kvöldmat hjá okkur þegar þú kemur heim? Þú stoppar svo stutt þannig að ég ætla að bóka þig tímalega.

Mæja said...

Mér sýnist nú að fleiri en þrír lesi bloggið hjá þér :)
Alla vega, vonandi næ ég að hitta þig þegar þú verður á landinu.