Saturday, June 27, 2009

Man In The Mirror

Og svo deyr bara Michale Jackson. Ég vona bara að hann hafi fundið frið blessaður kallinn. Hann var auðvitað snillingur.

jójó

Ég er eins og jójó. Fyrir þremur vikum ætlaði ég að flytja til Svíþjóðar. Fyrir tveimur vikum ætlaði ég að flytja til Víetnam. Í síðustu viku ætlaði ég að flytja til Íslands. Í dag ætla ég aftur til Svíþjóðar. Er að safna liði í hópflutning. Fyrir viku var draumastarfið mitt í sumar póstútburður. Í dag er ég að spá í að gefa það upp á bátinn fyrir barnapössun. Stundum sef ég ekki fyrir áhyggjum, er niðurdregin og fúllynd. Aðra daga truflar ekkert svefninn. Er sjúklega hamingjusöm og áhyggjulaus. Finnst lífið ekki geta verið betra. Í dag er ég mitt á milli. Ég er sátt og það kemur í ljós hvað verður.

Thursday, June 25, 2009

Metnaðurinn

Ég var ein að bera út póstinn í dag. Það gekk vel. Gríski hommin var búin að kenna mér flest leynitrixin í póstburði. Og segja mér frá því þegar póstlúga skelltist á fingurna á honum svo fossblæddi og hann þurfti að fara á slysó. Hann kenndi mér hvernig best væri að bera sig að við mismunandi bréfalúgur. Vara mig við tuðandi Hollendingum, grimmum hundum, rigningu og óvæntum vindhviðum. Þetta er starf sem krefst talsverðrar æfingar ef góður árangur á að nást. Ég var fimm og hálfan tíma í dag. Er dauðuppgefin og sólbrennd. Ég stefni á að vera svarbrún þegar ég kem heim 22. júlí, með massaða fótleggi og tónaða handleggi. Með góða bjórbumbu. Er að vinna í bumbunni núna. En samt best að fara að detta í bedda að þessu sinni. Ég er með kynningu á ritgerðinni minni á mánudaginn. Þarf að æfa mig og úrbúa slædssjóv á morgun.

Tuesday, June 23, 2009

Póstburðarpían ég

Ég get nú stolt bætt störfunum postbezorger (póstburðarpía) og keuken medewerker (eldabuska) á glæsilega ferilskrá mína. Þessi störf munu þar vera í hópi virðulegra starfa eins og sörvetrína, skrifstofublók, ráðskona og heimasæta í sveit. Ég geri allt fyrir ferilskránna mína. Hún er mér allt. Ég byrjaði að bera út póst í dag. Mér líst svona líka ljómandi vel á djobbið. Fyrstu dagana mun ég fylgja þrautreyndum póstburaðarmanni og læra listina. Í dag fylgdi ég hressum grískum homma. Hann er með sítt hár og byrjaður að fá smá skalla. Pínu þybbinn, í útvíðum gallabuxum og í snjóþvegnu gallavesti utan yfir póstburðarbolinn. Góð týpa. Hann kenndi mér ýmis trikk varðandi póstútburð. Hvernig sé best að komast yfir sem mest á sem stystum tíma. Ég er undir það búin að það muni taka mig svona fimm sex tíma fyrstu dagana að bera út póst sem á að vera hægt að bera út á þremur tímum. Þetta er viss kúnst sko. Ég er farin að hlakka til að mæta í vinnuna á morgun.

Friday, June 12, 2009

The Summer - Yo La Tengo

Ég fór á Yo La Tengo tónleika í gær. Í hálfgerðu ástandi eftir að hafa unnið 9 tíma á kaffihúsinu og drukkið bjórana mína tvo eftir vaktina. Örþreytt. Neminn ekki vanur að standa 9 tíma vakt og vinna. Full. Ég sá þessa hljómsveit síðast fyrir 12 árum í New York. Það er svakalegt, 12 ár. En ég hef lítið breyst og þau ekki heldur. Georgia ennþá bara svona ómáluð í skyrtunni sinni, uber tsjilluð að tromma og syngja. Tónleikarnir í New York voru þó talsvert meira rokk en í gær. Þetta voru hálf órafmagnaðir tónleikar og þau sátu bara á sviðinu og tóku við spurningum úr sal. Spiluðu svo lög sem tengdust spurningunum. Ameríkanarnir mikið fyrir að spjalla. Þau voru sniðug og tóku mörg skemmtileg lög. Þegar einhver spurði hvað þau hefðu verið að gera baksviðs eftir uppklappið sögðust þau að sjálfsögðu hafa fengið sér nokkrar línur af kók og hórur. Þau væru nú einu sinni rokkhljómsveit. Það var sérlega gaman að heyra þau taka et moi et moi et moi með Jacques Dutronc.

Jacques Dutronc - Et moi, et moi, et moi - 1967

Wednesday, June 10, 2009

Vinnandi kona

Ég er búin að ráða mig í vinnu við að bera út póst. 3 daga í viku 3 tíma í senn. Rokk og ról lengi lifi Bukowski! En þetta er auðvitað ekki nóg fyrir öllum bjórnum svo að ég réð mig líka í að smyrja samlokur og búa til salöt á þessu kaffihúsi:



Þetta er rosa mikið kósí staður við kanal í Jordaan. Ekki alveg nógu sjabbí til að vera Bukowski stæl. En ég sé hann svo sem alveg fyrir mér að drekka viskí þarna við barinn from time to time jú jú. Með öllum hinum fastagestunum. Ég fæ afslátt af drykkjum á barnum og tvo fría eftir vaktina. Það er nú Bukowski stæl. Fæ samt ekki að steikja neitt, engir hamborgarar eða steikt egg. Það er eftirlíking af þessum stað í Nagasakí.
það var ekkert búið að gerast í tvo mánuði í atvinnuleitinni hjá mér og svo bara fékk ég tvær vinnur á tveimur dögum. Svona getur þetta verið. Og svo er ég bara mest búin að vera heima og í garðinum í sólbaði og að drekka bjór og ekki gera neitt sérstakt. Nú allt í einu gerist allt. Ég fæ tvær vinnur, allt að smella varðandi Hong Kong, research proposal að fæðast, prófessorinn úti að tjékka á húsnæði fyrir mig, Jómín að koma í heimsókn á mánudaginn með Smáralinginn og Yo La Tengo tónleikar á morgun. Ég ætlaði líka að fara í útilegu um helgina en er hætt við það enda vinnandi kona og alvarlegur mastersnemi. Þarf að vinna og skrifa um helgina áður en gestirnir detta inn. Jibbíjójibbíjeih! 17. júní og sumar. Ég ætla að kaupa kassa af bjór.
Já og varðandi yfirlýsinar mínar um að ég ætli að kaupa one way ticket to China og aldrei að koma aftur þá er það nú allt óljóst sko. En ég er búin að segja íbúðinni hérna upp frá haustinu. Og planið er að vera í Hong Kong í Októrber og fram að jólum. Og svo eru þrír möguleikar í stöðunni eins og er: 1. Verða eftir og höstla mér vinnu við enskukennslu í Kína, líklegast Sjanghæ. 2. Fara til Svíþjóðar, læra sænsku, leita mér að vinnu, og sækja um í annað mastersnám þar. Danmörk kæmi líka til greina en er minna spennt fyrir því. 3. Fara heim á sker og, og hvað gerir kona á Íslandi.

Thursday, June 04, 2009

Ónei!

Ég fékk nýja flugu í höfuðið. Að kaupa mér bara miða aðra leiðina til Hong Kong. Fara eitthvert annað í Asíu í nokkra mánuði eftir að ég klára rannsóknina og kenna ensku. Kannski Sjanghæ. Tævan eða Víetnam. Nú eða vera áfram í Hong Kong. Árans flandur og vesen alltaf á mér! Ekki segja mömmu.

Wednesday, June 03, 2009

Kona auglýsir eftir sambandi

Þekkir einhver einhvern sem þekkir einhvern sem einhverntíman hefur búið í Hong Kong? Mig vantar sambönd þarna niðurfrá. Mig vantar húsnæði í haust og vinnu við að kenna ensku. Takk fyrir.