Ég er massahress. Var á hestbaki á risahesti. Sjúklega gaman. Myndir.
Ógeðslega spennt á lestarstöð á leiðinni
Já ég er orðin borgardama sem fer á hestbak í pilsi!
Sokki, hesturinn minn. Hávaxinn og spengilegur. Pínulítið ógnvekjandi.
En á bak fór ég og fetaði og brokkaði og stökk með honum um holt og hæðir í tvo tíma.
Sokki minn kominn í básinn sinn. Huggulegt með teppi og svona. Við vorum mjög ánægð hvort með annað.
Sunday, November 30, 2008
Sunday, November 23, 2008
Matarboð
Saturday, November 22, 2008
Kósí við kanalinn
Jahá það er kósí við kanalinn. Ég drekk kaaaffi með keeerti og les Vogue. Borða síðbúinn morgunverð, kaffi, brauð, ost, sultu og appelsínusafa.
Morgunverður
Meyjarskemman
Strike a pose, Vogue
En nú þarf ég að fara að hrækja veglegri slummu í lófana. Nóg sem liggur fyrir áður en ég held heim á leið eftir fjórar vikur.
Morgunverður
Meyjarskemman
Strike a pose, Vogue
En nú þarf ég að fara að hrækja veglegri slummu í lófana. Nóg sem liggur fyrir áður en ég held heim á leið eftir fjórar vikur.
Monday, November 17, 2008
Mánudagar eru ekki verri dagar en aðrir dagar til að detta íða. Nei krúttið er ekki dautt. 2014. Það var kona að fæða barn niðri. Krúttin rokka feitt.
Já mér duttu margir titlar fyrir bloggfærslu dagsins í hug. Þetta er aðeins brota brot. Færslan kemur síðar.
Sunday, November 16, 2008
Rólegt
Það hefur verið óvenju rólegt hjá mér undanfarið. Verið prjóna þema hjá mér. Kertaljós og rólegheit. Horft á stórslysamyndir í sjónvarpinu. Ísöld og eldgos. Lært það sem ég hef þurft að læra. Sleppt því að djamma. Bakað brauð, farið á markaðinn, borðað ost og súkkulaði. Stundum út að hlaupa. Ætli þetta verði ekki bara svona fram að jólum. Gott. Mikið hlakka ég annars til jólanna.
Monday, November 10, 2008
messa og sirkus
Já ég eyddi helginni heima. Lesa, læra, dást að Bruce Springsteen á Youtube. Passaði eitt barn. Keypti mér gular liljur. Bakaði brauð og bjó til pitsu. Mjög ljúft. En ég hitti auðvitað enga álitlega dverga þegar ég hangi bara heima. Hvað þá kaþólska presta. Kannski ég skelli mér í messu um næstu helgi og sirkus.
Saturday, November 08, 2008
Thursday, November 06, 2008
Betra líf
Mér þykir fólk ekki vera sérstaklega áhugasamt um ástarlífið mitt. Það er kannski ekki nógu krassandi. Hversdagslífið er það hinsvegar. Í dag til dæmis vaknaði ég klukkan 10:00. Snúsaði til 10:30. Fór þá fram úr og bjó mér til espressó kaffi, eldaði hafragraut og hrærð egg. Horfði á euronews meðan ég borðaði þetta. Í fréttum var Obama. Nú svo settist ég í kósíhornið klukkan 12:00 og las grein um need to belong. Smabýliskonan kom fram klukkan 13:00. Ég spjallið við hana, hitaði vatn og fékk mér grænt te og las áfram. Klukkan 15:00 fór ég á barinn hinum meginn við kanalinn og drakk kaffi með þýska hommanum og serbnesku sambýliskonunni. Við ræddum skólann, óléttur, kynskiptiaðgerðir,síðustu helgi og komandi helgi. Kósí stund með krökkunum. Nú svo hjálpaði ég sambýliskonunni að setja keðjuna á hjólinu hennar aftur á sinn stað. Fór svo í búðina og keypti í matinn, ost, mandarínur, tvær gerðir af ávaxtasafa, rósavínsflösku, ferska basilíku, tómata, hafrakex, bíólógíska mjólk og jógúrt, túnfisk, ger. Fór heim og fékk mér heimabakaðar brauðbollur með osti og berjasafa. Tvær mandarínur í eftirrétt. Kveikti á kerti og setti Sonic Youth á fóninn. Las tvær vísindagreinar. Klukkan orðin 20:00. Út að skokka með Pál Óskar í eyrunum. Hann er alltaf jafn hress. Hljóp í Vondelpark. Hvaða fræga söngkona bjó aftur þar sem dópisti og útigangskona? Heim aftur. Lyfti handlóðum og gerði magaæfingar og teygði á. Hitaði upp pastaréttinn síðan í gær, bætti við ferskri basilíku og parmesanosti. Settist við tölvuna og skrifaði þessa æsispennandi lýsingu á deginum. Klukkan er nú 21:30. Þarf að lesa einn kafla um social identity motives in evolutionary perspective fyrir morgundaginn. Ætla að gera það og fá mér jógúrt í eftirmat. Svo þarf ég að baða mig, prjóna kannski smá fyrir háttin eða lesa mér til yndis. Hefði þurft að lesa miklu miklu meira í dag. En svona gengur þetta
Tuesday, November 04, 2008
Spennandi sjénsar og pakk
Ég lenti á sjéns í síðustu viku. Tvisvar.
Fyrst með 67 ára leigusalanum, eða öllu heldur föður leigusalans. Hann kom hérna við til að sækja póst dótturinnar sem býr hér allajafna. Ég var á kafi í ritgerðarsmíð. Sveitt. Í múderingu. Klædd munstróttum pakistanabuxum sem ég keypti í herrafataverslun í Marokkósku hverfi í Utrecth og hnésíðri íslenskri lopapeysu með skræpóttan silkiklút um hálsinn. Hárið klílstrað í hnút í hnakkanum. Með maskara og varalit og ekkert mjög bólótt. Maðurinn ætlaði ekki að komast yfir það hvað honum fannst ég glæsileg. Tönnlaðist á því. Hann er mjög sjarmerandi þó gamall sé. Á tvö kornung börn með núverandi konu sinni. Hann dauðlangaði til að búa til fleiri með þessari skrautlegu skrítnu konu sem mætti honum í íbúð dóttur hans.
Svo lenti ég á heilmiklum sjéns með manninum sem seldi mér hjólið. Hjólgarmurinn var nebblega ekki eins fullkominn og í fyrstu var haldið. Eða jú jú, afturdekkið varð bara ítrekað flatt. Ég þurfti því að fara með það oftar en einu sinni til hasshaussins hressa sem seldi mér það. Einkar glæsilegur rauðbirkinn maður með svolítið brenndar tennur og jónuna í munnvikinu, alltaf. Hann hélt því fram að það væri sérstakt kemmistrí á milli okkar. Það hlyti að vera ástæða fyrir því að ég væri send ítrekað til hans. Hann stakk upp á því að við færum saman út að borða. Ég útilokaði það ekki.
Síðustu sjénsar hjá mér eru í tímaröð:
1. 21 árs gullfallegur persneskur metrómaður, hugsanlega, líklega samkynhneigður
2. 67 ára giftur sjarmerandi gamall kall sem er greinilega mikið fyrir yngri konur
3. Rauðbirkinn hasshaus á besta aldri (44) með traustar tekjur (það þurfa allir hjól í Hollandi) sem bauð mér út að borða
Ég er rosa spennt að sjá hvaða spennandi sjénsar bíða mín komandi daga og vikur. Kannski lendi ég á sjéns með kaþólskum presti eða dverg.
Nú er evran komin upp í 164. Það er helmingi hærra en fyrir ári síðan þegar ég flutti út. Mig langar mest að telja upp öll blótsyrði sem ég kann, hita þau upp í stórum potti og hella þeim sjóðandi yfir liðið sem stóð fyrir þessu öllu saman. Bæta út í til bragðbætingar dass af löðrungum. Bera þetta fram með salati af spörkum í pung, smá hártogi og poti í auga. Pakk pakk pakk. Pakk. Siðblint gráðugt pakk.
Annars er ég bara hress sko.
Fyrst með 67 ára leigusalanum, eða öllu heldur föður leigusalans. Hann kom hérna við til að sækja póst dótturinnar sem býr hér allajafna. Ég var á kafi í ritgerðarsmíð. Sveitt. Í múderingu. Klædd munstróttum pakistanabuxum sem ég keypti í herrafataverslun í Marokkósku hverfi í Utrecth og hnésíðri íslenskri lopapeysu með skræpóttan silkiklút um hálsinn. Hárið klílstrað í hnút í hnakkanum. Með maskara og varalit og ekkert mjög bólótt. Maðurinn ætlaði ekki að komast yfir það hvað honum fannst ég glæsileg. Tönnlaðist á því. Hann er mjög sjarmerandi þó gamall sé. Á tvö kornung börn með núverandi konu sinni. Hann dauðlangaði til að búa til fleiri með þessari skrautlegu skrítnu konu sem mætti honum í íbúð dóttur hans.
Svo lenti ég á heilmiklum sjéns með manninum sem seldi mér hjólið. Hjólgarmurinn var nebblega ekki eins fullkominn og í fyrstu var haldið. Eða jú jú, afturdekkið varð bara ítrekað flatt. Ég þurfti því að fara með það oftar en einu sinni til hasshaussins hressa sem seldi mér það. Einkar glæsilegur rauðbirkinn maður með svolítið brenndar tennur og jónuna í munnvikinu, alltaf. Hann hélt því fram að það væri sérstakt kemmistrí á milli okkar. Það hlyti að vera ástæða fyrir því að ég væri send ítrekað til hans. Hann stakk upp á því að við færum saman út að borða. Ég útilokaði það ekki.
Síðustu sjénsar hjá mér eru í tímaröð:
1. 21 árs gullfallegur persneskur metrómaður, hugsanlega, líklega samkynhneigður
2. 67 ára giftur sjarmerandi gamall kall sem er greinilega mikið fyrir yngri konur
3. Rauðbirkinn hasshaus á besta aldri (44) með traustar tekjur (það þurfa allir hjól í Hollandi) sem bauð mér út að borða
Ég er rosa spennt að sjá hvaða spennandi sjénsar bíða mín komandi daga og vikur. Kannski lendi ég á sjéns með kaþólskum presti eða dverg.
Nú er evran komin upp í 164. Það er helmingi hærra en fyrir ári síðan þegar ég flutti út. Mig langar mest að telja upp öll blótsyrði sem ég kann, hita þau upp í stórum potti og hella þeim sjóðandi yfir liðið sem stóð fyrir þessu öllu saman. Bæta út í til bragðbætingar dass af löðrungum. Bera þetta fram með salati af spörkum í pung, smá hártogi og poti í auga. Pakk pakk pakk. Pakk. Siðblint gráðugt pakk.
Annars er ég bara hress sko.
Subscribe to:
Posts (Atom)