Tuesday, May 06, 2008

Teknó teknó teknó in da sun

Nei ég lýg engu þegar ég segist vera prinsipesa. Ég hjóla um borgina á nýja gamla hjólinu mínu í 23 stiga hita í pilsi og sandölum. Hitti fólk í garðinum og drekk bjór og borða súkkulaði. Fanney var í heimsókn í síðustu viku og við skemmtum okkur konunglega á barnum, á veitingahúsum, við sýkin, á tónleikum, í búðum, á klúbbum. Á drottningardaginn glöddumst við með Hollendingum yfir því að landið á þessa líka huggulegu drottningu. Þá klæðast Hollendingar appelsínugulu, hlusta á teknó á bátunum sínum og drekka mikinn bjór. Við hlustuðum á teknó, drukkum mikinn bjór og fórum í partý í húsbát. Afskaplega hressandi upplifun. Fyrsti maí var líka frídagur. Honum fögnuðum við með Stuart og félögum. Hefði bara alls ekki getað verið betra. Í gær fögnuðu Hollendingar sjálfstæði sínu frá Þjóðverjum í síðari heimstyrjöldinni. Deginum fagnaði ég með hjólatúr og bjór og sól og stemmningu í Austurgarði. Í dag þurfti ég barasta að mæta í skólann. Smá sjokk eftir laaaanga helgi. En eftir nokkurra klukkustunda vinnu lá leiðin í Vondelpark þar sem ég lá á teppi og borðaði súkkulaði og talaði um stráka í sólinni. Jahá lífið er ljúft fyrir utan afar sársaukafullt papercut og blöðrur á báðum stóru tánum eftir að vera berfætt í pæjuskóm. En maður verðuð nú að blaða svolítið í vísindagreinum á milli bjórsopa og súkkulaðistykkja og prinsessufæturnir mínir verða bara að gjöra svo vel að venjast sokkaleysinu.
Allt streðið og stressið í rigningunni í vetur var þess virði. Úmpha úmpha hyper hyper!

4 comments:

Anonymous said...

en æðislegt líf hjá þér. Hérna er byrjað að rigna og spurning hvað sú rigning endist...

Anonymous said...

Mér finnst þetta dásamlegt!!! Fáðu þér bjór og hugsaðu til okkar gömlu kellinganna (mín og Dísu). Við myndum sko örugglega ekki gera helminginn af þessu sem þú telur upp ef við værum 30 ára einar í Amsterdam....not
-Ása Björk

Anonymous said...

heheheheh.... ég er allavega góð í bjórnum og súkkulaðinu ennþann dag í dag. Varð smá orkulaus í dag og sá fyrir mér í hillingum strendurnar á Krít.

Hölt og hálfblind said...

Þið eruð krúttlegar kellingar